Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Side 24
24 LAUGARDACUR 16. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV Biggi í Landi og sonum Birgir Nielsen trommuleikari í Landi og sonum sá um sjón- varpsþáttinn Popp og kók á Skjá einum fyrir einu og hálfu ári eða svo og var með út- varpsþátt á FM957 þar til í vor. Hann keypti sér nýverið pylsuvagn sem hann hefúr komið fyrir hjá Sundhöllinni. Biggi afgreiðir pyls- urnar sjálfur og kallar vagninn Biggabar. Helgi Björns Söngvari SSSólar er auðvitað menntaður leikari og hefur starfað sem slíkur með hléum. Helgi var um nokkurra ára skeið auglýsinga- og markaðsstjóri á Skjá einum en lét af því starfi fýrr á ár- inu. Hann einbeitir sér þessa dag- ana að uppsetningu leiksýninga undir merkjum fyrirtækisins Móguls, sem hann á í félagi við aðra. y Gunni Óla í Skítamóral Gítarleikarinn og söngv- arinn sem fór eitt sinn í Eurovision er í sinni 9-5 vinnu eins og flestir. Hann starfar sem fast- eignasali hjá Akkúrat- fasteignasölunni. Sigga Beinteins Þó að Eitt lag enn skili jÆt eflaust nokkrum krónum í veski Siggu Beinteins á hverju ári þegar stefgjöldin eru greidd út þarf hún eins og aðrir að huga að föstum tekjum. Sigga er auðvitað í Idolinu eins og allir vita en hún er auk þess menntaður dúklagningarmaður og hefur gripið til þess á milli verkefna í gegnum tíðina. Guðrún Gunnars Eins og margir vita gerði Guðrún það gott með Óð til Ellýjar. Þess utan var hún umsjónarkona í íslandi í dag en er nú útvarpskona á Rás 2. Maus-strákarnir i| Þessir fjórmcnningar JMWHitm hafa gefið út plötur í tíu ár en alltaf unnið venjulega vinnu á meðan. Danni trommari er menntaður félagsfræðingur og starfar sem deildarstjóri á leikskóla, Eggert bassaleikari vinnur í tölvubransanum, Biggi söngvari hefur ver- ið blaðamaður á Fréttablaðinu en er nú fluttur til London og Palli gítarleikari hefur stundað nám í Háskólanum og starfað sem barþjónn. Stebbi Hilmars Stórsöngvarinn Stefán Hilm- arsson hefur alltaf haft nóg að gera meðfram Sálinni og öðrum söngverkefnum. Hann fékkst um tíma við þýðingar og svo vefsíðu- gerð en hefur nú sest á skólabekk. Stefán er í stjórnmálafræði í Háskólanum. Hreimur í Landi og sonum Söngvarinn og kyntáknið frá Suðurlandi hefur stundum gripið til þess að vinna í efna- lauginni Úðafossi, sem er í eigu fjölskyldu kærustu hans. Hann hefur lfka « starfað í Skífunni í Smáralind. i Ceres4 Þessi vígalegi pönkari heitir réttu nafni Hlynur Áskelsson og starfar sem sér- kennari í öskju- hlíðarskóla. P Siggi í írafári ^ Sigurður Samúels- son, bassaleikari írafárs, starfaði um tíma við hlið Einars Bárðarsonar í fyr- irtækinu Concert. Hann vann líka hjá Simanum um skeið en einbeitir sér nú að fasteignasölu, auk þess að vera umboðs- maður írafárs. i' Jómbi í Brain Police mj^ Það hefur vakið athygli margra sem lesið hafa við- töl við strákana í rokksveitinni Brain Police að meirihlutinn af þeim starfar sem bakarar. Jómbi er einn þeirra og virðist ekki eiga í neinum erfiðleikum með að vakna til vinnu fyrir allar aldir eftir að hafa rokkað kvöldið áður. Kannski fer hann bara ekkert að sofa. Hörður í Apparat fp Þessi ágæti maður hefur valið sér starfsvettvang sem er svo sem nátengdur áhugamálinu, en kannski öllu virðulegri. Hörður Bragason er kirkjuorganisti í Grafarvogi. Ellen Kristjáns Hin mjög svo heillandi söng- kona Ellen Kristjánsdóttir starfaði sem fulltrúi í Banda- ríska sendiráðinu þegar hryðjuverkin voru framin 11. september 2001. Hún hefur nú látið KjgP M af því starfi. Valli í Fræbbblunum Einn lífseigasti pönkari landsins er Valgarður Guðjónsson, söngvari í Fræbbblunum. Hann hefur þó fyrir löngu uppgötvað að pönkið borgar ekki reikningana. Það gerir v hann með rekstri tölvu- jiL fyrirtækisins Kuggs. Björn Jörundur Bassaleikarinn og söngvarinn mmL Björn Jörundur Friðbjörnsson ™ úr Ný dönsk á sér ótrúlega fjöl- breyttan starfsferil. Hann stjórnaði fjölmörgum sjónvarpsþáttum á Skjá einum í árdaga þeirrar stöðvar en söðlaði svo um og fór að veiða túnfisk úti í Brasilíu. Nú er Björn snúinn heim og hefur tekið að sér ritstjórn karlatímaritsins B&B. Geir Ólafs Þegar Geir kom ffarn á sjón- arsviðið um aldamótin síð- ustu starfaði hann við að ge dúnsængur og selja þær. Síðan þá hefur hann feng- ist við ýmiss konar sölustörf. Bjarna Söngvarinn magnaði rak um árabil bílaleigu og starfaði einnig sem leigubílstjóri. len dinqar c !1! gum otruiegt magn at poppurum og tonlistarmonn Ul m. Þeir e ru bms Vi r s< 3m hafa < n áö þeirri stöðu aö geta lifað af tónlist sinni. Reynda r íStl um al li: a si sr fastar t ekiur annars staöar frá og tekjurnar úr poppinu er y: JL firleitt ba Lra auka P1 raö gerir bel :ti a fólk sem við heyrum syngja í útvarpinu og sjáum á böllum? J kan n;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.