Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 18
78 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004
Sport DV
ÍA-ÍBV 2 ■0
18. umf. - Akranesvöllur -19. sept Dómari: Gylfi Þór Orrason (2). Ahorfendur: 1113. Gaefti leiks: 4. Gul spjöld: lA: Stefán (7.), Grétar (53.), Guðjón (80.) - IBV: Páll (56.). RauB spjöld: Engin. Mörkin:
1-0 Julian Johnsson 16.
skot úr teig Guðjón
2-0 Julian Johnsson 23.
skot úr teig Stefán
2-1 Andri Ólafsson 83.
skot úr teig Atli
Leikmenn ÍA:
Þórður Þórðarson 4
Hjálmur Dór Hjálmsson 4
(62., UnnarValgeirsson 1)
Reynir Leósson 4
Gunnlaugur Jónsson 4
Pálmi Haraldsson 3
Guðjón Heiðar Sveinsson 2
(88., Þorsteinn Gíslason -)
Grétar Rafn Steinsson 3
Helgi Pétur Magnússon 2
Julian Johnsson 4
Kári Steínn Reynisson 1
Stefán Þór Þórðarson 4
(90., Haraldur Ingólfsson -)
Leikmenn ÍBV:
Birkir Kristlnsson 2
Matt Garner 1
Tryggvi Bjarnason 3
Páll Hjarðar 3
Mark Schulte 2
Bjarni GeirViðarsson 1
(90., Bjarni Rúnar Einarsson -)
Bjarnólfur Lárusson 3
Andri Ólafsson 3
(90., JónSkaftason -)
Atli Jóhannsson 1
Einar Þór Dantelsson 4
Steingrímur Jóhannesson 1
(67., Magnús Már Lúðvlksson 1)
Tölfræðin: Skot(ámark): 13-11 (7-6) Varin ikot: Þórður 4 - Birkir 5 Horn: 4-11 Rangstöður: 1 -3 Aukaspyrnur fengnar: 22-19
BESTURÁ VELLINUM:
Julian Johnsson, (A
FRAM-KEFLAVÍK 1-6
18. umf. - Laugardalsvöllur -19. sept.
Dómari: Kristinn Jakobsson (5).
Áhorfendur: 1501 G»8i leiks: 4.
Gul spjöld: Fram: Hans Fróði (53. og
54.), Viðar (70.), Ragnar (72.).
Rauft spjöld: Hans Fróði, Fram (54.).
Mörkin:
0-1 Þórarlnn Kristjánsson 12.
skalli úr markteig Ljubicic
0-2 Guðmundur Steinarsson 32.
skot úr teig Ljubicic
0-3 Hólmar örn Rúnarsson 75.
skotúrteig Ljubicic
* 0-4 Hörður Sveinsson 83.
skot úr teig Ljubicic
1-4 Fróði Benjaminsen 85.
skot úr teig Ríkharður
1-5 Ingvi Rafn Guðmundsson 88.
skotúrteig einlék
1 -6 Hólmar Örn Rúnarsson 89.
skot úr teig Ljubicic
Leikmenn Fram:
Gunnar Sigurðsson 3
Ragnar Árnason 1
Hans Fróði Hansen 1
Eggert Stefánsson 1
(46., Andrés Jónsson 1)
Daði Guðmundsson 2
# Andri Steinn Birgisson 2
Ingvar Þór Ólason 1
Viðar Guðjónsson 2
GunnarÞórGunnarsson 2
(72., ómar Hákonarson 1)
HeiðarGeir JúKusson 1
(60., Fróöi Benjaminsen 1)
Ríkharður Daðason 2
Leikmenn Keflavfkur:
Magnús Þormar 3
n Guðjón Antoníusson 2
Stefán Gíslason 4
Haraldur Guðmundsson 4
Ólafur (var Jónsson 4
(80., Ólafur Jón Jónsson -)
Ingvi Rafn Guðmundsson 5
Zoran Daníel Ljubicic 6
Jónas Guöni Sævarsson 4
Scott Ramsey 3
(76., Hörður Sveinsson 4)
Þórarinn Kristjánsson 3
GuðmundurSteinarsson 4
(70., Hólmar örn Rúnarsson 4)
Tölfræðin:
Skot(ámark): 9-17 (1-10)
Varin skot: Gunnar 4 - Magnús 0.
