Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Síða 10
7 0 LAUGARDAGUR 16. OKJÓBER 2004
Helgarblað DV
Inga Sólveig Friðjónsdóttir listakona kynntist ung Bubba Morthens á vertið á Hornafirði. Sambandsslit
þeirra voru dramatísk og þau fóru í sitt hvora áttina og Inga giftist og eignaðist dóttur. Þau hittust aftur
og þá kom ekkert i veg fyrir að þau giftust. Inga Sólveig ræðir um stormasöm ár með Bubba, skilnað og
hvað á daga hennar hefur drifið síðan.
Stonmasöm ár með
rokkstjörnu íslands
„Við Bubbi kynntumst á Hornarfirði á vertíð. Hann var þar far-
andverkamaður og við vorum bæði að vinna í frystihús-
inu,“segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir listakona, bareigandi og
fyrrum eiginkona Bubba Morthens.
Um Ingu Sólveigu hefúr verið rætt
sem eiginkonu Bubba og flestir vita
um tilvist hennar en fæstir þekkja
hana eða vita hver hún er. I nýrri
heimildarmynd um Bubba sem
frumsýnd var í fyrri viku, er meðal
annars rætt við Ingu og þar tjáir hún
sig um samband þeirra. hað hefur
hún ekki gert áður en hann híns veg-
ar rætt það við ýmis tækifæri. „Mér
fannst myndin ágæt; mun betri en ég
átti von á. Ég vissi ekki hve mikið þeir
myndu nota af klukkustundar viðtali
en það kom ágætlega út," segir hún
og bendir á að það hefði allt eins get-
að verið slitið úr samhengi.
Inga Sólveig býr við Hverfisgöm
þar sem hún keypti sér hæð á homi
Klapparstígs og Hverfisgötu. Þar býr
hún, rekur h'tið ljósmyndagallerí og
hefúr jafnframt vinnustofu. Allt var
gamalt og úr sér gengið en hún hefur
gert upp alla hæðina og komið sér vel
fyrir í mjög fallegri íbúð. Hún hann-
aði hana sjálf og hefur teldst vel upp
með góðra vina hjálp. „Mig dreymdi
alltaf um að koma mér upp svona að-
stöðu þar sem ég gæti unnið, búið og
rekið lítið galleríþar sem aðeins væru
sýndar ljósmyndir," segir hún um
leið og hún býður kaffi.
Fáeinum skrefum fyrir ofan hús-
vfsa honum burt úr sýslunni. Hann
vildi halda aga og reglu en ég býst við
að hann hafi notið þess að fá tækifæri
til að koma honum sem lengst frá
mér," segir Inga Sólveig, sem sjálf var
enginn engill og ætlaði alls ekki að
flytja austur til foreldra sinna.
„Ég var flutt að heiman þegar for-
eldrar mínir fluttu austur en kom á
efdr þeim. Átti raunar ekkert val.
Pabbi var harður. Ég skil það vel nú
því ég hafði ekki gott af þvj að vera í
bænum og umgangast það fólk sem
ég var komin í félagsskap við. Pabbi
gerði sér grein fyrir því og vildi mig
austur til að geta fylgst með og haft
áhrif," segirhúnogskellihlær. „Bubbi
var reyndar á Homafirði af svipuðum
ástæðum en Tolli bróðir hans sendi
hann burtu til að losa hann úr vond-
um félagsskap í bænum. Hann var
drjúgur að koma sér í vanda og lenda
í slagsmálum og veseni. Við vorum
því þama á svipuðum forsendum,"
segir hún glottandi og hugsar til baka.
