Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Page 7
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 7
My Allen rís w fré dauðmn
Mustanha í slæmum néle
„Staðan er sú að Woody Allen
lifnaði skyndilega við í síðustu viku
og sagðist hafa verið í gíslingu, eða
fangelsi, ég man nú ekki hvar.
Hann var sem sagt tekinn til fanga
í London en var í raun fangi Bens
Madock og hans fólks, dr.
Frankensteins og Imeldu Marcos,"
segir Sigurjón Kjartansson út-
varpsmaður.
Hann rekur, ásamt félaga sínum
Jóni Gnarr, útvarpsþátt sem heidr
Tvíhöfði - morgunþáttur útvarps-
stöðvarinnar Skonrokks. Fyrir hálf-
um mánuði greindi DV ítarlega frá
sérlega furðulegri fléttu sem snýst
um að nígerískur svindlari er hafð-
ur að fullkomnu fífli af Tvihöfða í
beinni útsendingu. Hefur þetta nú
gengið í rúma tvo mánuði. Sá heit-
ir Mustapha en eftir bréfaskriftir og
símtöl virðist Mustapha standa í
þeirri meiningu að hann sé kjör-
sonur hins íslenska auðjöfurs
Woodys Allen og þar með erftngi að
Allen-auðæfunum. Hann óskar
stöðugt eftír peningum svo hann
geti komið til íslands og hugað að
eigum sínum. Þar sem DV skildi við
síðast þá var Woody dáinn og
Mustapha farinn að stjórna hinum
umfangsmikla rekstri Allen-veldis-
ins símleiðis frá Nígeríu.
Ýmislegt hefur á daga Mustapha
drifið frá því DV greindi frá þessu
mikla ævintýri síðast. Hann hefur
til dæmis setið nokkra mikla síma-
fundi með Clark Kent,
ritstjóra DV, Aristotíe
Onasiss, þess sem rekur
skipafyrirtæki Allen-
veldisins í Bandarikjun-
um, og Otto von Bis-
mark, framkvæmda-
stjóra rækjuverksmiðj-
unnar í Hnífsdal. Að
auki hefur gjaldkerinn
Monicka Levinsky (ekki
með w) komið við
sögu. Mjög erfiðlega
hefur gengið hjá Must-
apha að troða því inn í
hausinn á þessu fólki,
þrátt fyrir að vera „the
boss“, að hann vanti
peninga til að rísa undir ferða-
kostnaði sínum til íslands.
En sagan hefur sem sagt tekið
enn einn snúninginn.
„Það sem sagt kemur á daginn
að Ben Matlock reynist vera maður-
inn á bak við Frankenstein og
Imeldu Marcos. Hans djöfullega
ráðabrugg gekk vitaskuld út á það
að hafa peninga úr Allen-veldinu.
Mustapha hefúr nú verið að ræða
við „föður“ sinn, Woody Allen, sem
er mjög lyfjaður eftir hina þung-
bæru reynslu sína,“ segir Sigurjón.
Og það sem verra er: í morgun
sagði Allen (sem leikinn er af Jóni
Gnarr) Mustapha að hann væri að
öllum líkindum gjaldþrota. Nú
spyrja menn sig hvort Mustapha
Tvíhöföi Hefur haft f nægu að snúast, meðal annars skipu
lagt slmafundi með Mustapha og þeim Clark Kent,ritstj6ra
DV, Onassis og Otto von Bismark auk þess sem Monica
Levinski hefurkomið við sögu.
muni halda tryggð við
föður sinn, en milli
þeirra hafa hingað til
verið miklir kærleik-
ar. Nú reynir á því
Mustapha hefur sagt
við föður sinn að
hann muni aldrei
yfirgefa hann.
„Woody er
sem sagt gjald-
þrota, snauður,
veikur á sterkum
lyfjum og nú vill
hann flytja til Ní-
geríu, inn á þau
Mustapha og
móðurhans."
jakob@dv.is
Mustapha Nígeríski svika-
hrappurinn horfir nú fram
á það aðjaðir hans"
Woody er ekki dáinn, held-
ur gjaidþrota og veikur.
Mun hann halda tryggð
við Woody?
30 þúsund krónur
á Carreras og
nánast uppselt
Jose Carreras heldur tónleika i Há-
skólabiói S. mars og eru dýrustu miö-
arnir á heilar þrjátíu þúsund krónur.
Þetta eru dýrustu miöar sem seldir
hafa verið á tónleika á íslandi. Fólk
setur þaö ekki fyrir sig og er nánast aO
verða uppselt, tæpir 700 miöarseldir,
en húsið tekur 900 ísæti.
„Já, fólk er að splæsa þessu á sig í
jólagjafir og svona. Enda er þetta nán-
ast eins og aO vera á einkatónleikum
með Carreras," segir Einar sem flytur
hann inn. MiOaverð lækkar íþrepum
upp i efstu sætin en þar kostar 15 þús-
undaOsitja.
Carreras er einn tenóranna þriggja,
reyndar sístur þeirra efmarka má fleyg
ummæli Bó Hall þegar hann frétti aö
Friðrik Karlsson væri að vinna fyrir
k hann. Einar stendur jafnframt í
því að flytja inn Whitesnake og
i fyrirhugað var að þeir héldu
tónleika 4. desember.„En þá
er innanhússmót í fótbolta hjá
KSlþannig aö ég verð líklega
aö vera með þá í Krikanum.
Hann er bara fulllitill fyrir
Whitesnake," segir Einar
og Ijóst að hann myndi
þiggja að reistyrði
vegleg tónleika-
höll hérá landi
sem tæki
, kannski 4 til 5
, þúsund manns í
l sæti.
Jose
Carreras
Fólk setur
ekki fyrir sig að borga 30
þúsund krónur fyrir aö
hlýða á þennan
hjartaknúsara syngja
fyrirsig.
Frábær bíll
- fróbærtverð
^SÍEV*V
Mazda3 T Sedan 1,6 I kostar aðeins
1.805.000 kr.
fiukahlutir á i,
■BSHhRBHHHHHHHBIB
Mazda3 bfll órsins fDanmörku, Finnlandi og Tékklandi.
flnnað sætið ívali 6 bfl érsins íEvrópu ósamtVWGolf.
Skúlagötu 59, slml 540 5400 www.raeslr.ls
Söluumboð:
Bílóssf., Hkranesi - BSH, Hkureyri
Betri bilasalan, Selfossi - SG Bflar, Reykjanesbæ
Opið fró kl. 12-16 laugardaga