Horn: 8-1 RangstöBur: 0-11
Aukaspyrnur fengnar: 13-11
BESTURÁ VELLINUM:
Zoran Daníel Ljubidc, Keflaví
ÍBV missti endanlega af íslandsmeistaratitlinum er þeir töpuðu gegn ÍA, 2-1. Þau
úrslit breyttu reyndar engu þar sem FH vann sinn leik. Eyjamenn fengu þó silfrið
en Skagamenn enduðu í þriðja sæti. Þeir hefðu þurft að vinna með fimm mörkum
Eyjamenn áttu aldrei raunhæfa möguleika á fslands-
meistaratitlinum í gær því þeir hittu fyrir Skagalið sem lék
loksins eins og það á að sér. Skagamenn hreinlegu tættu
Eyjamenn í sundur í fyrri hálfleik á Skaganum og ÍBV mátti
þákka fyrir að vera aðeins 2-0 undir í leikhlé. Þeir náðu síðan
aldrei að ógna Skagamönnum í síðari hálfleik þrátt fyrir að hafa
skorað eitt mark.
Skagamenn eygðu von um silfur
á íslandsmótinu með því að leggja
ÍBV með fimm marka mun. Það leit
alls ekki út fyrir að vera óvinnandi
vígi þegar þeir höfðu náð tveggja
marka forystu eftir 23. mínútna leik.
Bæði mörkin skoraði Julian
Johnsson á fjærstöng eftir sendingar
frá vinstri. Matt Garner, bakvörður
ÍBV, leit ekkert sérstaklega út í
báðum mörkunum.
ÍBV átti ekki margar fallegar
sóknir en þeir áttu nokkur ágæt skot
að marki sem fóru annað hvort í
markslána eða Þórður varði
vel.
Eyjamenn byrjuðu
síðari hálfleikinn
með stórsókn en
hún bar ekki
árangur og eftir
það var eins og
allur vindur
væri úr
Eyjaliðinu. Þeir
klóruðu í bakkann
undir lokin en lengra
komust þeir ekki.
Silfrið var þó þeirra og
það er vissulega
glæsilegur árangur hjá
liði sem margir spáðu
að myndi falla í upphafl
Vonbrigði
Skagamenn enduðu tímabilið á
jákvæðum nótum en tímabilið í
heild Jiljóta að vera þeim gríðarleg
vonbrigði. Það var hrein unun að
fylgjast með þeim í síðari
hálfleik þar sem þeir sóttu án
afláts upp báða kantana.
Dældu glæsilegum boltum
inn í teiginn og hefðu
hæglega getað skorað
mörkin fimm sem þá
vantaði í fyrri hálfleik.
Leikgleðin og viljinn
var alls ráðandi hjá
ÍA og þessi fyrri
hálfleikur hjá
þeim var
klárlega með því besta sem sést hefur
í deildinni í sumar.
Svona geta Skagamenn
hæglega spilað en undirritaður sá
þá síðast leika álíka vel í
meistarakeppninni í vor.
Einhverra hluta vegna tókst
þeim síðan ekki að leika svona í
sautján
umferðir
og
Ólafur Þórðarson verður að taka á
sig hluta af sökinni þótt hann hafi
kennt leikmönnum sínum alfarið
um er þeir hafa ekki sigrað. Eftir
höfðinu dansa limirnir og því verður
Ólafur að gera sér grein fyrir ætli
hann sér að ná lengra með liðið.
Julian Johnsson kórónaði gott
tímabil með fínum
leik og tveim
mörkum.
Hjálmur
var
verulega
sprækur
Hetja Skagamanna
Færeyingurinn Julian
Johnsson var hetja ÍA
gegnlBVen hann
skoraöi bæði mörkin I
sigrinum á IBV.
DV-mynd Hari
meðan hans naut við en eitraðar
sendingar hans sköpuðu oft mikla
hættu. Stefán Þórðarson hefur
öðlast nýtt h'f á kantinum en hann
hefði verið helmingi betri hefði
hann spilað fótbolta einu sinni í 90
mínútur. Ef hann væri ekki
sívælandi og röflandi væri Stefán
verulegt vopn en hann virðist ekki
gera sér grein fyrir því. Batnandi
mönnum er samt best að lifa.
Köflótt sumar
„Þetta er búið að vera köflótt,"
sagði Gunnlaugur
Jónsson, fyrirliði ÍA.
„Þetta tímabil er
búið að vera
hálfgrátlegt.
