Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 13 Tælensk sex barna móðir, Penkhae að nafni, leitaði til lækna á Landsspítalanum vegna verkja í kviðarholi. Eftir ítarlegar rannsóknir kom í ljós lykkja, sem tælenskir læknar höfðu sett í Penkhae fyrir 22 árum, hafði grafið sig í gegnum leg- vegginn, upp í kviðarholið, og svo hafði legveggurinn lokast aftur. Læknarnir skáru Penkhae upp og fjarlægðu lykkjuna sem eftir 22 ár liggur nú í ruslafötu á Landspítalanum. Sonur minn var með lykilinn nð lykkjunni „Ég var steinhissa þegar þetta kom í ljós,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, sjómaður í Grindavík og eiginmaður Penkhae. DV heimsótti þau hjónin á sjúkrahúsið þar sem Ragnar var mættur að sækja eiginkonu sína. Þau giftust fyrir sex árum og heftxr lykkjan dularfulla sett svip sinn á samband þeirra. „Hún hefur kvartað undan verkj- um í kviðarholinu, bakverkjum og hausverk," segir Ragnar Rúnar Þor- geirsson. „AUt þetta má rekja til týndu lykkjunnar. Svo hefur hún þurft að mæta í nudd oft á viku til að lina þjáningarnar. Ég er ánægður að lykkjan er fundin." Með lykii að lykkjunni Ein 22 ár eru síðan lykkjan var sett í Penkahae. Það gerðu tælenskir læknar á sjúkrahúsi ytra. Penkhae átti þá fjögur börn með tælenskum manni og ætíaði sér ekki að eignast fleiri. Ári eftír að lykkunni var komið fyrir gerðist hins vegar óvæntur at- burður. Penkhae varð ófrísk - þrátt fyrir lykkjuna. „Fjölskylda mín í Tælandi segja að strákurinn hafi komist inn með lykli," segir Penkhae brosandi. Ragnar bætir við að þá hafi læknarn- ir sagt henni að lykkjan myndi skila sér með drengnum en við fæðing- una hafi hún hvergi verið sjáanleg. „Fyrir níu árum síðan varð hún aftur ófrísk,“ segir Ragnar. „Þá var lykkjan í raun komin út úr mynd- inni.“ Penkhae býr með Ragnari í Grindavík. Hún vinnur í tískvinnslu- stöð en hann á skipi. Penkhae segist ánægð með h'fið á íslandi. „Hún hefur kvartað undan verkjum í kvið- arholínu, bakverkjum og hausverk. Alit þetta má rekja tll týndu lykkjunnar. Samheldin fjölskylda Þegar blaðamann bar að um há- degisbilið í gær voru stórir bunkar af blómum á borðinu við hliðina á sjúkrarúminu. Ég spyr Penkhae hvaðan blómin eru komin og það lifnir yfir henni þegar hún segir með stolti: „Frá fjölskyldu og vin- um.“ Ragnar segir þetta einkennandi fyrir Tælendinga. „Þeir eru svo sam- rýmdir og hjálpast alltaf að,“ segir hann. „Islendingar hugsa miklu meira um sjálfa sig meðan tælenska samfélagið hér á landi er miklu sam- einaðra." Áður en ég kveð segir Penkhae að hún ætíi að hringja í vinkonu sína í Tælandi. „Hún veit ekki heldur hvar hennar lykkja er,“ segir Penkhae og fær dóttur sína til að ná í mynd af lykkjunni sinni. „Ég ætla að hringja og segja henni af minni lykkju. Kannski hjálpar það henni. Annars eru alhr hissa á þessu. Hjúkrunar- konur og allir. Ég er bara ánægð." simon@dv.is I Ragnar Rúnar Þorgeirsson með eiginkonu sinni Penkhae | Lykkjan sem grófsig inn íkviðar- I hol Penkhae hefur sett svip sinn á I samband þeirra. Breytingar hjá Straumi Kristinn kaupir hlut íslandsbanka Nokkrar breytingar urðu á helstu hluthöfum Straums Fjárfestingar- banka á föstudag þegar fslands- banki og Sjóvá seldu samtals 8,04% hlutafjár í félaginu eða 333 milljónir að nafnverði. Kaupandi að hluta bréfanna eða 5,62% hlutafjár er óstofnað hlutafé- lag í eigu Kristins Björnssonar og annara fjárfesta. Um er að ræða sömu fjárfesta og eiga Eignarhalds- félagið SK ehf. að því er fram kom í tilkynningu í Kauphöllinni. Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums, á sæti í stjórn Eignarhalds- félagsins SK en félagið er stærsti hluthafinn í Straumi með 12,62% hlutafjár. Sömu eigendur standa að báðum félögunum, óstofnaða fé- laginu og Eignarhaldsfélaginu SK, og nemur samanlagður eignarhlutur þeirra nú rúmlega 18% í Straumi. Kaupandi að afgangi bréfanna eða 2,41% hlutafjár er MK-44 ehf. þar sem Magnús Kristinsson, stjórnar- maður í Straumi, er meðal eigenda. MK-44 á 12,36% hlut í Straumi eftír viðskiptin. Eftir söluna á íslandsbanka- sveitin 1,55% hlut eftir í Straumi en bankinn hefur um langt skeið verið einn af helstu hluthöfum í félaginu. íslandsbanki seldi bréfin á genginu 8,25 en lokagengi Straums var 8,4 við lokun markaða á föstudag. Greining KB banka segir frá. ...missa fyrirtækið sitt í bruna? „Það er ekki þægileg tilfinning að vera vakinn upp um miðja nótt og sjá fyrirtækið sitt í Ijósum logum. Fyrir mér var þetta svipað og þegar Róm brann forðum daga. Eg er nú orðinn garnall kall og á mikið af bömum og eitt gat verið verra en þetta og það var ef þetta hefði snert þau. Manni létti nú aðeins þegar í ljós kom að þetta var bara húsið, það er alltaf hægt að byggja kofann upp aft- ur. En vissulega sló þetta mann mikið og í rauninni alla í þorpinu, þó sérstaklega fólkið sem vann hjá mér. Það var verst að mæta fólkinu út á götu þarna um nóttina því margir voru grátandi. Það er ekki hlaupið að því að fá vinnu hérna á svæðinu og fólk treystir á þetta, skyndilega er svo löppunum kippt undan fólkinu með þessum hætti." Kann ekkert annað „Ég er fæddur og uppalinn héma í Ólafsvík og hef lifað þessu skipstjóralífi í gegnum árin. Þegar maður hefur svo komið í land hefur maður reynt að gera eitt- hvað annað. Þetta er fjölskyldu- fyrirtæki sem við þurfum bara að byggja upp aftur. Ég hef líka haft gott fólk í kringtnn mig og maður verður að kunna að nota fólkið sem maður hefur. Það verður að koma vel fram við fólkið og láta því líða vel. Mér finnst verst að horfa upp á alla þá sem missa vinnuna. Ég hef alltaf einhveija vinnu við að byggja þetta upp en kannski þarf ég enga vinnu. Ég er orðinn antík þar sem ég er sjötugur en er við mjög góða heilsu, sem skiptir öllu máli." Flakar fyrir Ameríkana „Fyrirtækið er með fiskverkun og aðalverkunin er handflökun á lausfrystum ýsuflökum sem er það allra flottasta. Við erum að framleiða fyrir ríkustu og flott- ustu kanana og við íslendingar fáum ekki þessa gæða vöru held- ur er þetta allt sent til Ameríku. í gamla daga hentum við ýs- unni og átum bara þorsk en það breyttist svo. Núna er ýsan bara orðin svo dýr að við íslendingar erum hættir að borða hana, þú getur fengið þrjú kíló af kjúkling fyrir eitt kfló af ýsu út í búð í dag.“ Ætlar að byggja upp „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í mörg ár og gera þetta fínt og flott. Nýlega settum við fleiri milljónir í þetta til þess að bæta og loksins þegar það var tilbúið og allir ánægðir þá brann það. Þetta er vissulega mikið áfall fyrir byggðarlagið og auðvitað hefðum við bara getað hirt tryggingarféð og leikið okk- ur, en við ætlum að byggja þetta upp aftur. Vissulega er þetta mikið tjón og það er verið að rannsaka eldsupptök og fleira þannig að þetta kemur fljótíega í ljós." „Þaö var verst að mæta fólkinu útá götuþarna um nóttina því margir voru grátandi. Það er ekkí hlaupið að því að fá vinnu hérna á svæðinu og fólk treystir á þetta, skyndllega ersvo löppunum kippt undan fólkínu með þessum hættí." lalldórsson er framkvæmdastjóri flsverkunarfyrirtækisins l/ com hrann til kaldra kola aðfaranótt laugardags. s=«síssaKssa^"“- mnrnum milliónum venð varið í ai í manns iVTnuna í kjölfarið. Klumba er fjölsKyiaurynr^i og segir ð nvverið hafi mörgum milljónum verið varið i að bæ a ina^Leifi finnst verst við brunann hve margir missa vinn segir að erfitt hafi verið að horfa á grátandi starfsmenn ________ döirlrva pldinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.