Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 19
DV Sport
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 19
Bikar á loft .FH-ingar fagna titlinum eftir
2-1 sigur áKAigær. DV-mynd E. Ól.
KA-FH 1-2
18. umf. - Akureyrarvöllur -19. sept
Dómari: Garðar Örn Hinriksson (2).
Áhorfendur: 1000 Gæði leiks: 3.
Gul spjöld: KA: Pálmi (24.) - FH:
Guðmundur (23.), Sverrir (64.).
Rauð spjöld: Engin.
Mörkin:
0-1 Emil Hallfreðsson 39.
skot úr markteig Atli Viðar
1-1 Hreinn Hringsson 53.
skotúrteig Jóhann
1-2 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 90.
skot úr teig Borgvardt
Leikmenn KA:
Sandor Matus 4
Steinn Viðar Gunnarsson 3
Ronni Hartvig 4
(87., Steingrímur Örn Eiðsson -)
Haukur Sigurbergsson 3
Örlygur Þór Helgason 4
Pálmi Rafn Pálmason 4
Atli Sveinn Þórarinsson 4
Örn Kató Hauksson 3
(46., Jóhann Þórhallsson 4)
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson 4
Dean Martin 3
Hreinn Hringsson 4
Leikmenn FH:
Daði Lárusson 3
Guðmundur Sævarsson 3
Sverrir Garðarsson 4
TommyNielsen 4
Freyr Bjarnason 4
Heimir Guðjónsson 4
Davíð ÞórViðarsson 3
Baldur Bett 4
(xx., Ásgeir G. Ásgeirsson 4)
Emil Hallfreðsson 4
(81., Jónas Grani Garðarsson -)
Atli Viðar Björnsson 5
(85., Ármann Smári Bjömsson -)
Allan Borgvardt 5
Tölfræðin:
Skot (á mark): 8-20 (4-11)
Varin skot: Matus 6 - Daði 3
Horn: 0-3 Rangstöður: 6-1
Aukaspyrnur fengnar: 12-12
BESTUR Á VELLINUM:
Atli Viðar Björnsson, FH
FH-ingar fögnuðu langþráðum íslandsmeistaratitli í gær eftir 2-1 sigur á KA á
Akureyri. FH-ingar fjölmenntu á leikinn og úr varð mikil sigurhátið þegar ljóst
var að bikarinn eftirsótti væri loksins á leiðinni í Krikann.
f
FH er verðskuldaður fslandsmeistari í knattspyrnu eftir sigur á
KA-mönnum á Akureyrarvelli í gærdag, 1-2. FH-liðið var betra
allan tímann og hefði hæglega getað skorað mun fleiri mörk.
Þeir fengu fjölmörg opin færi sem ekki nýttust en KA treystu á
skyndisóknir og þá lék markvörður þeirra, Sandor Matus, mjög
vel og varði meðal annars vítaspyrnu.
KA-liðið barðist vissulega hetju-
legta fyrir lífi sínu í deildinni en það
verður að segjast eins og er að það
eina sem hélt því inn í leiknum var
kalufaskapur FH-inga upp við
markið. KA-manna eru því fallnir
en þeir fá tækifæri til að hefna ófar-
anna á laugardaginn en þá mætast
FH og KA aftur, þá í undanúrslitum
bikarkeppninnar.
Nú er öldin önnur í Firðinum
FH skoraði reyndar sigurmark
leiksins ekki fyrr en undir blálokin
og var það afar viðeigandi endir hjá
þeim í deildinni. Fyrsti stóri titill fé-
lagsins í knattspyrnu því staðreynd
og nú er alveg óhætt að fara að kalla
Hafnarfjörð fótboltabæinn. Hand-
boltalið FH vann svo marga titla á
sínum tíma að nafnbótin hand-
boltabærinn festist við Hafnarfjörð
- nú er öldin önnur.
