Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Page 17
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 17
Frá tökum Bjólfskviðu Leikstjórinn Sturla Gunnarsson um borð ivikingaskipiáJökulsárlóni.
Efmyndin prentast vel má sjá Jón aftast í rauðri skykkju.
Stungið á ofgnátt kyla hins
íslenska samfélags Rass
lætur ráðamenn heyra hað
vestra. Ekki síst atriöi þar sem Davíð
Þór Jónsson grínari fer á miMum kost-
nm og hæðist sem mest hann má að
Vestur-íslendingum. „Hann segir eitt-
hvað á þá leið að íslendingar vilji ekki
hafa þá fyrir augunum. Af hveiju í
ósköpunum halda menn að Vestur-
farasetrið sé staðsett á Hofsósi? Og
eitthvað fleira í þeim dúr. Ég var hat-
aður á tímabili fyrir þessa mynd, fólk
vildi ekki af mér vita, þetta fór iiia í
margan manninn og ákveðinn hópur
sem ég móðgaði illa. Öldungardeild-
arþingmaður hafði tii dæmis boðið
mér í mat, sem þótti mikUl heiður, en
eftir sýningu myndarinnar var það
boð afturkallað. Ég kenni Davíð Þór
auðvitað um það ailt saman," segir
Jón háðskur. En það urðu mikil blaða-
skrif og leiðindi en hins vegar varð
þetta til að vekja áhuga CBC á mynd-
inni sem sýndi hana 12 sinnum um
allt Kanada.“
Kvikmyndahátíð á skrýtnum
forsendum
Móðgunin mikla gekk yfir og Jón
gerði kvikmynd sem heitir Kandiana
sem fjallar um tvo misheppnaða
glæpamenn á sléttum Manitóba. Hún
var tekin að stórum hluta í Gimli í 30
til 40 stiga frosti. Myndin fékk lofsam-
lega dóma og hefur verið sýnd víða
um heim. „Þó fékk ég hana ekki sýnda
þar sem ég vildi einkum, eða í kvik-
myndahúsinu í Gimli, en fólkið þar
reyndist afar hjálplegt við gerð mynd-
arinnar. En þar eru einkum sýndar
bandarískar stúdíómyndir. En það var
■ekki fullreynt. Upp úr þessari stöðu
kviknaði sú hugmynd að koma á
koppinn kvikmyndahátíð í Girnli og
þannig laumast bakdyramegin inn
með myndina. Jón hringdi í nokkra fé-
laga srna, Sturlu Gunnarsson, sem nú
er að leikstýra Bjólfskviðu, og Guy
Maddin, sem er vestur-íslenskur leik-
stjóri. „Þegar ég var kominn með þrjár
til fjórar kvikmyndir þóttist ég vera
kominn með nóg í Gimli Film Festival.
Hún var svo haldin núna í fjórða skipti
og hefur fest sig í sessi."
Mikill tími Jóns fer í að sldpuleggja
þá hátíð, þó svo að ráðnir hafi verið
starfsmenn og framkvæmdastjóri, en
Jón er listrænn stjómandi hennar -
velur inn á hana myndir og slrkt. Að
auki hefur hann gert nokkrar heimild-
armyndir og er einmitt að vinna að
einni slíkri núna. Hún er tekin á
íslandi en á sér kanadískar rætur.
Með tökuvélina falda undir
skikkjunni
Gsm-srmasambandið er misgott
enda stekkur víkingurinn Jón, her-
maður Bjólfs, milli hóla og hæða með
spjótíð á lofti. Hann þarf að þramma
fiam og aftur fyrir framan ramma
kvikmyndatökuvélarinnar þar sem
verið er að taka upp atriði í Bjólfs-
kviðu. Hann segir tengsl srn við gerð
myndarinnar til komin vegna ldíku-
skaps. Sturla leikstjóri er góður vinur
hans. „Ég leik sem sagt einn hermann
Bjólfs, er sá sem er aftast í mynd-
rammanum og sný baki í myndavél-
ina. Segi ekkert. Og undir skikkjunni
fel ég svo vfdeótökuvélina."
