Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 31 Ríkisbókin f síðustu viku kom út saga ráð- herra íslands og forsætisráðherra síðustu hundrað árin. Eins og kunn- ugt er þá er útgáfan hluti af hundrað ára heimastjórnarafmæli og því gefin út á kostnað skattgreiðenda. Það er svolítil kaldhæðni í bókaút- gáfu forsætisráðuneytisins þegar haft er í huga að bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs var einkavædd í fyrstu rfldsstjórn Davíðs Oddssonar. Þegar forsætisráðuneytið fær Hall Halls- son eða einhvern annan vanan sagnaritara til að rita sögu einka- væðingar í landinu þá er ekki ólík- legt að í ljós komi að einmitt þessi einkavæðing hafi verið sú sem einna mestum deilum olli. Það var sannarlega hasar þegar bókaútgáfa Menningarsjóðs var einkavædd! Ráðherrabókin er auðvitað ágætis rök fyrir því að einkavæðingin var óvitlaus, enda er bókin bæði gamal- dags og hallærisleg. Slíkar bækur eiga að sjálfsögðu rétt á sér, spurn- ingin er bara hvort ríkinu beri að standa að slíkri útgáfu. Saga karlaveldis Þrátt fyrir þetta er rétt að hvetja til lesturs bókarinnar, en á öðrum forsendum en útgefendur vonast til. í fyrsta lagi ættu konur landsins að lesa bókina, enda er þar sögð saga 24 karla. Konur landsins geta við lesturinn glaðst yfir því að hafa í fyrsta lagi ættu konur landsins að lesa bókina, enda er þarsögð saga 24 karla. Konur landsins geta við lesturinn glaðst yfir því að hafa verið stjórnað öll þessi ár afsvo miklum stórmennum... Um afreksverk þeirra er engu logið heldur og því þurfa konur ekk- ert að vera að spyrja sig að því afhverju engar konur séu í hópnum. Birgir Hermannsson telur forsætisráðherra- bókirta nauðsynlega lesningu. Kjallari verið stjórnað öll þessi ár af svo miklum stórmennum. Á bókarkápu er mynd af þeim öllum og inni í bókinni eru margar myndir af þeim lflca. Um afreksverk þeirra er engu logið heldur og því þurfa konur ekkert að vera að spyrja sig að því af hverju engar konur séu í hópnum. Eða hvað? Ráðherrabókin er öðrum þræði saga karlaveldis í landinu og um leið rétdæting þess og upphafning. í síð- ustu viku tók einn patríarkinn við af öðrum í forsætisráðuneytinu og fórnaði um leið kvenkyns ráðherra fyrir karlkyns klíkubróður með minni reynslu og minna fylgi á bak við sig. Sagan heldur áfram með sama hætti og fyrr. Skyldulesning Samfylkingar- fólks Annar hópur fólks sem nauðsyn- lega þarf að lesa bókina eru íslensk- ir vinstri menn, hvort sem þeir eru Vinstri-grænir eða í Samfylking- unni. Sérstaklega er Samfylkingar- fólki mikil nauðsyn á lestri bókar- innar; hún ætti í raun að vera skyldulesning í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar. Af þeim 24 sem minnst er á í bókinni eru þrír jafn- aðarmenn og skipti forsætisráð- herratíð þeirra engu máli íyrir stjórnmálasöguna. Lestur bókar- innar skerpir því hugann og leiðir fólki fyrir sjónir hvers vegna Sam- fylkingin var stofnuð. Flokkurinn var stofnaður gegn ákveðnu valda- kerfi í landinu, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn léku (og leika enn) aðalhlutverk. Ráðherrabókin er því vart annað en óður til forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins og forystumanna forvera þessara flokka. Jafnaðarmenn fá að dingla með, en aldrei að vera í aðalhlut- verki. Staðreyndin er sú að forverar Samfylkingarinnar höfðu mun minni áhrif á stjórnun landsins en sambærilegir flokkar í nokkru ná- lægu ríki. Boðflenna Sagan hefur áhrif á sjálfsmyndina. Framsóknarflokkurinn álítur það sjálfsagt mál að taka við forsætis- ráðuneytinu þrátt fyrir lítið fylgi hjá kjósendum. Öðrum flokkum - nema helst Sjálfstæðiflokknum -finnst líka sjálfsagt að Framsókn leiði ríkisstjórnir. Þetta verður að breytast. Daður Samfylkingarinnar við Framsóknarflokkinn er beinlínis ósiðlegt! Samfylkingin var stofnuð öðrum þræði til að lækka rostann í Framsóknarflokknum og breyta valdakerfinu í landinu. Þetta verður ekki gert með öðrum hætti en þeim að Framsóknarflokknum verði vísað í það sæti sem honum ber og kjós- endur telja hann verðugan. 