Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 11 Innbrot í bifreið Brotist var inn í bifreið á Akranesi aðfararnótt sunnudagsins og þaðan stolið hljómflutningstækj- um. Að sögn lögreglunnar var brotin hliðarrúða í bíln- um og þannig farið inn í hann en bfllinn stóð við Vesturgötuna. Að öðru leyti fór helgin fram að mestu í friði og spekt á Akrarnesi. Össur Skarphéðinsson, formaöur Samfylkingarinnar, segir trúnaöarbrest hafa orð- ið á milli Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns útvarpsráðs, og Alþingis íslendinga. Össur segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að sjá sóma sinn í því að láta for- manninn víkja. Um sé að ræða atburð sem ekki sé hægt að verja. SjáFfstæðistlokkurinn skipti lormanni útvarpsráðs út Ökumaður með am- fetamín Meðal mála sem komu upp hjá lögregl- unni í Hafnarfírði að- faranótt sunnudagsins voru afskipti af tvítugum ökumanni í Garðabæ en við skoðun reyndist hann hafa lítilræði af ætíuðu amfetamíni í fór- um sínum. Að sögn lög- reglunnar var mannin- um sleppt eftir yfir- heyrslur um nóttina og málið telst upplýst. Ffkniefnin munu hafa verið til einkaneyslu. Unglingar með óspektir Helgin var róleg hjá lög- reglunni í Keflavík. Aðfara- nótt sunnudagsins var til- kynnt um hóp unglinga á gæsluvellinum við Heiðar- ból í Reykjanesbæ. Lögregl- an fór á staðinn, voru ung- mennin þá farin en eftir þau mátti sjá brotnar bjór- flöskur og ælu. Þar að auki var búið að brjóta rúðu á vesturhlið hússins. Þeir sem geta gefið upplýsingar um rúðubrotið eru hvattir til að láta lögregluna í Keflavík vita. msi' ' „Hann greinir bersýnihga ekki á milii hlutverks sins sem formanns tíl _ __ ráðs annars vegar og sem valdc manns í atvinnulífinu hins vegar/ Í3SEISÍ Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson Formaður útvarps- ráðsýtti undir upp- byggingu samkeppn- isaðila Ríkisútvarps- ins og á því að vikja segir formaður Sam- fylkingar. Össur Skarphéð- p&jfc « insson Segirtrúnað- arbrest hafa orðið á milli formanns út- varpsráðs og Alþing- is íslendinga. „Það er lítUl vafl í minum huga að það hefur orðið trúnaðarbrestur á milli formanns útvarpsráðs ogAlþing- is íslendinga sem kaus hann til setu í útvarpsráði. Ég tel að þama hafi hann farið yfir heimil mörk og eigi að segja af sér. Ef hann gerir það ekki á Sjáíf- stæðisflokkurinn að skipta honum út,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfýlkingarinnar, um að- komu Gunnlaugs Sævars Gunnlaugs- sonar, formanns útvarpsráðs að við- skiptum með hlutabréf í Skjá einum. Fór yfir leyfileg mörk „Það er staðhæft af forsvarsmönn- um Skjás eins að formaður útvarps- ráðs hafi tekið þátt í fundum þar sem menn lögðu á ráðin um uppbyggingu Össur Skarphéðinsson segir formann útvarpsráðs hafa farið út fyrir leyfileg mörk með afskiptum sínum af viðskiptum með hlutabréf í Skjá einum og fjármögnum Skjás eins til fram- tíðar. Hann hefur því átt hlut að því að stuðla að uppbyggingu keppinauts Ríkisútvarpsins og í því felst hags- munaárekstur sem erfitt er að þola," segir Össur. össur segir Gunnlaug Sævar aug- ljóslega hafa farið yfir leyfileg mörk því hann sé kjörinn til þess ábyrgðar- starfs að gæta og hlúa að Rfldsútvarp- inu. „Það gera menn ekki með því að ýta undir samkeppnisaðilana og þess vegna tel ég óhjákvæmilegt að for- manni útvarpsráðs verði skipt út.