Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Guðjón í Oz borgiskuld Guðjóni Má Guðjónssyni, sem löngum hefur verið kenndur við hugbúnað- arfyrirtækið Oz, er stefnt fyrir Héraðs dóm Reykjavíkur í dag vegna óút- kljáðs skuldamáls við íslandsbanka. Aðspurður sagðist Högni Friðþjófs- son, lögmaður íslandsbanka, ekki geta tjáð sig um kröfuna á hendur Guðjóni vegna bankaleyndar um slík mál. Heldur hefúr halla undan fæti í rekstri frumkvöðulsfyr- irtækisins Oz á síðustu árum eftir mikla uppgangstíma þar á undan. Skógræktá Grundarfjörð Grundfirðingar hafa ákveðið að vefja bæinn skógi. Bæjarstjómin sam- þykkti samhljóða fyrir helgi tillögu um þetta ffá Sigríði Finsen, forseta bæjarstjómar. Hefja á undirbúning að þátttöku í gróðursetningarverkefhi Vesturlandsskóga með það að markmiði að mynda skjólbelti og úti- vistarsvæði fyrir ofan þétt- býli Grundarfjarðar, eins og segir í samþykktinni. Hafna kröfum lóðareiganda Kópavogsbær hafnar kröfum eiganda Vatnsenda- bletts 265 um ff ekari greiðsl- ur vegna eignamáms á hluta lóðar hans. Lögmaður lóð- areigandans heldur því ffam í bréfi til bæjarins að eignamámsbætur sem bærinn hafi þeg- ar innt af hendi hafi aðeins verið innborg- un á tjón lóðareig- andans. Þórður Þórð- arson bæjarlögmaður segir greiðsluna hafa verið móttekna án fyrirvara og að bærinn hafi þegar fengið umráð yfir skikanum. Yfir bænum vofir því málsókn lóðareigandans. Hóta að rífa svefnkofa Húseigandi áVatns- endabletti 81 í Kópavogi má búast við því að ólög- leg viðbygging og „svefn- kofi" á lóð hans verði fjar- lægður af bæjaryfirvöld- um. Bæjarráðið samþykkú fyrir helgi að fela bygging- arfulltrúa ffamkvæmd á flutningi hússins ef þurfa þykir. Skal það gert á kostnað eigandans. „Bæj- arráð samþykkir að eig- anda verði gefinn ffestur í 2 vikur til að fjarlægja ólöglega viðbyggingu og nýjan svefnkofa á lóðinni. Byggingarfulltrúa verði falin ffamkvæmd á niður- rifi bygginga ef þurfa þyk- ir, á kostnað eiganda." Kattakonan Guðrún Stefánsdóttir stígur nú í fyrsta skipti fram og segir sína hliö á hinni skrautlegu sögu sem rakin hefur verið í DV i sumar. Börn Guðrúnar og sægur af hundum og köttum hafa verið tekin af henni. Hún segir bæði ættingja og vini hafa snúið við sér baki og almenning veitast að sér með fúkyrðum og barsmíðum. Húsbilinn Hún skilaöi honum aftur til Ein- ars Thoroddsen iæknis sem ábyrgðist greiösiu á bilnum. Guðrún Stefánsdóttir telur eiganda hússins sem hún leigði hjá á Kjalarnesi viljandi hafa komið henni í allt það klandur sem hún er nú komin í. Guðrún þvertekur fyrir að vera dýraníðingur. Allt sem hún vilji sé að fá börnin sín aftur, fá ný dýr og búa í friði í sveitinni. „Það er allt rangt sem borið er upp á mig í fjölmiðlum og ég er alls ekki dýraníðingur. Þvert á móti get ég ekki hugsað mér lífið án dýra,“ segir Guðrún Stefánsdóttir sem nefnd hefur verið kattakonan. Af Guðrúnu hafa verið teknir tæplega þrjátíu kettir og sjö hundar. Nú hafa börnin hennar þrjú einnig verið tekin af henni. Húsbflnum, sem Einar Thoroddsen læknir fjár- magnaði kaup á, hefur hún skilað og hún var borin út af heimili sínu á Stekk. Á húsbíl á hestmannamót Allt hófst þetta með því að Guð- rún fór á hestamannamót með börn sín og hundana sjö á nýjum húsbíl sem Einar Thoroddsen hafði að- stoðað hana við að kaupa. Hún seg- ist hafa farið frá öllu