„Ef ég hefði farið þá leið sem for-
eldramir vildu á þessum árum þá
hefði ég farið pen stúlka í mennta-
skóla og síðan í háskóla með allt á
tæm. Ég vissi alls ekki hvað ég vildi
verða og var mjög óákveðin um hvað
ég vildi yfirhöfuð gera við lff mitt. Fór
sínum en á einhverjum þvælingi með
mér í Reykjavík. Annars var ég svodd-
an krakki þegar þetta var," segir hún
hugsi og þagnar. Bætir síðan við með
áherslu að auðvitað hafi þetta verið
best fyrir alla aðila og aldrei valdið
neinum vanda fyrir utan það að fað-
irinn flutti út til Færeyja og síðan til
Danmerkur í nám og tók dóttur sína
með. Inga Sólveig viðurkennir að það
hafi verið erfitt að sjá á bak henni en
allt hafi þetta eigi að síður orðið til
góðs. Þær mæðgur séu góðar vinkon-
ur og nú eigi hún meira að segja tvö
ömmuböm.
„Það er æðislegt og bætir upp að
hafa ekki afið dóttur mína upp. Hún
er reyndar nýlega flutt til Hollands
með þau þar sem maðurinn hennar
er að mennta sig. Mér finnst verst að
sjá þau ekki reglulega," segir hún og
sýpur á kaffinu.
Hjónaband, fjör og blankheit
í Reykjavík fór Inga Sólveig að
vinna á skrifstofu hjá Sambandinu
þegar hún kom suður. Hún segir það
aðeins hafa verið til að geta séð fyrir
sér en ekki af áhuga á viðfangsefninu.
En lengi lifir í gömlum glæðum og
þau Bubbi mættust á fömum vegi að
nýju.
„Þá vom liðin minnst fimm ár frá
því við hættum að vera saman en það
breytti ekki neinu; eitthvað hlýtur að
hafa blundað í okkur sem við vom
ekki tilbúin að sjá á bak. Bubbi var þá
að byrja að vinna ísbjamablús en í
Hann byrjaði sem baráttumaður verkalýðsins með söngvum sínum. Nú
ekur hann um á jeppa sem hann auglýsir og selur sig grimmt.
næðið hennar, á Klapparstígnum,
rekur Inga Sólveig ásamt góðri vin-
konu sinni, Sigríði Guðlaugsdóttur,
lítinn bar. „Mér bauðst að ganga inn í
reksturinn fyrir tveimur árum og það
hefur gengið prýðilega. Við skiptum
með okkur vinnunni en þetta er mik-
ið at eigi að síður," segir hún og bros-
ir. „Það gerir mér kleyft að vinna að
ljósmyndunum en það ríður enginn
feitum hesti frá þeirri listsköpun hér
á landi. Erlendis er hins vegar ljós-
myndatæknin vel þekkt og mjög virt.
Þar geta góðir listamenn borið vel úr
býtum," segir hún og játar að hún sé
svo sem ekki mikill markaðsfræðing-
ur í sér og alls ekki dugleg að selja
sjálfa sig. ,Ætli ég geti ekki að ein-
hverju leyti kennt sjálfri mér um,"
bætir hún við hlæjandi og sýpur á
kaffinu sínu.
Rekinn úr sýslunni
En aftur til Homafjarðar. Faðir
Ingu Sólveigar var sýslumaður Skaft-
felfinga og mörgum minnisstæður
frá þeim árum. Friðjón Guðröðarson
var um margt sérstakur, fór eigin
leiðir og hélt uppi aga og reglu í sýsl-
unni. Hann hafði auga með dóttur-
inni og var í þeirri aðstöðu að geta
fylgst með.
„Pabba var ekki skemmt þegar við
Bubbi fórum að vera saman enda
vissi hann af hans ferli. Hann notaði
tækifærið þegar Bubbi lenti ein-
hverju sinni í slagsmálum á balli að
því f frystihúsið að vinna og þar var
Bubbi. Við fórum að vera saman en á
þeim árum vissu fáir hver hann var.
Okkur kom vel saman og ég held að
sambandið hafi varað í nokkra mán-
uði en endað í mikilfi dramatík," seg-
ir hún hlæjandi og vísar í aðgerðir
föður síns til að koma Bubba sem
lengst í burtu frá henni.
