Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 18
I 18 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Helgarblað DV r^trtnfaytrrtm] í auglýsingum fasteignasala um síðustu helgi var húsið sagt tignarlegt. Það er ekki ofsagt. Myndir tala sínu máli. Það var reist á árunum 1916 til 1917 og átti upphaflega að vera miklu stærra en það varð. Einar Erlendsson teiknaði húsið fyrir athafna- manninn Pétur Thorsteinsson og var það hið vandaðasta, byggt í svonefndum kastalastíl sem auðmenn landsins sóttust eftir á þessum tíma. Handan við Laufásveginn byggðu Sturlubræður tvo hús með sama yfirbragði. Brekkan ofan við syðri tjörnina var á fyrstu árum aldarinnar helsta svæði fyrir nýbyggingar embætt- ismanna og athafnamanna. Fyrir þann tíma voru á þessum slóðum nokkur kotbýli: Stöðlakot, Steinholt og Stekkjarkot. Þegar svæðið tók að byggjast var það kallað Austurbær í þann tíma til að- greiningar frá Vesturbænum sem var á þeim slóðum sem Vesturgata er nú. í sögu Galtafells eins og húsið var kallað eftir 1924 hafa í raun aðeins búið tvær fjölskyldur. Þar hafa skipst á skin og skúrir. Húsið byggði Pétur Thorsteinsson, einn mesti athafna- maður landsins og átti hann húsið til 1924 og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Pétur Thorsteinsson Ævi Péturs var söguleg: hann var fæddur 4. júní 1854 vestur í Otradal við Patreksfjörð. Móðir hans var vinnukona og faðirinn kvæntur kaupmaður, frægur maður um alla Vestfirði á sinni tíð, Þorsteinn í Æðey. Pétur var óskilgetinn, rang- feðraður lengi ffarnan af, alinn upp hjá vandalausum. Þegar hann komst tÚ þroska snéri hann sér að verslun- arstörfum, reyndist dugmikill og áræðinn, sótti sér kvonfang til mekt- armanna úr klerkastétt og réðist þá í þau stórræði að kaupa sér verslun- arpláss þar sem ekkert var: Bíldudal við Arnarfjörð. Á tveimur áratugum reisir hann staðinn til mikilla áhrifa, gerir hann að öflugum verslunarstað fyrir innflutning og útflutning, hrindir af stokkunum mikilli útgerð, stofnar prentsmiðju: býr til þorp. Þau hjónin Pétur og Ásthildur verða í framvarðarsveit íslenskrar höfð- ingjastéttar, eignast stóran hóp barna, og njóta virðingar og ástríkis alfra sem þau þekkja. Kaupmannahafnarár. Þegar Pétur er nær fimmtugur söðlar hann um, selur allar eignir sínar og flytur alla fjölskyldu sína til Kaupmannahafnar. Tilganginn segja menn þann að börn hans voru öll komin á skólaaldur og þau hjón- in vildu að þau nytu sem bestrar menntunar. Pétur heldur áfram að stunda viðskipti frá Kaupmanna- höfn. Hann gerist þátttakandi í stór- fyrirtæki, Miljónafélaginu ásamt Thor Jensen og þeir leggja í miklar framkvæmdir, reisa bryggju og vöruhús á Bíldudal, kaupa smærri verslunarfýrirtæki á Snæfellsnesi og Vestfjörðum, ráðast í að reisa að- stöðu í Viðey fyrir hafskip. Þrátt fyrir mikil tengsl og mægðir hættu þeir samstarfi um 1910. Heimkoma Fjölskyldu sína flytur hann heim 1910 og búa þau í Lækjargötu lOb. Pétur er aldrei aðgerðalaus: hann hefur rekstur báta frá Sandgerði og kaupir Íslensk-Færeyska verslunar- félagið 1909, aðstöðu á Tanganum í Vestmannaeyjum 1910, stofnar nýtt togarafyrirtæki og lætur smíða togara 1912. Hann stofnar félag til að byggja upp hafnaraðstöðu í Þor- lákshöfn 1913, stofnar veiðarfæra- verslunina Verðandi, og bræðslufyr- irtækið Bræðing