Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 Fyrst og fremst DV Jíl'su itái M nsrjniui Holdgervingur 9. áratug- arins leikur í Bjólfskviðu Efni LeítaD að iífié öðrum hnottum Hvernig er Island? Alþingismennvs. almennir borgarar Tifandi tíma- sprengja við land- helgismörkin Rússnesku herskipin enn á sínum stað Ásgeir í Rikinu Hefurekkiátti viðvarandi rekstrarerfiðleikum eins og Skjár einn og ættiþvíað vera betri fjárfestingarkostur fyrirSímann. Ásgeir Þormóðsson vill selja ríkinu Ríkið við Snorrabraut. Krefst þess að fá að sitja við sama borð og Skjár einn þegar kemur að verslun og viðskiptum hins opin- bera á myndbandamarkaðnum. Símhm tmupi líha vídeóleigu Asgelrs - eins og Stjá eiim „Ég vil endilega að Landssíminn geri mér tilboð í vídeóleiguna mína því ég hef alltaf staðið við mitt gagn- vart Símanum og aldrei gert neitt á þeirra hlut. Það væri nær að þeir snéru sér að fyrirtækjum eins og mínum í stað þess að vera að kaupa upp samkeppni á sjónvarpsmark- aðnum," segir Ásgeir Þormóðsson í vídeóleigunni Ríkinu við Snorra- braut. Ásgeir hefur rekið leigu sína þar í hartnær 20 ár og svíður að sjá skattfé almennings hverfa í Skjá einn þegar fjöldi vídeóleiga er til sölu. „Með kaupum sínum á Skjá ein- um er Landssíminn ekkert annað en að fjárfesta í vídeóleigu með heimsendingarþjónustu og þar með kominn í beina og harða sam- keppni við mig og aðra sem höfum sinnt þessu hlutverki með ágætum hingað til. Það væri nær að Lands- síminn keypti okkur upp ef Síminn ætlar sér á annað borð þetta hlut- verk,“ segir Ásgeir, sem vill ekki gefa upp hversu hátt verð hann vill fá fyrir Ríkið. Hann bendir á að með Ríkinu á Snorrabraut fylgi ís- búð og grill og leigan sé í alla staði vel tækjum búin eins og Skjár einn. „Allt er falt fyrir gott verð eins og hluturinn í Skjá einurn," segir Ásgeir og bendir á að Landssíminn þurfi ekki einu sinni að breyta um nafn á vídeóleigunni við Snorra- braut ef og þegar þeir kaupa. Vídeóleigan heitir Ríkið og fellur því vel að sjónvarpsrekstri Símans, þar sem samgönguráðherra situr á öllum hlutabréfum fyrirtækisins. „Ég hef aldrei stolið neinu af Landssímanum, heldur borgað mína reikninga þegjandi og hljóða- laust. Mér fmnst tími til kominn að ríkisvaldið sýni mér sama skilning og Skjá einum og eitt hef ég alla vega fram yfir Skjá einn. Hér hjá mér hafa aldrei verið viðvarandi rekstrarerfiðleikar þannig að hvernig sem á er litið yrði fjárfest- ingin áhættuminni en hin,“ segir Ásgeir í Ríkinu. „Með kaupum sínum á Skjá einum er Lands- síminn ekkert annað en að fjárfesta í vídeó- leigu með heimsendingarþjónustu og þar með kominn í beina og harða samkeppni við mig og aðra sem höfum sinntþessu hlutverki með ágætum hingað til." Coelho kemur Umboðsmaðurlnn Montse með meiriháttar vesen „Við stöndum nánast ráðþrota. Coelho, eða öllu heldur umboðs- maður hans, hefur óskað eftir því að honum verði útvegaður lífvörður meðan hann er á landinu. Hvar sem hann fer. Ég veit ekki hvers vegna það er. Hvað eigum við að gera? Fá einhvern mann í svörtum jakka eða svartri úlpu frá Kaffi Viktor til að vera á vappi í kringum hann eða hvað?" segir EgiU Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfunnar. Þó er nú ekki á honum að heyra að taugarnar séu að bila, fremur að hann hafi gaman af tUstandinu. BrasUíski riútöfundurinn og stór- stjaman Paulo CoeUto er sem sagt væntanlegur ril landsins á þriðjudag. Hann mun dvelja hér um tveggja nátta skeið, á svítunni á Hótel Borg. Coelho var söluhæsti höfúndur síð- asta árs á heimsvísu með bók sína EUefú mínútur, samkvæmt PubUs- hing Trends. Hann má því heita með sanni einn sá frægasti úr þessum geira sem sótt hefur landið heim. íslendingar þekkja Coelho helst sem höfund Alkemistans en á síðasta ári var hann einn höfunda um að vera með tvær bækur á met- söiuhsta. Er þar um að ræða bæk- urnar EUefu mínútur og Alkemist- ann. Auk þess sem hann komst á spjöld heimsmetabókar Guinness á bókasýningunni í Frankfurt í fyrra þegar hann áritaði 53 þýðingar Alkemistans á 45 mínútum. EUefu mínútur eru komnar út hér í þýðingu Guðbergs Bergssonar en sagan ljaUar um brasUíska gleði- konu. Hún trónir nú efstar á metsölulistum á íslandi. „Kröfumar em eins og maður getur ímyndað sér að rokkstjömur geri. Við emm búnir að bjóða hon- um ótrúlega hluti. En hann fer bara eina átt og við aðra. Hann fékkst tU dæmis bara tU að árita einu sinrú í MáU og menningu á Laugarvegi og það er á miðvUcudag," segir EgiU Öm. Og honum var verulega skemmt þegar hann frétti af því að Coelho, sem ferðast vitaskuld aðeins á Saga Class og þá í sæú 2A, hefur umboðsmanninn sinn aftur í. „Já, við þurfum að hafa fyrir komu hans en því má ekki gleyma að það er ekki á hverjum degi sem við fáum tU okkar heimsþekkt skáld. Sjálfur er hann alger ljúúingur þegar við hann er rætt. Hins vegar er hin spænska Montse, umboðsmaður hans, tíl vandræða. CoeUio er henn- ar eini umbjóðandi og hún er að dunda sér við það dagana langa að láta hafa fyrir sér. Hún er ‘böfferinn' hans og stendur undir nafni sem slík — þokkalega. jakob@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.