Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 26
26 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004
Helgarblað 0V
Ástandið í Rússlandi er viðkvæmt. Samkvæmt einfaldaðri mynd okkar á Vesturlöndum virðist oft sem
þar eigist annars vegar við óprúttnir peningamenn á borð við Mikhaíl Khodorkovskí og Roman
Abramovitsj, sem einskis svífast til að maka krókinn, og hins vegar hjartaprúður og óspilltur forsetinn,
Vladimír Pútín. En þegar Helga Brekkan brá sér frá Stokkhólmi til Moskvu komst hún að því að ástand-
ið er flóknara en svo. Hún heimsótti meðal annars ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Novæja Gaseta og
talaði við aðalritstjórann Dímitrí Múratov. Hann hefur ennþá meiri áhyggjur af einræðistilburðum
Pútíns en framgangi peningamannanna.
„Mundu að hlaupa alltaf yfir götur."
Þetta var það fyrsta sem sagt var við mig í Moskvu. Heilræði sem
auðvelt var að muna. Fyrir tuttugu árum voru það bara nokkrar
Volgur forystunnar og KGB sem sigldu eftir breiðum strætum
borgarinnar. í dag búa tuttugu milljónir í Moskvu og margir aka
greitt á eigin bíl. En aðrir eiga ekki til hnífs og skeiðar. Bflarnir
eru augljóst dæmi um þær gífurlegu andstæður sem einkenna
nú borgina.
Ég stend fyrir utan Lenínbóka-
safnið rétt hjá Kreml undir styttu af
Dostoévskí sem starir þungbúinn út
yfir bílafjótið. Sólin skín en kannski
gæti farið að rigna. Ég er að verða of
sein að hitta Dmitrí Múratov ristjóra
Novæja Gaseta . Hleyp yfir götuna
... alvöru rússnesk rúlletta! Þrátt fyr-
ir hina háskalegu umferð tókst mér
að koma tímanlega á blaðið og var
tekið á móti mér með veitingum af
hinni alkunnu rússnesku gestrisni.
Það er því miður fleira en um-
ferðin sem vekur ugg í brjóstum
Rússa í dag. Tjáningarfrelsið í hinu
nýja lýðræði landsins stendur völt-
um fótum
Margir vilja blaðið feigt
Blaðið Novæja Gaseta var stofn-
að árið 1993. Nafnið þýðir einfald-
lega „Nýja blaðið“. Það kemur út
tvisvar í viku í 670 þúsund eintökum
og fjallar um pólitísk, félagsleg og
menningarleg málefiii. Blaðamenn
Novæja Gaseta hafa til dæmis skrif-
að mikið um peningaflæðið út úr
Rússlandi, tengsl skipulagðrar glæp-
astarfsemi og lögreglu og um stjórn-
mál og spillingu yfirleitt. Með þeim
árangri að Novæja Gaseta er eitt
þeirra blaða sem ýmis öfl í Rússlandi
vildu helst að gufitðu upp.
Þann 15. mars árið 2000 brutust
tölvuþrjótar inn í tölvukerfi blaðsins
og tókst að eyða öllu efni sem átti að
birtast í næsta tölublaði. Greinar
sem þurrkaðar voru út voru um
tengsl stjórnmálamanna við pen-
ingamenn í aðdraganda forseta-
kosninga sem þá stóðu fyrir dyrum.
Meðal margra blaðamanna sem
skrifa fyrir Novæja Gaseta er Anna
Politkovskæja. Hún hefur ferðast
mikið til Tsjetsjeníu og skrifað um
stríðið þar sem nú hefur staðið í tíu
ár. Stríðið þar sem 75 þúsund rúss-
neskir hermenn eiga í höggi við
3.000 tsjetsjenska skæruliða.