11,6 pró- senta fylgi Halldórs Ásgrímssonar í Reykjavík norður í síðustu kosning- um bendir ein- dregið til að hann sé boðflenna í stjórnar- ráð- inu. Hvað segir mamma „Ég er afskaplega stolt af henni og finnst hún frábær,“ segir Hfldur Rúna Hauksdóttir, móðir Bjarkar Guðmunds- dóttur, um nýja plötu dótturinnar, Medúlla. „Ég hlusta oft á hana og sér- staklega finnst mér útsetningarnar góð- ar. í sjálfú sér á ég leð að segja hvort platan hafi komið mér á óvart. Einhvem veginn er þetta þróun og eitt leiðir af öðm. Næst getur maður átt von á einhverju allt öðm og úr annarri átt. Svo er alltaf jafn gaman þegar hún kemur manni á óvart og það gerir Björk í hvert skipti." • í hátíðarræðu sinni gaf Guðmundur Ámi lítið fyrir þann orðróm að hann væri á leið í formannsslag- inn. Þvert á móti hvatti hann Samfylk- ingarmenn, unga og aldna, til að standa saman. Það hef- ur kannski dregið úr slagkrafti ræðu Guðmundar að hinn ræðumaður kvöldsins var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylk- ingarinnar. í ræðu sinni skautaði hún hins vegar léttilega fram hjá öllu tali um formannsslaginn og mun í staðinn hafa heillað fundar- gesti með reynslusögum frá náms- ámm sínum í Danaveldi... • Miðað við fund ungkratanna í firðinum er baráttan milli össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar rétt að byrja. Ýmsir búast hins vegar við óvæntum útspilum og var það mál stjórnmálaskýrenda á ölstofunni um helgina að Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, væri að hugsa sér tU hreyfings. Tryggvi hleypti öllu í bál og brand þegar hann óvænt bauð sig fram til formanns, á móti Össuri, við stofnun Samfylkingarinnar. Flestir telja þó ólík- legt að Tryggvi yfir- gefi hið ljúfa lands- byggðarlíf og skelli sér aftur í slaginn... • Aðalfundur Ungra Jafnaðar- manna í Hafn- arfirði var hald- inn í Alþýðu- húsinu á föstu- daginn. Guð- mundurÁmi Stefánsson al- þingismaður var leynigestur fundarins og Katrín Júlíusdóttir fundar- stjóri. Guðmundur var svo kosinn sér- stakur heiðursmeð- limur ungkratanna en síðasti heiðurs- meðlimur var varaþingmaðurinn Jón Kr. Óskarsson. Það mun vera Afgreiðslufólk úti á þekju Gunnar hringdi: Alveg finnst mér makalaust hversu afgreiðslufólk í verslunum er stundum út á þekju. Iðulega er eins og blessað fólkið sé hreinlega ekki í lflcamanum þegar viðskipta- Lesendur vini ber að garði. Þegar loks tekst að hafa upp á afgreiðslumanni nær hann varla að klára afgreiðsl- una án þess að næsti starfsmaður eða þá einhver félaginn komi og haldi honum uppi á snakki, rétt eins og maður sé ekki viðstaddur. Hvað þá að einhverju máli skipti að verslanir byggja grundvöll sinn á okkur viðskiptavinunum. Er ekki hægt að halda námskeið fyrir þetta fólk? hafnfirsk hefð fyrir því að heiðursfélag- inn fái rós í verð- laun. Að þessu sinni var rósin víst bleik og mun Guðmund- ur Árni hafa haft á orði að eitthvað hefði litur kratarósarinnar fölnað frá því sem áður var... Fáðu flott munnstykki <^Lyf&heilsa ww.nícorette.is yH White-Westinghouse - amerisk gæða heimilistæki Þvottavél Topphlaðin -10 kg - Þurrkari -10 kg- RAFVORUR DALVEGI 16c • 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 ■ RAFVORUR@RAFVORUR.IS *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.