Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjaíds. Hvað veist þú um hamstra ? 1 Hvað heitir vinsælasta tegundin? 2 Hvers konar dýr eru hamstrar? 3 Hvað eignast þeir marga unga? 4 Hvað er meðgöngutími þeirra langur? 5 Af hverju hjóla þeir mest á nóttunni. Svör neðst á síðunni Blaðaðívest- norrænum tímaritum Vefsíðan www.timarit.is Á vefsíðunni er veittur aðgangur að 300 þúsund mynduðum blaðsíðum blaða og tímarita frá 1773-2001 frá Færeyjum, íslandi og Grænlandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta að- gang að prentuðum biöð- um og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknarað- ferðir. Auk almenns frétta- efnis og auglýsinga er þarna efni á sviði bók- mennta, sagnfræði, ætt- fræði og mannfræði. Vest- nord er samstarfsverkefni Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Foroya landsbókasavn og Nunatta Atuagaateqarfia. Nýja bólan Þegar eitthvað er ekki ný bóla, erþað engin nýlunda, ekki i fyrsta sinn sem eitt- hvað (óæskilegt) gerist. Bólusóttin var drepsótt sem felldi þúsundir íslendinqa fyrráöldum,hún varyfirleitt kölluð bóla eða bólan. Ýmis af- brigði geisuðu afbólusótt og margir urðu ónæmir fyrir ákveönum sóttkveikj- um. Þeir fengu þvl ekki sótt- ina nema að ný bóla, ný tegund, stingi sér niður. Málið 1. Gullhamstur. 2. Nagdýr. 3.5 til 9.4.16 dagar. 5. Þeir eru næturdýr, velja fremur nótt en dag til athafna. Halldór talar en mætti segja meira Gott að Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra skyldi loksins taka til máls tun það sem Haildór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra var aldrei til umræðu um; það er að segja aðdraganda fraksstríðsins. Halldór var að vísu óspar á stuðningsyflrlýs- ingar við stríðið áður en það skall á og var- aði sterklega við hættunni miklu sem heimsfriðnum stafaði af Saddam Hussein og alllengi eftir að strfðsátök hófust fyrir alvöru mælti hann líka hraustlega um þau hættu- legu gereyðingarvopn sem brátt myndu finnast og sýna fram á nauðsyn þessa stríðs - og réttmæti þess stuðnings sem fslending- ar veittu Bandaríkjamönnurn. En eftir að það var ljóst orðið að í írak myndu ekki finnast nein gereyðingarvopn og stærsti hlutinn af málflutningi Banda- ríkjamanna fýrir stríðið hafði verið byggður á óskhyggju, fávisku og - í verstu tilfellunum - hreinum blekkingum, þá skall á þögn í ut- anríkisráðuneytinu. Og Halldór fékkst ekld tíl að ræða málið, hvernig sem hann var spurður. Nú hefur Halldór loksins tekið af skarið og fallist opinberlega á að hann eins og fleiri hafi fengið rangar upplýsingar þegar þeir gengu til liðs við stríðsmasldnu Bandaríkja- manna. Halldór talar að vísu alltof hógvær- lega og fæst ekki til að gagnrýna Bandaríkja- menn á nokkum hátt, þrátt fyrir þeirra röngu upplýsingar, en það er nú samt skárra en ekkert ao hann skuli yfirleitt hafa fengist til þess að ræða málið. Furðulegt er hins vegar að Halldór skuli reyna að ímynda sér að „fortíðin skipti ekki máli“ í þessu sambandi og til lítils sé að fjalla nákvæmlega um málið úr því sem komið er. Vitanlega skiptir það miklu máli að við fslendingar eins og aðrir fáum sem nákvæmastar upplýsingar um hvemig það vfldi tíl að okkar æðstu ráðamenn tóku ákvörðun um að styðja svo umdeUdan stríðsrekstur. HaUdór ætti ekki að skirrast við að ræða máUð og gera hreint fyrir sínum dyrum. Hann er nýtekinn við embætti forsætisráð- herra og mim eins og aðrir fá sína hveiti- brauðsdaga í því embætti. Það mundi auka mjög trú fólks á hinum nýja forsætisráð- herra ef hann efiidi nú sjáífur tíl opinskárrar og hreinskilinnar umræðu um þetta mál, og sýna fólki fram á að HaUdór Ásgrímsson ótt- aðist ekki umræður um erfið og viðkvæm mál. Illugl Jökulsson N0KKUÐ HEFUR VERIÐ RÆTT að und- anförnu um hvort og þá hvernig æskilegt sé að innflytjendur til íslands verði skyldaðir til að læra íslensku. Enginn fer í grafgötur um að vitaskuld er heppilegast fyrir þá sem hingað flytjast að kunna sem mesta og besta íslensku en á það beinlínis að vera lagaskylda að ný- búar læri íslensku? UMRÆÐUR UM ÞETTA hafa einnig verið áberandi í Danmörku, þar sem aukinnar hörku í garð innflytjenda gætir nú síðustu misserin og nú hefur Bertel Haarder, ráðherra inn- flytjendamála, boðað frumvarp sem heimilar að sekta þá innflytjendur sem sluksa dönskunámið. Sektin á að nema um 360 þúsund íslenskum krónum og mun eiga að dragast af um 600 þúsund króna tryggingu sem údendingar þurfa að leggja fram áður en þeir fá dvalarleyfi í Danmörku. FANNEY RÚS