“ Atburður sem ekki er hægt að verja „Gunnalaugur greinir bersýnilega ekki á milli hlutverks síns sem for- manns útvarpsráðs annarsvegar og sem valdamikils manns í atvinnulíf- inu hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn á því að sjá sóma sinn í því að skipta honum út. Ástæðan er sú að flokkur- inn tilnefnir hann og Alþingi kýs síðan samkvæmt þeirri tilnefningu," segir össu.r óhress með stöðu mála. „Ef Sjálfstæðisflokkurinn skiptir honum ekki út þá staðfestir það skoð- un margra, þar á meðal mína, að flokkurinn sé orðinn svo makráður innan Rfldsútvarpsins og líti í svo sterkum mæli á það sem sína eign að það verður ekki við það unað í framtíðinni. Ég trúi ekki öðm en að Sjálfstæðismenn skynji að þarna hafi átt sér stað atburður sem ekki er hægt að verja," segir Össur Skarphéðins- son að lokum. breki@dv.is \ Þrír stútarvið stýrið Lögreglan í Hafnarfirði tók þrjá ökumenn vegna ölvunnar við akstur aðfara- nótt sunnudagsins. Þar með vom sjö ökumenn teknir vegna ölvunnar þessa helgi sem telst vera í hærri kantinum. Einn hinna ölvuðu í fyrriótt olli umferðarslysi við Garða- torg er hann ók þar á gang- andi vegfarenda. Var veg- farandinn fluttur á slysa- deild en meiðsU hans em ekki talin alvarleg. Gunnar Örn Örlygsson aftur í dómssal Stefnt vegna ofgreiðslu Gunnar Örn Örlygsson, þing maður Fijálslynda flokksins, mætir fyrir dóm í dag þar sem honum hefur verið stefnt vegna of- greiddra launa sem honum eiga að hafa verið greidd meðan hann starfaði sem verktaki hjá fyrirtækinu E. Ólafs- son ehf. „Þetta er einkamái á miUi mín og þeirra, eitt- hvað sem gerðist löngu áður en ég fór inn á þing," sagði Gunnar að- spurður um ákæruna sem tekin verður fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. „Ég vísa þér ~ bara á minn lögfræðing um frekari upplýs- ingar í þessu. Þetta er enginn blaðamatur." Gunnar mun hafa starfað sem verktaki hjá fyrir- tækinu þar til hann settist á þing fyrir rúmu ári. Þar mun Gunnar hafa séð um sölu á fiski tíl kaupenda erlendis. For- svarsmenn E. Ólafsson telja að Gunnar hafi fengið of mik- ið greitt frá fyrirtækinu og því er honum stefnt nú. Ekki náðist í Friðjón Örn Friðjónsson lög- mann Gunnars Amar en hann mun hafa ver- ið staddur í dómsölum vegna annarra ótengdra mála. helgi@dv.is Þingmaðurinn Gunnar Örn Segir mál E. Ólafssonar ehfgegn sér óviðkomandi fjölmiðlum. Fyr- j irtækið telursig hafa ofgreitt I Gunnari laun. Henson færir börnum góða gjöf Halldór Einarsson, eignandi Henson sports hf., hefur fært Félagi CP á íslandi að gjöf buxur sem sér- hannaður eru til nota fyrir börn með fætur í gifsi. Buxurnar eru í öllum bamastærðum, tvennar í hverri stærð. Félagið færir Halldóri kærar þakkir fyrir höfðing- lega gjöf. CP, sem stundum er nefnt heilalömun, er al- gengasta tegund hreyfi- hömlunar meðal barna. Mörg þeirra barna sem em með CP þurfa að fara í sinalengingaraðgerðir á fótum vegna fötíunar sinn- ar, sum mörgum sinnum, og eru þau þá með fætur í gifsi allt upp í sex vikur í senn. Buxurnar munu því koma að góðum notum, en þær verða lánaðar félagsmönn- um eftir þörfum. Félag CP á íslandi var stofnað árið 2001. Félagsmenn em nú rúm- lega 200 talsins; fatíaðir, aðstand- endur og fagaðilar. Heimasfða fé- lagsins er á slóðinni www.cp.is. Góð gjöf Halldór Einarsson færði félagi heilalamaðra barna góðar gjafir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.