Jón er, samhliða því að fara með
aukahlutverk í myndinni, að vinna
heimildarmynd um gerð Bjólfskviðu.
Það má heita góð hugmynd þvf Jón er
þannig í innsta hring en kemur ekki
að tökustað sem gestur. Auk þess stýr-
ir hann gerð vefsíðu þar sem fylgst er
með gerð myndarinnar jafnóðum, frá
skrefi til skrefs. „Þetta er nýjung, eða
við vitum í það minnsta ekki til þess
að þetta hafi verið gert áður. Athugið
beowulfandgrendel.com"
Ekki of mikið sólskin, takk
Jón segist ekki hafa leitt hugann að
því að snúa til baka í sjónvarpið en
heimildarmyndirnar sem hann hefur
gert eru vissulega ætlaðar í sjónvarp.
Og hann er með tvær brómyndir í þró-
un. Önnur er komin sæmilega á veg
en hún verður gerð í Kanada. Hina
langar Jón að gera á íslandi. Aðstæður
í Kanada til kvikmyndagerðar eru
góðar, skattaívilnanir og lágt gengi
kanadíska dollarans. En Jón dregur
ekkert úr þvr að gott sé að búa til bíó á
íslandi einnig. Til dæmis er prósenta
af öllum þeim peningum sem varið er
í kvikmyndagerð á íslandi færð til
baka í skattaafslætti sem gerir landið
ákjósanlegt til kvikmyndagerðar.
En hvað um umhleypingasama
veðráttu á íslandi? Setur hún ekkistrik
í reikninginn?
„Nú eru eftir þrjár vikur í tökum en
þær hafa gengið mjög vel. Gengur
mjög vel í dag. Það em góðir dagar og
slæmir eins og gengur. Rok og rigning.
Þetta land hentar mjög vel til kvik-
myndagerðar. Fallegt og magnað. Og
þegar rignir með þoku skælbrosir
leikstjórinn. Hann vill alls ekki hafa of
mikið sólskin."
jakob@dv.is
Holdgervingur eighties-ins Sem storm-
sveipur fórJón um sjónvarpið undir hand-
leiðslu hmsöfluga Hrafns Gunnlaugssonar
sem vitnaði lon og don f Laxness. Þaðan er
nafngiftin .Rokkamir geta ekki þagnað" ættuð.
I Útvarpsmaðurinn ungi Jón
sá að ágætan aukapening var
að hafa upp úr þvl meömennta-
skóla að vera með útvarpsþátt.
Hér gáfulegur með kringlótt
gleraugu i takt við tiðarandann
á útvarpsbolnum árið 1984.
Tónlistarsjónvarp Enn og aftur í settinu I
glimmerjakkafötum og Ijósashow i baksýn.Jón
segir sjónvarp á íslandi vanta nýjan Hrafn
Gunnlaugsson þrátt fyrir að Hrafn hafi nánast
I rekið sig eftir Kukl-þáttinn fræga i„Rokkunum‘J.
„Jú, pönkbandið Rass er víst til. Við
leikum það sem heitir pungarokk,"
segir Óttarr Proppé sem auk þess að
vera yfir erlendum bókum hjá Penn-
anum fer fýrir hinni harðsvfruðu og
öflugu pönksveit sem kallar sig Rass.
Og sveitin sú lætur ráðamenn heyra
það auk þess sem hið sjúka þjóðfé-
lagsáStand almennt er tekið tíl um-
fjöllunar og það gagnrýnt harkalega,
til dæmis r' laginu: „Oréttlæti er órétt-
látt." Það verður seint tekið í sátt.
„Fflósófían er sú að við lr'tum á það
sem sjálfsagða skyldu hvers pönk-
bands að stinga á kýlum samfélagsins.
Og við erum sannarlega að tala um
ofgnótt kýla sem hrópar á okkur."
