Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 48
c
48 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004
Sport DV
CjjK
V
í SJÓNVARPINU
Blackbum-Man.Utd.
Ekki batnar ástandið hjá Graeme
Souness í dag. Fjórir leikir án sigurs
og botnsætið staðreynd eftir stórtap
íyrir nágrönnunum í Manchester.
Nú hlýtur hann að trompast og
verður lagður inn. Lau. Skjáreinn kl. 11.45
Chelsca-Southampton
Ástarsamband Eiðs Smára og
Mourinho riðar til falls eftir að Jose
skilur Eið eftir á bekknum annan
leikinn í röð. Eiður Smári kveikir
aftur eldinn með því að koma inná
og Skora tvö. Lau. Skjár einn kl. 14
Norwich-Arsenal
Arsenal-liðar eru vísit til þess að
fara illa með nýliðanna sem fannst
stórt stökk að fara upp í úrvals-
deildina en gleyma kannski að
stærsta stökkið er að fara að spila við
besta lið Bretlandseyja.
Lau. Skjár einn kl. 16.10
Bolton-Llverpool
Bolton spilar vel eða illa á víxl og
Liverpool-menn verða heppnir og
hitt á einn af slæmu dögum. Stóri-
Sam brjálast og Guðni fær enn eitt
símtalið. „Nei, Sam, ég er hættur".
Sun. Skjár einn kl. 15
Aston Villa-Newcastle
Það gengur allt á afturfótunum
hjá Bobby Robson og lærisveinum
hans í Newcastle. Liðið glutrar niður
forustu leik eftir leik og allir í
Newcastíe eru farnir að leita af
elliheimili fýrir karlinn. Aston Viila
nýtir sér rótíeysi Newcastíe og
vinnur góðan heimasigur. Bobby
karlinn sættir sig ekki við slæma
byrjun og sest í helgan stein.
Everton-WBA
Jafritefli, nei ég er bara að giska.
WBA hefur sett stefnuna á metið yfir
flest jafntefli í sögu úrvalsdeild-
arinnar og þessi leikur verður engin
fyrirstaða þar. 4 jafntefli í 4 leikjum -
metíð er komið í mikla hættu.
Man. Clty-Charlton
Kevin Keegan er búinn að gera
ráðstafanir til þess að sjá leikinn og
situr nú á barstól með lítið
sjónvarpstæki sér við hlið til öryggis.
Því miður fýrir City þá virðist það
skipta litíu máli hversu mikið
Keegan sér af leiknum. Charlton
vaknaði upp við vondan draum í
Með
stærsta
hjartað
n
LIÐIÐ MITT
15
Þorkell Máni Pétursson, um-
boðsmaður rokkhljómsveitarinnar
Mínus, er mikill aðdáandi Leeds
United.
„Ég sá einu sinni Leeds tapa fyrir
Liverpool 5-4. Þeir voru undir 4-0 í
hálfleik en komu svo sterkir til leiks í
seinni hálfleik," segir Máni, eins og
hann er gjarnan kallaður. „Ég byrj-
aði að halda með þeim af því að
þetta var svo mikið baráttulið."
Ári síðar varð Leeds meistari. „Þá
voru leikmenn á borð við McAllister
og Strachan í liðinu. Eric Cantona
var þarna líka en hann átti ekki mik-
inn þátt í að við unnum titilinn,"
segir Máni og bætir við. „Það eina
sem er öruggt með mig og fótbolta
er að ég er harður Leedsari.
Máni fór í fyrra í pílagrímsferð á
Ellan Road, heimavöll Leeds, ásamt
rokkurunum í Mínus.
„Þá hittum við Alan Smith og
fengum mynd af okkur með honum.
Við buðum honum á tónleika en
hann mátti ekki fara út svo hann
bauð okkur á leikinn í staðinn.
Frosti, gítarleikari Mínus, er einnig
harður Leedsari og við fengum
mynd af okkur með honurn," segir
Máni sem grætur það sáran að
Smith hafi verið seldur til Manchest-
er United.
„Það var hrikalega sárt þegar
hann fór enda er hann besti leik-
maður í heimi. Ég varð að hugsa
hvað væri honum fyrir bestu en þú
sérð hann aldrei brosa þegar hann
skorar fyrir United," segir Máni.
