Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Page 14
]
14 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER2004
Helgarblað DV
Pils úr eigu mömmu
JohnsLennon
Pilsið keypti María Heba í second
hand-versiun í Amsterdam.„Karlinn
sem seldi mér það var mjög fyndinn.
Hann sagði að mamma Johns
Lennon hefði dtt þetta pils og ætlaði
því að selja það dýrum dómi. Ég
spjallaði heillengi við hann og á
endanum gafhann mér afsldtt enda
vorum við orðnir svo góðir vinir."
Leikkonan María Heba Þorkelsdóttir opnaði fata-
skápinn sinn fyrir blaðamanni og ljósmyndara DV.
María Heba heldur mest upp á öðruvísi falleg föt
eins og sést á myndunum. Samt segist hún alls ekki
vera tískufrík heldur fái hún reglulega kaupæði.
i j
1 ► . J . 1 fj
liJ Jj
/ J
Aðdáandi Eiðs
Smára
„Þennan fékk ég þegar ég
.var úti I London og sá Eið
Smára spila i desember
2002 en síðan hefég ver-
ið forfallinn aðdáandi. Síðan var ég
að vinna með Sveppa I Fame og fékk hann til að
láta Eið Smára árita hann fyrir mig. Þessi er f miklu
uppáhaldi hjá mér þó ég passi ekki ihann núna.‘
„Second hand"
„Þessi er náttúrulega algjört æði. Ég
fékk hann hjá einhverri steipu sem
hafði keypt heilan second hand-lag-
er frá Amsterdam. Ég er mikið fyrir
second hand-föt en finnst ég ekki
mjög snjöll I aö versla þau.“
[ uppáhaldi
„Þessi kjóll er 10 ára gamall en ég
held rosalega mikiö upp á hann. Ég
fékk hann í Spaksmannsspjörum en
hann erpinu þrönguryfirbrjóstin
núna. Hann er það sérstakur að ég
held ég muni geta gengið I honum I
mörg ár I viðbót. Hann eldist bara
meðmér."
J
í
Uppá-
haldstöskurnar
Pessi svarta með
palliettunum er algjört
listaverk en hana fékk ég
frá vinkonum minum á út-
skriftardaginn. Þessa loðnu
fékk ég líka í útskriftagjöf og ég held að þetta
sé alveg örugglega íslensk hönnun. Þessa
þæfðu fékk égsvoá markaði i Osló."
. J. J
u u J
„Strax og ég vissi að ég væri ófrísk fór ég að
spá í hvað það yrði gaman að skoða óléttuföt,"
segir María Heba Þorkelsdóttir leikkona sem
er komin 15 vikur á leið með sínu fyrsta bami.
„í dag vilja ófrískar konur náttúrulega hugsa
vel um sig og þá er svo margt til. Mér finnst
mjög smart að vera í þröngu að ofan svo
bumban fái að njóta sín. Einnig er ég orðin
miklu hrifnari af háum hælum. Ég hugsa að ég
sé mikið fyrir skrítna skó en síðan ég fékk
bumbuna er ég farin að vera í háhæluðum
skóm og er þá megaskvísa."
María Heba útskrifaðist úr Leiklistarskól-
anum árið 2003. Hún lék í söngleiknum Fame
en vonir standa til að söngleikurinn fari af
stað aftur í nýju húsnæði. Einnig mun hún
bráðlega taka við hlutverki Jenie, sem nú er í
höndum Ilmar Kristjánsdóttur, í Hárinu.
„Jenie er ólétt hippastelpa sem mér finnst
mjög skemmtilegt enda býst ég ekki við að fá
J
aftur tækifæri til að leika ófríska konu á sama
tíma og ég er sjálf ófrísk."
f fataskáp Maríu Hebu er margt að finna en
flest fékk hún í „second hand"-verslunum.
„Ég held ég sé ekkert svo mikið tískuffík. Ég ef
bara eins og flestir aðrir og þykir gaman að líta
vel út. Oft h'ða mánuðir á milli þess sem ég
versla mér föt en svo fæ ég kannski kaupæði.
Ég hef mest gaman af sérstökum og óvenju-
legum fötum og fæ oft æði fyrir ákveðnum lit-
um í einhvern tíma," segir María Heba og
bætir við að hún versli þar sem hún finni föt
og þá séu stórmarkaðir ekki undanskildnir.
„Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur."
María Heba á mikið af skarti og segist gjaman
nota nælur til að krydda upp á látlausa boli.
„Það er gaman að leyfa sér að kaupa eina
nælu þegar maður er blankur því þá er eins og
maður sé kominn í nýja flík."
indiana@dv.is
Skyrtukjóll
„Þennan fékk ég i
Spútnik. Hann er rosa-
lega flottur þegar mað-
ur er kominn í svartar
sokkabuxur og stigvél
og einhverja skartgripi.
Samt passar hann ekki á mig núna
þegar ég er komin með kúlu. “
Elskar skart
Armböndin eru gömui úr
eigu mömmu hennar. Kross-
inn fékk hún frá ömmu
sinni.
Föt úr stórmarkaði
María Heba fékk bolinn í Prime Mart
sem er nokkurs konar Bónus i London.
Pilsið fékk hún I Hagkaupi en hafði
keypt það áður en hún varð ófrísk.„Ég
held mikið upp á þessi stfgvél en ég fékk \
mérþau þegar ég útskrifaðist úr Leiklist-
arskólanum. Ég er búin að láta sóla þau \
einu sinni og á eftir að nota þau miklu
meira.“Á stigvélunum eru demantarog \
svo fylgdi keðjan með þeim.