Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 25 , Tvæn bjartar vonir i modelbran$aiuim Sukkið er aOallega i biomyndunum Sara Karen Þórisdóttir og Soffía Dóra Jóhannsdóttir eru sextán ára gamlar fram- haldsskólastúlkur. Sara er í Versló og Soffía í MR. Þær voru uppgötvaðar af Eskimo models og býðst nú báðum að reyna fyrir sér sem fyrirsætur í Evrópu. Soffía Dóra Hæð: 180 Barnnur: 82 Mittismál: 62 Mjaðmir: 90 Skóstærð: 40 Hár: brúnt ftugu:brún Myndir út módel- möppu Söru Karenar sara Ka ren Wrisddttir Haeð: 173 Barmur: 78 MitWsmáJ; 61 Mjaðmir: 87 Skóstaerð: 39 Hár: skollitað Augu.ljósbrún Sofft'a og Sara eru báðar ósköp eðlilegar, fyrirmyndarstúlkur og góðir námsmenn. Hvorugri þeirra datt í hug að þær ættu nokkurn tíma eftir að eiga kost á að fara til Evrópu, búa í London, París eða Mílanó, sitja fyrir hjá frægum ljósmyndurum, ganga á „catwalkinu", verða módel. Nú hafa dyrnar opnast fyrir þeim. Módelskrifstofur erlendis berjast um þær, þeim stendur til boða að fara utan næsta sumar og reyna fyr- ir sér í hinum harða heimi tískufyrir- sætunnar. Hvernig gerðist þetta og hverjar eru væntingarnar? Uppgötvaðar í Kringlunni Soffia Dóra: „Ég var bara að labba í Kringlunni, ég var inni í Polarn og Pyret bara eitthvað að skoða. Svo gekk upp að mér kona frá Eskimo models og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að prufa að láta taka mynd- ir af mér. Ég var á fimmtánda ári þá. Ég var ekki alveg viss fyrst, ég hafði aldrei litið á mig sem eitthvað mód- el. Ég leit á þetta sem hrós en þurfti aðeins að hugsa mig um.“ Sara Karen: „Ég var líka í Kringl- unni. Það var tískusýning þar, svona tískusýning frá módelnámskeiði hjá Eskimo. Nokkrar vinkonur mínar höfðu farið á námskeið og voru að sýna. Ég var að horfa á þær á tísku- sýningunni. Á miðri sýningunni kom til mín kona sem bauð mér að koma í myndatöku. Ég man ég hugs- aði bara: Ha, ég?“ Soffia Dóra: „Já, ég hugsaði það eiginlega líka, ég vissi alveg að ég er hávaxin en ég hafði aldrei pælt í að ég væri módeltýpa eða svoleiðis." Eftir svolitla umhugsun létu þær slag standa og fóru í prufumynda- töku hjá Eskimo models. Prufu- myndatökurnar tókust svo vel að þeim var báðum boðið að taka þátt í Fordkeppninni, sem er aðalstökk- pallurinn fyrir íslenskar stelpur til útlanda. Soffia Dóra: „Við mættum á æf- ingar og lærðum að ganga og fleira fyrir keppnina. Þrjár vikur fyrir keppnina æfðum við þétt og lærð- um hvernig keppnin mundi fara fram.“ Menntun er mikilvæg Þær vöktu báðar mikla athygli á keppninni, Soffía Dóra lenti í öðru sæti en Sara Karen komst ekki í efstu þrjú sætin. Sofffa er að öllum líkind- um á leiðinni til Mílanó næsta sum- ar þar sem hún mun reyna fyrir sér og Söru Karen stendur margt til boða, nóg er af stofum sem vilja fá hana til sín næsta sumar. Andrea Brabin hjá Eskimo segir að þær séu meðal þeirra efnilegustu á landinu í dag og geti gert það gott úti ef þær hafa karakterinn í þetta. Þær ertu greinilega spenntar fyrir að prófa þetta líf en eru þó jarð- bundnar og gera sér engar vonir um að vera súpermódel. Sara Karen: „Það eru náttúru- lega milljón stelpur á okkar reki að reyna að meika það, ég er bara ein af milljón, þannig að líkurnar á að maður verði eitthvað eru kannski ekki miklar, en það væri gaman að prófa og sjá hvort maður hefði það sem þarf.