Umboðsmaðurinn segir að leik-
menn Leeds séu mjög hollir félag-
inu. „Þegar Smith fór til United gaf
hann félaginu þann hluta kaup-
verðsins sem hann átti að fá. Sömu
sögu er að segja af James Milner
þegar hann fór til Newcastíe."
Máni segist vissulega hafa orðið
fyrir vonbrigðum
þegar Leeds féll
niður í 1. deild.
„En það er bara
tímabundið. Við
erum ennþá besti
klúbbur í heimi
með stærsta
hjartað."
Er komínn timi á þig?
LowCarb
Léttur lífsstíll
www.lowcarb.is
BOLTINN EFTIRVTNNU
Kapphlaupið um Wayne Rooney stendur sem hæst. Manchest-
er United hefur boðið 25 milljónir punda auk David Bellion.
Newcastle er einnig á höttunum eftir framherjanum snjalla.
toiniy vil í
OldMrd
ast á Old Trafford. Hann hefur því
neitað að skrifa undir nýjan samn-
ing við Everton. Kenwright segist
hins vegar ekki tilbúinn selja hann á
útsöluverði."
Wayne eftirsóttur
Rooneyvill spila
Utd.
Manchester United er að undirbúa 25 milljón punda boð í fram-
herjann Wayne Rooney hjá Everton, auk þess sem liðið fengi
David Bellion í kaupbæti. United hafði boðið 20 milljónir í
ensku súperstjörnuna en stjórn Everton hafnaði því. Nú ætla
rauðu djöflarnir að gera hvað sem þeir geta til að landa
stráksa.
David Moyes, knattspyrnustjóri
Everton, var á Old Trafford þegar
hinn franski Bellion sýndi snilldar-
takta gegn Dinamo Búkarest í for-
keppni Meistaradeildar Evrópu.
Hann kom inn á sem varamaður og
skoraði annað markið sitt í viður-
eign liðanna.
Heimildir herma þó að Moyes
vilji fá írska landsliðsmanninn John
O’Shea í staðinn. O’Shea þarf að
berjast fyrir sæti sínu í byrjunarlið-
inu þegar Gabriel Heinze kemur aft-
ur eftir Ólympíuleikana þar sem
hann hefur leikið með argentínska
landsliðinu og svo getur farið að
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
United, sé tilbúinn að láta O’Shea
fara.
Everton ætíar að reyna fá eins
mikið og það getur fýrir Rooney
áður en leikmannaglugginn lokast á
fimmtudaginn kemur. Fjárhagur
liðsins hefur þó batnað til muna eft-
ir að rússneski auðjöfurinn Anton
Zingarevich, setti peninga inn í liðið
og vill stjórnin meina að þeir þurfi
ekki að selja Rooney.
„Við þurfum ekki að selja Roon-
ey," sagði Bill Kenwright, stjórnar-
formaður Everton. „Við erum við
það að tryggja
framtíðina."
Fleiri lið
eru á höttun-
um eftir
Wayne
Rooney en
Newcastle
United
bauð
einnig
tutt-
ugu
millj-
ónir
punda
leik-
manninn.
Þeir hækkuðu
síðan boðið um
3,5 milljónir en
því var hafnað.
Rooney
minna en tvö ár
eftir af samningi
sínum og vill
ólmur kom-
Fleiri Spánverjartil Arsenal
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, er við það að ganga
frá kaupum á Miguel Angulo hjá
Valencia fyrir 2,7 milljónir punda.'
Wenger verður nú að bíða og vona
eftir að Cladio Ranieri, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Chelsea, sam-
þykki boðið í hinn 27 ára gamla mið-
vallarleikmann.
Angulo, sem á aðeins ár eftir af
núverandi samningi og hefur hafnað
nýjum, hefur lýst þvf yfir að hann vilji
komast til Arsenal. Wenger hefur
mikirm hug á að fá kappann til sín en
þá yrðu Spánverjarnir í herbúðum
Arsenal fjórir talsins en Angulo
myndi hitta fýrir Jose Reyes, Francesc
Fabregas og markvörðinn Manuel
Almunia. Þeir Reyes og Fabregas
hafa þegar slegið í gegn hjá liðinu.