Sigur FH á íslandsmótinu í ár er
mjög glæsilegur enda hefur liðið
fengið mikið hrós fyrir að spila
skemmtilega knattspyrnu sem yljað
hefur knattspyrnuáhugamönnum
um hjartaræturnar. Liðið er afar vel
skipað og breidd liðsins er sú mesta
á landinu. Á varamannabekknum
eru leikmenn sem myndu líklega
komast í byrjunarliðið hjá hvaða
liði sem í deildinni. Ólafur Jóhann-
esson og Leifur Garðarsson eru við
stjórnvölinn hjá FH og þeir félagar
leggja höfuðáherslu á léta og
skemmtilega knattspyrnu, boltinn
gengur vel frá aftasta manni til þess
fremsta og það er ekkert verið að
treysta á nokkra lykilmenn ö hver
einasti maður tekur þátt í að mynda
sterka keðju sem erfitt hefur reynst
að slíta.
Á engan er þó hallað þegar þátt-
ur fyrirliðans, Heimis Guðjónsson-
ar, er sérstaklega nefndur. Heimir
lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið
1985, já, þið eruð að lesa rétt, 1985,
þá með KR en núna 19 nítján árum
síðar tekur Heimir á móti sínum
fyrsta íslandsmeistaratitli. Heimir
er sannur leiðtogi sem stjórnar
miðjuspili FH eins og hershöfðingi
og hann á þetta svo sannarlega skil-
ið.
Yndisleg tilfinning
Heimir var enda kátur í leikslok.
„Þetta er yndisleg tilfinning, betri
en ég átti von á. Maður er búinn að
bíða lengi eftir þessu og ég á varla
orð. Þetta er frábært félag, frábærir
strákar í liðinu og allt heila batterí-
„Við ætlum okkur að
vinna tvöfalt, engin
spurning því þetta er
svo gaman"
ið er æðislegt. Það eru góðir menn í
stjórninni og við eigum frábæra að-
dáendur sem setja svo skemmtileg-
an svip á þetta. Framundan nú er
gott fagn en svo er að ná mönnum
aftur niður á jörðina og taka KA aft-
ur í bikarnum eftir viku,“ sagði
Meistari Heimir Guðjónsson.
„Þetta er ekkert minna en meiri-
háttar, þetta er geðveik tilfinning og
ég held bara að hún sé betri en ég
bjóst við. Annars vorum við klaufar
að ganga ekki frá leiknum mun fyrr,
hefðum átt að skora miklu fleiri m-
rk og ég hefði að minnsta kosti átt
að setja þrjú,“ segir Atli Viðar
Björnsson sem lék geysivel og skap-
aði mikið með hraða sínum og
dugnaði. „Við erum með besta lið-
ið, við spilum skemmtilegustu
knattspyrnuna, erum í raun eina lið
deildarinnar sem spilar virkilega
skemmtilega knattspyrnu og við
eigum þetta svo sannarlega skilið,"
sagði Atli Viðar Björnsson.
Náðum okkar markmiði
Allan Borgvardt, Daninn knái,
lék að venju vel en þetta er fyrsti
stóri titill hans í meistaraflokki.
„Við vorum tilbúnir í dag, náðum
okkur niður eftir tapið í Evrópu-
keppninni og mættum ákveðnir til
leiks. Við hefðum átt að skora fleiri
mörk en það skiptir ekki öllu. Við
náðum okkar markmiði og þetta er
meiriháttar tilfinning, þetta er hálf
óraunverulegt allt saman og það
tekur mann eflaust nokkra daga að
ná manni niður úr skýjunum. Það
mun þó takast og við ætlum okkur
að vinna tvöfalt, engin spurning því
þetta er svo gaman," sagði Allan
Borgvardt.
sms@dx.,/s
Loksins meistari eftir 20 ára bið Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, fagnaðisínum fyrsta
Islandsmeistaratitli líkt og FH enhann er búinn að leika íefstu deild með KR, KA, lA og FH síðan
1984. Hér er stundin langþráða þegar bikarinn fór á loft. DV-mynd E. Ól.