Giftist öðrum, skildi og hitti
Bubba aftur
Inga Sólveig bendir á að þrátt fyrir
aðdragandann að sambandsslitun-
um hafi hún alls ekki verið á þeim
buxunum að festa sig áfram í sam-
bandi. Og enn sfður eftir að Bubbi
fór. Hún segist bara hafa viljað vera
frjáls og gera það sem hún vildi. „En
það varð nú eitthvað annað," segir
hún og skelfir upp úr um leið og hún
rifjar upp það sem á eftir kom. „í stað
þess að fifa lífinu og sletta úr klaufun-
um fór ég strax aftur í samband. Það
endaði með giftingu og bami þegar
ég var rétt um nítján ára gömul. Ekld
beint það sem ég hafði ætlað. Ég fór
því suður með dóttur mína og ætlaði
að finna mér eitthvað að gera,
einstæð móðir í Reykjavík," rifjar hún
upp, hristir hausinn og brosir.
„Það gekk ekki lengi en faðir
bamsins fór í forræðisdeilu við mig.
Það var afskaplega leiðinleg og ógeð-
felld deila sem endaði með því að
hún fór til hans. Ég taldi að barnið
hefði það betra á Homafirði hjá föður
kjölfarið urðu Utangarðsmenn til og
hann var ekld orðinn tiltölulega
þekktur," segir Inga Sólveig og rifjar
upp þennan tíma.
Þau Bubbi fóm fljótlega að búa
saman en mikið var að gera í spila-
mennskunni og hann oft að spila úti
á landi. Eftir að hafa verið saman um
tíma tóku þau ákvörðun um að gifta
sig:
„Nei, við giftum okkur ekki í
kirkju. Fórum bara til fógeta og svara-
menn vom tveir úr hljómsveitinni.
Það var nú allt og sumt. Ég man ekki
hvað við gerðum síðan en það var
ekki mikið haft við," segir Inga Sól-
veig og viðurkennir að þessi ár hafi
verið skemmtileg og oft mikið fjör en
þau hafi líka oft verið blönk. Hún ein
var í fastri vinnu en peningar komu
stopult inn hjá Bubba. Hún segist
stundum brosa að því nú, en eitt sinn
hafi hún farið með giftingarhringinn,
sem var mikill hlunkur, og eitthvað
gull sem henni hafði áskomast í
gegnum tíðina og selt í bræðslu til að
eiga fyrir salti í grautinn.
„Um svipað leyti fór ég fika með
málverk sem við höfðum fengið í
brúðargjöf og seldi," segir hún hlæj-
andi og leggur áherslu á að hún hafi
aldrei séð eftir því. Peningamir komu
hins vegar að góðum notum og ég
brosi að þessu núna."
Dóp og pönk
Það gekk á ýmsu en um þetta leyti
svo
langt
sem
það
náði
inga Solveig Fpiöjansdottip
„Pabba var ekki skemmt þegar viö Bubbi
fórum aö vera saman enda vissi hann af
hans ferli. Hann notaöi tækifærið þegar
Bubbi lenti einhverju sinni I slagsmálum á
balli aö vísa honum burt úr sýslunni."
var farið að bera á dópinu. Inga segir
að Bubbi hafi aldrei getað drukkið
eins og maður. Varð alltaf illa fullur
og leiðinlegur en notaði þess vegna
hass. Kókaínið kom sfðar til sögunn-
ar.
„Auðvitaö reykti ég líka með hon-
um, þetta var allt öðmvísi þá en
núna. Það var mun erf-
iðara að nálgast
þessi efrú á
þessum
árum," segir
hún og held-
ur áfram að
rifja upp
árin með
Bubba. „Ég
held að við
höfúm
bara verið
ems og
venjuleg
hjón
...eða