Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV í gæslu eftir LSD-smygl Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna umfangsmikils smygls á LSD sem upp komst í síðustu viku. Ffkniefnin komu hingað til lands með póst- sendingu ff á Hollandi og var sá þrítugi handtekinn íVestmannaeyj- um á föstudag. Hann er þó ekki heimamaður þar og var í heimsókn í Eyjum er hann var handtekinn úti á miðri götu. Viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá fíkniefna- lögreglunni en það var vegna minniháttar mála í saman- burði við þetta. Sjálfstæðis- flokkurinn klofinn Á föstudaginn var skrifaði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar undir samning við Sólar ehf. þess efriis að fyrir- tækið tæki við rekstri á ræstingum á stofnunum bæjarins. Málið var mjög umdeilt í Hafnarfirði þar sem Verkalýðsfélagið Hlíf hélt því fram að tugir myndu missa vinnu við útboöið. Bæjarstjórn samþykkti samninginn en Sjálfstæðisflokkurinn var tvíklofinn í málinu. Einn bæjarfuiltrúi Sjálfstæðis- flokks greiddi atkvæði á móú, einn sat hjá og rest- in samþykkti. Bráðnun Norðurpólsins? Sigurður Þ. Ragnarsson veöurfræðingur „Þetta erþróun sem því miöur getur haft í för með sér alvar- legar afleiðingar fyrir llfið á jörðinni. Mlnar áhyggjur bein- ast líka að þvl að við, það er mannkynið, séum ekki nógu dugleg að bregðast við hlýnun loftlags á jörðinni. * Hann segir / Hún segir „Ég hefáhyggjur afhlýnun loftslags og Norðurpóllinn er þar innifalinn. Mér fínnst Is- lensk stjórnvöld fullsofandi gagnvart þeirri vá sem heims- byggöinni stafar af þessum breytingum. Það er líka skelfi- legt að heyra nýjan umhverfís- ráðherra tala um að þessar breytingar hafí eitthvað já- kvætt I för með sér. Ég vona að sú yfirlýsing sé ekki fyrirboði þess sem koma skal frá um- hverfisráðherra." Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Skattasérfræðingurinn Edwin George Shelton stefnir Indriða H. Þorlákssyni ríkis- skattstjóra fyrir meiðyrði í blaðaviðtali. Shelton sættir sig ekki við að vera kallað- ur sérfræðingur í skattasniðgöngumálum. Indriði H. telur málið léttvægt og hlægilegt og neitar að biðjast afsökunar á ummælunum Dansknr skattaráðgjali stefnir ríkisskattstjnra fyrir meiðyrði „Þarna eru engar stórfelldar ásakanir eða persónulegar aðdróttanir á ferðinni". Danskur sérfræðingur í skattamálum, Edwin George Shelton, hefur stefnt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra vegna meið- yrða. Tilefnið eru ummæli ríkisskattstjóra í blaðaviðtali þar sem hann kallaði Danann sérfræðing í skattasniðgöngumálum. Mál Danans á hendur rfkisskatt- stjóra verður tekið fyrir hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag, mánudag. Krafa danska skattasérfræðingsins, sem hefur haldið námskeið, er sú að ummæli Indriða þar sem hann lýsti Dananum, að vísu án þess að nafn- greina hann, sem sérfiræðingi í skattasniðgöngumálum verði dæmd dauð og ómerk. Þá vill Daninn að auki að Indriði verði dæmdur til bótagreiðslu fyrir ummælin sem birtust í Morgunblaðinu 19. desem- ber 2003: „Það kemur nokkuð á óvart að þeir láti svo sem þeim sé ókunnugt um starfsemi af þessum toga, einkum með tilliti til þess að einn þeirra, þ.e. framkvæmdastjóri Sambands viðskiptabanka og fjár- málafyrirtækja, skrifaði fyrir nokkr- um árum grein ásamt þekktum dönskum sérfræðingi í skattasnið- göngumálum, þar sem beinlínis eru gefnar leiðbeiningar og lagt á ráðin hvernig