með aðstöðu á Þor- móðsstöðum á mótum Skerjafjarðar og Ægissíðul915, reisir síldarstöð á Siglufirði sama ár. Sumarið 1916 sækir hann um leyfi til að reisa hús á lóðinni á Laufásvegi sem síðar varð nr. 46. Gæfuhjólið. Hann flytur með fjölskyldu sína í nýja húsið á Laufásveginum 1917. Það er stríð í Evrópu. Kolaskortur á íslandi. öll verslun er að leggjast í dróma. Veltuárin voru að baki, en hvem gat grunað að fall þessa volduga framkvæmdamanns yrði svo hátt: verðfall verður á íslenskum vörum í tugum prósenta 1920 og innflutningur dregst snarlega saman Erlendsson að enn stærra húsi. Hún er ekki merkt götu eða lóð og hafa menn því hrapað að þeirri niður- stöðu að Pétur hafi í upphafi ætlað sér að reisa enn stærra hús á þessum stað. Það er ólíklegt. Teikningin að stærra húsinu sem hér fylgir með er fyrir jafna lóð en ekki hallandi. Minna húsið er teiknað sumarið 1916, en það stærra í árslok 1919. Báðar teikningamar sýna aðeins þann glæsileik sem auðmönnum íslands þótti sjálfsagður fyrir átta áratugum. Þær em líka til marks um snilli Einars Erlendssonar, enginn getur borið í mót glæsilegu útliti bygginganna. Eftir lifir spurningin: ætlaði Pétur Thorsteinsson að ráðast í að byggja enn stærri villu í desember 1919? Var stórlæti þessa íslenska auðkýf- ings á hengiflugi gjaldþrotsins slíkt að hann vildi byggja stærri drauma- höll en þá sem hann bjó í á Laufás- vegi 46? Því verður seint svarað. Fallið. Fullveldisárið hefst, ógöngutím- inn í lífi þess athafhamanns: hann verður fyrir hverju áfallinu af öðm í atvinnurekstri sínum, verðfall á síld skellur á haustið 1919 og síldar- vinnsla hans fer fyrir htið, Miljóna- félagið stefnir í gjaldþrot og Pétur tapar öllu þar, en einnig gjaldþrot útgerðarfélagsins Hauks sem hann hafði stofnað 1919. Þau gjaldþrot em leidd til lykta veturinn 1922. Vorið 1923 er Pétur Thorsteinsson orðinn öreigi og flytur burt úr villu sinni við Laufásveg. Tengdasonur hans Ólafur Johnson kaupir fyrir þau hjón lítið hús í Hafnarfirði og þar bjuggu þau til dauðadags í sárustu fátækt. En fleira blés þeim í mót: þau missa dóttur sína Helgu frá 4 bömum 1918, Katrínu dóttur sína frá 7 börnum og Ólaf Bjömsson tengda- son sinn frá 4 börnum 1919, Gunnar son sinn úr berklum 1921 og þá er Guðmundur - Muggur - sonur þeirra orðinn veikur en hann deyr 1924. Framkvæmdastjóri Nýja Bíós Nágrannar Péturs, þeir Sturlu- bræður, og tengdasonur, Ólafur Johnson, höfðu 1914 ráðið ungan og dugmikinn mann sem fram- kvæmdastjóra að kvikmyndahúsi hér í bænum, Nýja Bíói, eins og það var kallað til aðgreiningar frá Gcimla Bíói sem var enn til húsa í Fjalakett- um leið. í verðlægðinni kemur til- boð frá frönsku rfkisstjóminni sem vill kaupa togara af útgerðarfýrir- tækjum. Lyktir verða þær að helm- ingur togaraflotans er seldur úr landi. Skýrar heimildir em fyrir því að íslendingar hafi verið þvingaðir til að selja skipin og kaupandinn ráðið verðinu. Hátt að rísa. í gögnum byggingarfulltrúans í Reykjavík um húsbygginguna em drög lögð með teikningu eftir Einar Stofumynd tekin I stóru stofunni Saloon eins og hún var kölluö á teikn- ingum - af sænskum Ijósmyndara 1950 Villan sem aldrei var I byggð. Teiknuð af Ein- ari Eriendssyni 1919. Husið eins og Einar teiknaði það sumarið 1916.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.