hreinu og fínu, kettirnir hcift nóg að borða enda að- eins staðið til að vera tvo daga í burt. „Þegar ég kom heim var búið að brjótast inn í húsið, rústa öllu og kettirnir horfnir. Við gerðum ekki annað en ganga um og horfa á eyði- legginguna en fórum síðan til vina okkar sem búa í sveit og vorum hjá þeim í heyskap," segir Guðrún, en ástæða þess að hún á alla þessa ketti segir hún vera músagang í húsinu. Húseigandi hótaði barninu „Húsið var allt morandi í músum. Svo mikið var um þær að heimiliskett- irnir náðu ekki að halda þeim frá,“ segir Guðrún og bætir við að læðurnar hafi allar eignast kettlinga á sama tíma og þess vegna hafi kettirnir fjölgað sér svo mikið. Hún hafnar því alfarið að kettirnir hafi verið illa haldnir, allt hafi þetta verið sett á svið af eigandanum, Hreiðari Aðalsteins- syni. „Þegar við vorum á leið heim af hestamannamót- inu, þá hringdi Hreiðar í farsíma dóttur minnar og hafði í hótunum við hana. Sagði við hana: „Nú er búið að taka kettina af mömmu þinni, næst verða hundarnir teknir og síðan þið.“ Guðrún segir barninu hafa verið mjög brugðið. Þetta sé nákvæmlega það sem gerðist síðar. Allt væri þetta að undirlagi Hreiðars sem vildi hefna sín á henni og koma henni út úr húsinu. „Ég borg- aði alltaf leiguna á réttum tíma enda sá bankinn um að millifæra af mín- um reiking," segir hún. Kattakonan, Guðrún Hefur misst heimili sitt, börn, hunda og ketti. Stend ur ein uppi húsnæðislaus og aiisiaus. Birna Þórðardóttir miður sín eftir stuld á rauða gönguleðurjakkanum sínum Þetta var skelfileg lífsreynsla án jakkans Bima Þórðardóttir blaðamaður segir farir sínar ekki sléttar eftir að rauða leðurjakkanum hennar var stolið af heimili hennar. Bima hefur notað jakkann sem vörumerki sitt í menningargöngum sínum um mið- borg Reykajvíkur. Hún fór í tvær slikar göngur í góða veðrinu í gær án jakk- ans. „Þetta var eiginlega skelfileg h'fs- reynsla að fara í þessar göngur án jakkans," segir Bima. „Það eina sem ég hafði vom rauðu hanskamir sem passa við hann.“ Birna býr á mótum Óðinsgötu og Freyjugötu og segir að þjófnaður- inn hafi átt sér stað í kringum tvö til hálfþrjú um aðfaranótt sunnudags. „Útidyrnar hjá mér vom opnar. Sá eða sú sem rændi mig stal jakkan- um, handtöskum og bakpoka sem vom rétt fyrir innan útidyrnar," seg- ir Birna. „Svo virðist sem viðkom- andi hafi ekki farið inn í íbúðina að öðm leyti því ég sakna einskis ann- ars úr íbúðinni. Bima segir jakkann sérsaumaðan ítalskan jakka sem ekki passi á aðra en hana. Auk þess var gsm-síminn henn- ar í jakkanum. „Þetta var gamall og lú- inn Nokia-sími. Hann er engum til gagns nema mér. Þetta er því töluvert tilfinningalegt tjón íyrir mig." Menningargöngur Bimu standa yfir allt árið. Hún hvetur þjófinn að skila jakkanum íyrir næstu göngu. „Göngur mínar standa líka yfir veturinn enda ekkert síðra að skoða menningarverðmæti borgarinnar á þeim tíma ársins," segir hún „Ef viðkomandi hefur samband við mig og skilar mér jakkanum aftur verða engin eftirmæli af þessum þjófnaði," segir Birna. „Ég skal meira að segja bjóða þjófnum upp á kaffi og kleinur ef ég fæ jakkann í hendumar aftur." „Mér finnst brýnast aö foreidrar barna og unglinga noti sinn lausa tíma sem mest til þess að vera með þeim/' segir Herdís Egilsdóttir, kennari á eftirlaunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.