Liðsforinginn sem bjargaði
lífi vistmanna elliheimiTis
Anna hefur gefið út bók um ferð-
ir sínar til Tsjetsjeníu sem kom út á
ensku í fyrra undir heitinu A Small
Comer of Hell, Svolítið hom í hel-
víti. Þar segir hún meðal annars frá
árás rússneska hersins á Grosní,
höfuðborg Tsjetsjeníu, árið 1999. Yf-
irmenn hersins höfðu ekki veitt því
athygli að í eldlínunni var elliheimili
með 89 vistmönnum. Enginn virtist
hafa rænu á að gera þeim neitt til
bjargar en þá gaf liðsforinginn Mo-
hammed Jandíev sig fram og óskaði
leyfis til að reyna að bjarga gamla
fólkinu. Hann fékk sex hermenn
með sér og í þrjá daga skriðu þeir
um götur Grosní, undir skothríð
skæruhða, þangað til þeir komust
inn í hverfið Katajama þar sem elli-
heimilið var. Gamla fólkið var þá að
deyja úr hungri af því rússneski her-
inn hafði gleymt tilveru þess.
Jandíev og félagar náðu að bjarga
öllum úr eldlínunni. Aðeins ein
kona lést en hún fékk hjartaáfall.
„Fólkið er enn að senda mér bréf
og kort á hátíðisdögum. Ég man ekki
einu sinni hvað þau heita. En þau
muna eftir mér og þau skrifa," segir
Jandíev hógvær í bókinni. Anna seg-
ist hafa þurft að draga þessi orð upp
úr honum. Hann vildi sem minnst
um affek sitt tala, sat bara og hrærði
í köldu teinu sínu.
Hetjan fær enga orðu
Síðan lýsir hún því þegar hún fór
til Moskvu til að vita hvers vegna
Jandíev væri ekki búinn að fá orðu
fyrir hetjudáðina eins og honum
hafði verið lofað. Lýsingin á rann-
sókn hennar á hinni týndu orðu
hetjunnar er eins og að fara aftur í
tímann. Hún fær þau svör að allar
upplýsingar um málið séu einungis
„tU opinberra nota". Það var vinsælt
orðalag á tímum Sovétríkjanna. Nið-
urstaða hennar er sú að þeir her-
menn sem „standa sig“ við að myrða
og drepa nógu marga í Tsjetsjeníu
séu fljótir að fá bæði orður og titla
ffá Pútín. En Mohammed Jandíev,
hinn ingúsetíski liðsforingi í rúss-
neska hernum, hann hvorki nauðg-
aði né drap nokkurn mann. Hann
bjargaði bara lífi 88 gamalmenna.
Fyrir svoleiðis verk fær enginn
stöðuhækkun í hernum og hvað þá
orðu. Tilnefning hans til hetjuorðu
Rússlands frá árinu 2000 er horfin í
skýrsluhaug í Moskvu þar sem gaml-
ir starfshættir hafa verið teknir upp
að nýju.
Veggi húsnæðis Novæja Gaseta
prýða ljósmyndir af þekktum ein-
staklingum úr sögu Rússlands og
Sovétríkjanna. Fyrir utan skrifstofu
aðalritstjórans Dmítrís Múratov
hangir til dæmis ljósmynd af Andrei
Sakharov eðlisfræðingi og kunnasta
andófsmanni Sovétríkjanna. Þetta
er fyrsta og frægasta myndin sem
tekin var af Sakharov eftir að Mikhail
Gorbatsjov leysti Sakharov úr stofu-
fangelsi sínu í borginni Nisjní
Novgorod árið 1986. Inni á skrifstof-
Hann fékk sex her-
menn með sérogí
þrjá daga skriðu þeir
um götur Grosní, und-
ir skothrið skæruliða,
þangað tilþeir
komust inn í hverfið
Katajama þar sem elli-
heimilið var. Gamla
fólkið varþá að deyja
úr hungri afþví rúss-
neski herinn hafði
gleymt tilveru þess.
unni hangir svo mynd af Gorbatsjov
með hundinum sínum. Hún er gjöf
til Múratovs ffá Gorbatsjov sjálfúm.
Ritstjórinn nýkominn frá
íslandi
■ Múratov, sem hélt að ég væri
sænsk, verður hissa þegar ég segist
einnig vera að skrifa um heimsókn
mína í íslenskt blað.
„Hvað segirðu, ertu frá íslandi?"
spyr hann. „Ég var á íslandi bara um
daginn. Þar voru menn alltaf að