Við vissum
fyrir mótið
að við
hefðum
mannskap
til þess að
klára dæmið.
Þegar maður
hugsar til baka
er ansi mörg stig
sem við misstum frá
okkur. Við getum samt bara kennt
sjálfum okkur um. Það er ekkert ef í
þessum bransa.“
Eyjamenn virtust ekki vera
tilbúnir í verkefhið. Þeir virkuðu
taugaóstyrkir og spilamennska
þeirra var einföld og fyrirsjáanleg.
Þeir létu mótlætið fara snemma í
taugarnar á sér og ósjaldan mátti
litlu muna að upp úr syði á
vellinum.
Eyjamenn gerðu sig seka um
skelfilegan fautaskap í leiknum
sem var þeim ekki til sóma. Þeir
hefðu betur eytt kröftunum í að
reyna að spila fótbolta. Það gerði
Einar Þór Daníelsson - þótt hann
hefði reyndar eytt nokkrum tíma í
þras - og eina hættan skapaðist af
honum. Bjarnólfur var sprækur í
fyrri hálfleik en skipti of snemma úr
loiattspyrnu yfir í slagsmál og var
hann ekkert með í síðari háifleik.
Það verður samt ekki tekið af ÍBV
að árangur þeirra f sumar er
glæsilegur. Þeir búa yfir sterkri
liðsheild og leikmenn hafa ávallt
verið tilbúnir að fóma sér fyrir liðið
og félagana. Það hefur fleytt þeim
langt í sumar og verður spennandi
að sjá hvort þeir fylgi því eftir næsta
sumar.
henry@dv.is
Keflvíkingar höfðu að engu að keppa en rúlluðu yfir Fram
Púað á Fram sem slapp enn og aftur
Síðustu fimm ár hafa stuðnings-
menn Framara jafnan staðið upp
og hyllt sína menn eftir lokaleik Is-
landsmótsins en nú var öðru nær.
Eftir 1-6 tap gegn Keflavík á Laugar-
dalsvelli púuðu þeir fáu stuðnings-
menn Fram sem eftir voru á vellin-
um en stuttu áður höfðu þeir fagn-
að jöfnunarmarki Grindvíkinga
gegn Víkingi sem eitt varð til þess
að Framarar féllu ekki að þessu
sinni. Keflvíkingar geta verið stoltir
enda höfðu þeir að engu að keppa
og eiga mikilvægan bikarleik fyrir
höndum.
Framarar vom sprækir rétt í upp-
hafi leiks en Keflvíkingar veittu hins
vegar harða mótspyrnu, vom miklu
betri aðilinn nánast frá upphafi til
enda og fimm marka sigur þeirra var
síst of stór.
mark Keflvíkinga lá í loftinu en
það kom ekki fyrr en á 76. mínútu og
á lokamínútunum opnuðust allar
flóðgáttir Það má kannski segja að
Framarar verðskuldi úrvalsdeildar-
sæti að ári en þá bara vegna þess að
KA og Víkingur voru verri en þeir.
Heppnir
17 stig hafa ekki í langan tíma
dugað til þess að halda liði uppi en
góður kafli fyrst eftir að Ólafur Krist-
jánsson tók við liðinu gerði
gæfumuninn.
Það má sérstaklega hrósa miðju-
spilinu hjá Keflvíkingum, þeir spil-
uðu sig hvað eftir annað framhjá
áttavilltum leikmönnum Fram og
unnu þeir Ingvi Rafn Guðmundsson
og Jónas Sævarsson af miklum
dugnaði. Maður leiksins var hins
vegar Zoran Ljubicic sem átti hverja
sendinguna af annarri á samherja
sína í sókninni sem sköpuðu jafnan
mikla hættu. Ljubicic lagði upp
fimm af sex mörkum Keflvíkinga,
flest með hárnákvæmum og vel
tímasettum sendingum.
Mín mistök
„Ég sé eftir að hafa breytt vörn-
inni fyrir leikinn. Það eru mín mis-
tök og ég tek þau á mig. Þjálfarinn
gerir breytingar og hann verður að
standa og falla með þeim. Sem betur
fer var ég ekki felldur af þeim þegar
á heildina er litið en í þessum leik
var það falleinkun", sagði Ólafur
Kxistjánsson þjálfari Fram. hrm
Faðmlag Framarar föömuðust en
skömmuöust sin fyrir frammistööuna.