Wenger teiur að reynsla Angulo í
Evrópukeppni getí komið Arsenal til
góða en liðið á enn eftir að vinna
Meistaradeild Evrópu.
Angulo hefur eytt sjö árum hjá
Valencia en liðið vann meðal annars
spænsku deildina og Evrópukeppni
félagsliða.
Nýr maður Arsene Wenger er við það að
ganga frá kaupum á Miguel Angulo.
fýrsta leik en hefur síðan verið á
hraðri uppleið. Þrjú stig í viðbót hér.
Middlesbrough-C. Palace
Mark Viduka er mættur í sóknina
við hliðina á Hasselbaink og setur
tvö mörk í öruggum heimasigri,
nýliðarnir eru dæmdir til að falla frá
fyrstu umferð og Boro sýnir þeim
enga miskunn í þessum leik.
Tottenham-Birmingham
Það hefur verið margt jákvætt í
leik Tottenham engin risastökk en
liðið er og verður enn taplaust eftir
heimsókn Birmingham.
1
£ REMBINGURINN
Er Arsenal ósigrandi í enska
boltanum. Liðið hefur ekki tapað í
43 leikjum í röð og hefur unnið þrjá
fyrstu leiki tímabilsins með
markatölunni 12-4.
Sígandi lukka er best
„Það liggur við að Arsenal sé
ósigrandi. En það er þó ekki alveg
þannig," segir knattspyrnumaður-
inn Reynir Leósson. „Ég held að það
sé alveg hægt að vinna Arsenal en til
þess þarf liðið að eiga slæman dag
og andstæðingarnir þurfa að eiga
frábæran dag. Það er ekkert lið
ósigrandi."
Reynir, sem hefur leikið stórt
hlutverk í vörn Skagamanna í sum-
ar, er harður stuðningsmaður
Manchester United. Hann hefur þó
hrifist af leik Arsenal. „Ég er gríðar-
lega hrifinn af þessu liði. Það er ann-
að hægt en að hrífast af þessari
glæsilegu spilamennsku og það er
gaman að horfa á það," segir Reynir
sem telur þó að Manchester United
eigi eftir að veita Arsenal harða
keppni. „Sígandi lukka er best og
United á eftir að koma sterkt inn
núna og taka titilinn. Arsenal fer að
gefa eftir finnst liðið er búið að slá
þetta met."
Reynir telur að vömin sé veikleiki
Arsenal, sérstak-
lega þegar Sol
Campbell er fjarri
góðu gamni. „Ég
myndi halda að
vörnin væri
veikasti hlekkur-
inn. En það virð-
ist ekki skipta
máli því liðið
fékk þrjú mörk
á sig um
daginn en
skoraði i
bara fimm í
staðinn."
Einfalt og hratt spil
Jón Víkingur er formaður
Arsenal-klúbbsins á fslandi og var
slfyjum ofar þegar DV sló á þráðinn.
„Ég er nýkominn af Highbury þar
sem ég var viðstaddur 5-3 sigur á
Middlesbrough" sagði Jón. Leikur-
inn var þó ekki eini tilgangur ferðar-
innar því klúbburinn fer árlega til
Englands með hóp af ungum ís-
lenskum knattspyrnumönnum. „Við
höfum gert þetta í töluverðan tíma
og það er skemmtilegt að segja frá
því að krakkarnir unnu leik gegn
Englendingum” sagði Jón stoltur.
David Dein, einn af forráða-
mönnum félagsins, kom í heimsókn
og sleit skólanum þarna úti og fengu
krakkarnir að bauna á hann spurn-
ingum.Hann var spurður hvort liðið
gæti nokkuð tapað Ieik. Svarið var að
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, vildi að menn hefðu hlutina
einfalda og væru snöggir að því.
Arsenal-aðdáendur eru náttúru-
lega himinlifandi með nýslegið met
liðsins. Jón hlær við þeirri spurningu
hvort liðið ættí ekki bara að setjast í
helgan stein, fyrst að enn eitt metið
hefði verið slegið. „Nei, alls ekki.
Þetta er síbreytilegt og tekur sífellt á
sig nýja mynd. Það er frábært að fá
að fylgjast með þessu mikla starfi
sem Arsenal vinnur" sagði Jón Vfk-
ingur, og er ástríðan uppmáluð.