ÞORSTEINSDÓTTIR laga- nemi skrifar um málið á deiglan- .com og segir þar meðal annars: „Ráðherrann greindifrá því... að með þessu væri verið að hjálpa inn- flytjendum og auka atvinnumögu- leika þeirra. Ætlunin væri ekki að ná peningum inn í þjóðarbúið heldur að fá fólk til að læra dönsku. Lang- flestir nýir íbúar íDanmörku setjast á skólabekk til að læra tungumálið en næstum þriðjungur þeirra hættir náminu. Sektimar eiga því að vera leið til að minnka þetta hlutfall. Þá var í vikunni einnig greint frá tillögum Venstre um að auka heim- = ildir barnaverndaryfírvalda til að ■« taka börn innflytjenda frá foreldrum .o sínum og færa fósturforeldmm. Er einkum haft íhuga að færa börn frá í þeim fjölskyldum þar sem þeim eru ™ kennd gildi sem ekki geta liðist í dönsku samfélagi. 'O IRENE SIM0NSEN, talsmaður x Venstre í innflytjendamálefnum, sagði að margir innfíytjendur færu ™ til að mynda ekki leynt með haturs- E fullar skoðanir sínar á Dönum. Eins - og staðan væri í dag hefðu yfírvöld - eingöngu heimildir til þess að taka ^ börn frá foreldrum þar sem greinileg vanræksla ætti sér stað. Það væri í ■- raun einnig vanræksla að leyfa o börnum ekki að aðlagast dönsku þjóðfélagi og því væri þeim betur borgið hjá fjölskyldum þar sem þau læra dönskgildi. snakke d Fyrst og fremst Öþörf myndbirting ÞÓTT SKILJANLEGT SÉ sé að Danir, sem og aðrar þjóðir, vilji að innfíytj- endur aðiagist háttum landsins þá verður ekki annað sagt en aðgerðir af þessu tagi nái nokkuð langt og skerði réttindi innfíytjenda svo um munar. Það sem veldur undirritaðri áhyggjum er hvort ekki líði á löngu þar til íslendingar taki upp svipaðar reglur hér á landi, því við höfum nú löngum sótt í smiðju annarra Norð- urlandaþjóða þegar kemur að inn- flytjendalöggjöf. Til að mynda er fyrirmyndin að hinni umdeildu 24 ára reglu í útlendingalögunum fengin frá Dönum, en hún kveður á um að maki útiendings skuli vera eldri en 24 ára til að unnt sé að veita honum dvalarleyfí aðstandanda. Sagði meðal annars í greinargerð- inni með íslensku lögunum að rík vemdarsjónarmið lægju að baki og byggt væri á reynslu nágrannaríkja. EVRÓPURÁÐIÐ GAGNRÝNDI nýlega dönsku innflytjendalöggjöfína og tiltók einkum hina ströngu 24 ára reglu. Er löggjöfm hin strangasta í Evrópu og óttast ráðamenn í Evr- ópuráðinu að fleiri þjóðir eigi eftir að fylgja íkjölfarið með svipaða lög- gjöf. Otti Evrópuráðsins er á rökum reistur, enda hafa íslendingar þegar fylgt Dönum hvað varðar24 ára regl- una. Það er bara að vona að íslend- ingar fylgi ekki í blindni sífellt strangari innflytjendalöggjöf ná- grannaþjóðar okkar, að minnsta kosti ekki án þess að mjög veiga- mikil rök búi þar að baki og að af- loknum ítarlegum athugunum. “ VIÐ ÞESSU ER ÞVi AÐEINS að bæta að við hlökkum til þegar danska pólitíið fer að elta uppi íslendingana á sósíal í Kaupmannahöfn og tékka á dönskukunnáttu þeirra. UNGUR LJÓSMYNDARI, sem nokkuð hefur unnið fyrir DV ■ gegnum tíðina, tók í síðustu viku ■ myndir af Ástþóri Magnússyni á i| fömum vegi þar sem hann sat og J talaði í síma í bíl sínum á götu- homi. Reiddist Ástþór þessu og iu taldi innrás í einkalíf sitt. Ljós- s myndarinn benti á rétt sinn til að " ljósmynda á almannafæri. Kallaði Ástþór á lögregluna en hún taldi sig ekkert geta gert honum til hjálpar; lagaheimild til myndatöku á opin- bemm vettvangi væri ótvíræð. Frá þessu sagði DV á laugardag og birti myndir ljósmyndarans. EFTIR KVARTANIR ÁSTÞÓRS á laug- ardag vegna ffásagnar af þessu (og birtingar myndanna) er það niður- staða ritstjóra DV að fuUkomlega ástæðulaust hafi verið að birta um- ræddar myndir af forsetaffambjóð- andanum. Þær vom að vísu ekki teknar að ffumkvæði blaðsins en í þeim var ekkert fféttagildi sem rétt- lætti bbtinguna. Ástþór Magnússon hefur því ver- ið beðinn afeökunar af ritstjóra TEKIÐ SKAL FRAM að í þessu er ekki fólgin stefnubreyting af hálfu blaðs- ins. Blaðið telur enn fyllilega rétt- lætanlegt og oft æskilegt, auk þess að vera algerlega löglegt, að birta myndir sem teknar hafa verið á al- mannafæri, jafnvel þótt samþykki þess sem á myndinni er, liggi ekki fyrir. Þessari stefnu hefur blaðið hins vegar fylgt af gætni og sé um að ræða myndir, sem ætla má að fólkið á myndunum sé algerlega á móti að verði birtar, þá hafa þær heldur ekki verið birtar - nema klárlega sé um að ræða myndir með ótvírætt frétta- gildi og/eða sem snerta augljóslega fréttír viðkomandi dags. blaðsins. Ritstjórar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.