“ Þær segjast ekki tilbúnar til að hella sér út í módelbransann af lífi og sál fyrr en þær klára framhalds- skólann en viðurkenna þó að gaman væri að prófa að búa úti lengri tíma þegar stúdentsprófið er komið. Soffia Dóra: „Ég mundi vilja klára framhaldsskólann, mér finnst menntun mjög mikilvæg. Maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa. Það eru svo margir sem setja námið til hliðar og klára það svo aldrei. Mér finnst ekkert sniðugt að fara út, hætta í skólanum og koma svo kannski heim með skott- ið á milli fótanna 25 ára ómenntað- ur.“ Sara Karen tekur undir með Soffíu og bætir við að þær verði ekki nema nítján- tuttugu ára þegar þær klára framhaldsskól- ann og það sé ekkert svo hár aldur og bendir á að Naomi Campbell sé að verða fertug og enn eitt heitasta módelið. Séð og heyrt stelpurnar vin- sælli hjá strák- unum Sara Karen: „Það er líka fullt sem er hægt að gera hér á landi sem módel þó það séu kannski ekki nærri eins há laun í boði. Ég held það sé gott að safna í möppuna og vinna hér á landi fyrst um sinn. Samt langar mig mikið til að prófa að fara út í sumar og gá hvað gerist." Soffía og Sara segjast ekki finna fyrir aukinni karlhylli þrátt fyrir að þær séu módel, hafi verið í Ford-keppn- inni og standi til boða að fara út í að módelast. Sara Karen: „Ég held að fyrirsæt- ur þurfi ekkert endilega að vera endilega svona sykursætar og snoppufríðar, ég held að það sé meira verið að leita að einhverju sérstöku í hvert skipti. Séð og heyrt stúlkurnar, sem hafa metnað fyrir að vera á bikiníinu aftast í Séð og heyrt eru kannski miklu sætari en módel sem eru að meika það í París eða New York og eru kannski vin- sælli hjá strákunum. Fólk hefur bara mismunandi smekk. Sem bet- ur fer.“ Maður þarf að vera opinn og með bein í nefinu Mynduö þiö sitja fyrir fáklæddar? Soffla Dóra: „Nei, alls ekki. Alla- vega ekki bara til að vera fáklædd á einhverjum gellumyndum. En mér mundi finnast allt í lagi að vera fá- klædd ef það væri eitthvað „glam- orous" sem þjónar einhverjum til- gangi, eins og að vera með bert bak- ið í einhverri rándýrri „designer" flík. Það skiptir öllu máli hvert um- hverfið er, og hvert það fer.“ Sara Karen: „Andrea og þær hjá Eskimo velja líka bara réttu skrif- stofurnar. Þær passa okkur alveg og hafa umsjón með módelum sem eru sendar út. Það er mikið öryggi í því.“ Maður heyrir mismunandi sögur úr módelheiminum, kampavín, kókaín og gamlir kallar, eöa er það kannski bara íbíómyndunum? Soffia Dóra: Maður hefur svo sem heyrt einhverjar tröllasögur um eitthvað sukk og svo- leiðis, en ég held að það sé aðallega í bíómyndunum. Þær stelpur sem hafa farið út og ég þekki til hafa bara unnið voða mikið og haft rosalega gaman í góðum félagsskap. Enda held ég að það sé algerlega undir manni sjálfum komið hvað maður gerir. Það er alveg hægt að fara í partí ef maður er boðinn, hvort sem það er úti eða bara hérna heima, og skemmt sér og kynnst fólki án þess að það sé eitthvað sukk.“ Sara Karen: „Ég efast um að mód- el komist nokkuð áfram ef hún húk- ir bara heima og horfir á vídeó þegar hún er í einhverri borg að vinna. Ég held að maður verði að vera opinn, hafa bein í nefinu og kynnast fólki til að eiga einhvern möguleika." SjáiÖ þið ykkur fyrir ykkur á for- síöu Elle eða Vogue á næstunni? Soffia Dóra: „Nei. Allavega ekki nærri því strax. Ég held að maður þurfi að vera alveg hundrað prósent í þessu til að eiga minnsta mögu- leika í svoleiðis. Þetta verður bara allt að koma í ljós. Þetta er allt opið ennþá." Sara Karen: „Já, maður veit ekk- ert hvað gerist. Ég ætía bara að gera mitt besta og sjá hvað verður." mp@dv.is Myndir ur módel- möppu Soffíu Dóru * V t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.