megi færa fé skattfrjálst úr landi. Því má kannski bæta við að það fór nú kannski ekki svo vel fyrir þessum danska ráðgjafa eða ráð- Jakob R. Möller Sækirmálið fyrirDanann. gjafafyrirtæki því það lenti í hremmingum vegna starfsemi sinn- ar í Danmörku," segir Indriði í viðtalinu. Indriði sagði við DV að hann teldi mál þetta léttvægt og jafnvel hlægilegt. Hann telur litl- ar líkur á að verða dæmd ur. „Þama em engar stór- felldar ásakanir eða persónulegar að- dróttanir á ferð- inni. Umboðs- maður Danans krafðist afsökun- arbeiðni sem ég sá ekki tilefni til að verða við,“ segir hann. Indriði segir málið í höndum lögfræðings síns, Magnúsar Thoroddsens. Þrátt fyrir að hafa ekki nafn- greint Edwin Ge- orge Shelton, seg- ist hann vissulega hafa átt við danska skattasérfræðing- inn. „Ég nafngreini hann ekki í Morgun- blaðinu en ég hafna því alls ekki að eiga við hann,“ segir Indriði. Jakob R. Möller er lögmað- ur Danans. Indriði H. Þorláksson Danskur sérfræðingur I skattamálum stefnir honum fyrirHéraðs- dómi Reykjavíkur og vill bætur vegna meiðyrða. Ríkisskattstjóri er áhyggjulaus vegna málsins. rt&dv.is Auðmannsíj ölskylda dregur Kvennaathvarfið enn fyrir dóm Heimta 1600 þúsund í húsaleigu í dag verður tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur mál Víðis ehf. gegn Samtökum um kvennaathvarf. Víðir er í eigu syskinanna sem eru erfingjar Einars Sigurðssonar stórút- gerðarmanns í ísfélagi Vestmanna- eyja, oftast kallaður Einar ríki. Systk- inin krefjast þess að kvennatahvarf- ið greiði gjald fyrir þá mánuði sem samtökin voru í húsinu að Öldugötu 2 eftir að dómstólar höfðu dæmt húsið af kvennaathvarfinu og hendur ísfélagserfingjanna. Samtals mun krafa ísfélags- fjölskyldunnar nema um 1600 þúsund krónum fyrir tæplega fjögurra mánaða tímabil frá nóvember 2001 til febrúar 2002. Kvennaathvarfskonur voru mun lengur að rýma húsið en þær höfðu heim- ild fyrir. Sjálfar báru þær við erfið- leikum við að finna nýtt hentugt húsnæði. Systkinin töldu samtökin hafa dvalið í húsinu langt umfram eðlilegan frest sem þeim hafi verið veittur. Bjarni Eiríks- son, lögmaður Víðis ehf., segir þetta mál eitt af mörgum sem tengist fast- Ágúst Einarsson Ágúst Einarsson og systkini hans kröfuðust þess að neyta forkaupsréttar eftir að Kvenna athvarfið hafði keypt Öldugötu 2 með fimm milljóna króna afslætti af Karmel/tu-nunnureglunni. eignamálum kvennaathvarfsins. „Þetta endaði með því að systkin- in kröfðust útburðar og því máli lauk í febrúar 2002. Enginn útburður varð þar sem Kvennaathvarfið af- henti þeim húsið," segir Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Samtaka um kvennaathvarf. Krafa ísfélagssystkinanna byggir á því að greiða skuli 355 þúsund króna mánaðarleigu. Þess utan eru dráttarvextir og fleira. Þessari kröfu hefur kvennathvarfið alfarið hafnað. „Það er ekki til neinn leigusamn- ingur á milli aðila. Kvennaathvarfið ____________ákvað samt að koma á móts við systkinin og greiða þeim 600 þús- und krónur þar sem þau höfðu getað orðið fyrir einliverju tjóni vegna þess hve húsið var afhent seint. Reyndar hafa systk- inin aldrei sýnt fram á að þau hafi orðið fyrir neinu tjóni vegna þessa," segir Heimir Örn. Við það að nýta sér forkaupsrétt- inn að Öldugötu 2 nutu ísfélags- systkinin 5 milljóna króna afsláttar sem nunnureglan Karmeh'ta hafði veitt Kvennaathvarfinu við sölu á húsinu á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.