Andóf gegn rótgrónu órétt-
læti
Þetta andóf má heita sjálfsprottið
því Rass hvorki æfir né semur sitt
efríi heldur verður það til þegar
Rass-liðar koma saman til að troða
upp. í hljómsveitinni eru meira og
minna gamlir hundar en auk Óttarrs
sem syngur eru meðlimir Björn
Blöndal, sem einhvern tíma var
bassaleikari r Ham en er nú orðinn
sólógítarleikari. Arnar Geir Ómars-
son trommuleikari kemur einnig úr
þeim ranni auk þess sem hann
trommar með Bubba og r Apparati.
„Já, svo er Guðni Finnsson bassa-
leikari úr Ensími og einhverju fleiru
og Þorgeir Guðmundsson, sem er
gítarleikari hjá okkur en bassaleikari
í Singapure Sling," segir Óttar sem
upplýsir að Rass sé hljómsveit kom-
in til ára sinna.
„Þetta er níunda starfsárið. En
við höfum yfirleitt haldið okkur við
að spila aðeins eina auglýsta tón-
leika á ári. Og við köllum það þá illa
auglýsta tónleika eða lítið auglýsta.
Og reglan hefur verið sú að við
æfum ekki. Lögin hafa verið samin
nánast á tónleikum. Og nú, eftir níu
ár, eru komin svo mörg lög að við
urðum eiginlega að gera eitthvað við
þau. Við erum búnir að fara r' stúdíó
og taka upp 12 lög, samtals 30 mín-
útur. Tókum þetta beint inn og ekki
ólfldegt að það endi með því að
verða gefið út einhvern tíma á næst-
unni. Gerum það væntanlega sjálfir.
Ekkert stórmál að gefa út plötu fyrir
vana menn. Það vantar reyndar
pönkútgefendur á íslandi."
Forðast markaðssetningu
sem heitan eldinn
Óréttlæti er óréttlátt eru sannar-
lega orð að sönnu. Og það verður
seint tekið f sátt. En um hvað syngja
þeir utan þess sem heita má augljóst
þótt mörgum virðist það hulið?
„Burt með kvótann er slagari. Svo
erum við með lag sem heitir ‘Um-
boðsmaður Alþingis’ en hann er
augljóslega ekki að standa sig fyrst
alþingismenn eru ekki að slá í gegn.
Þá sömdum við nýtt lag í stúdíóinu
sem fjallar Um Kárahnjúka og hlut-
skipti vörubflstjórans þar. Nú, svo er
eitt laganna á dönsku, sem heitir
‘Pönk familía’. Það er herkvaðning
eða öllu heldur pönkkvaðning."
Óttarr er ekki frá þvr' að merkja
megi vakningu meðal listamanna
almennt eftir nokkurn doða og
andvaraleysi. „Það lýsir sér kannski í
því að þessi laumuhljómsveit er að
vekja athygli fleiri og fleiri manna án
þess að við séum að markaðssetja
hana. Reyndar viljum við meina að
okkar vinsældir byggist einmitt að
verulegu leyti á þvt að við forðumst
markaðssetningu."
Fyrir dyrum stendur að hljóð-
blanda hina nýju plötu Rassmanna.
Hljómsveitin mun svo koma fram á
opnunarteiti hjá Airwaves. „Svo
langar okkur að halda útgáfutón-
leika á Neskaupstað. Lagið okkar:
‘Bræður vilja vinna úti’ fjallar
einmitt um verkamenn í Neskaup-
stað. Það væri við hæfi. Þetta er
mikið fjör.“
jakob@dv.is
Dekurdagar
fyrir ykkur
20% afsláttur
af öllum vörum í Hygea
föstudag, laugardag og sunnudag
m Rn
jJIJ jjlj
HYGEA HYGEA
snyrtivöruverslun snyrtivöruverslun
Smáralind Kringlunni
sími 554 3960 sími 533 4533
Qyrmy)
H Y G E A
snyrtivöruverslun
Laugavegi 23
sími 511 4533