Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004
Helgarblað DV
llmvatn sótt til út-
landa
^ “Ilm- mmmmm
sa^O^vatnið
jBy mitt heitir Lolita
'f " f Lempicka. Ég fæ
if- dSÍ það ekki hér á
jr/landi, sótti þessa
yý flösku til Frakklands
V og ég skora á íslenska
rilmvatnsinnflytjendur
inn á andlitinu og er mátulega þekj
andi."
Minnkar stór augu
"Ég er með stór augu, ramma þau
inn og minnka í leiðinni með svört-
um augnlit frá Maybilline. Hann er
skrúfaður niður og mjög
il góður."
M I Greitt og lengt
m l “Ég þoli ekki klesst
Kf augnahár og þess vegna
mm t hentar þessi svarti maskari
B j frá L’Oréal mér vel. Hann
greiðir og lengir augnhárin í
Bf leiðinni."
að panta þetta.
Þetta er algjör-
legalyktinmín." |
Brún allt árið
"Brúnkukremið g
mitt er frá L’Oréal 6
og heitir Sublime fi
Bronze. Þetta er 1
mjög gott krem því I
það þornar fljótt og 1
lyktin af því er ekki I
sterk. Ég ber þetta á !
andlit, bringu og
handleggi á kvöldin,
svona eftir því hvað
stendur til."
W! Ekki einlit í framan
mr “Stundum skelli ég á mig
WS þessum ljósbleika kinnalit frá
W§ L’Oréal, að-
íillega til að
gefa húðinni I
smá glans og I
Ivera ekki al- |
* veg einlit í mk..
framan."
Þekjandi púður
“Púðrið mitt er líka frá L’Oréal og
heitir Idéal Balance. Það jafnar vel út
■■■ ___________ lit-
j Alma Guðmundsdóttir stundar nám f Fjöl-
brautskólanum f Garðabæ og útskrifast
þaðan um jólin. En hún er Ifka ein Nylon-
stúlknanna og ýmislegt gengur á hjá þeim
þessa dagana. Plata Nylon kemur út í lok
mánaðarins og nú standa myndbandsupp-
tökur yfir. I byrjun nóvember þarf svo að
fylgja plötunni eftir með kynningum og út-
gáfutónleikum. Að því loknu hefst undir-
búningur fyrir stúdentsprófln. „Ég er mjög dugleg að mála mig, en ég mála
mig ekki alltaf mikið; hversdags er það maskari, púður og augnblýantur. En
mér finnst óskaplega gaman að mála mig melra þegar eitthvað stendur til og
þar fyrir utan þurfum við að mála okkur töluvert fyrir tónleika, myndbands-
upptökur, viðtöl og söng hjá sjónvarpsstöðvunum. Og ég hef elglnlega bara
lært að snyrta mig af öðrum, færum konum."
Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktar- og einkaþjálfari segir
jafnt íþrótta- sem kyrrsetufólk þurfa aö berjast gegn efn-
um sem stöðugt áreiti nútímans og stress skapi í líkaman-
um. Þetta sé meðal annars hægt að gera með nuddi og
vafningum. Hún hefur prófað „sogblettameðferðina“ eins
og Gwyneth Paltrow og fleiri stjörnur.
Hægt að telja flrrtum
stjörnuiii trú am allt
Unnur Pálmars-
dóttir Ifkamsrækt-
ar- og einkaþjálfarl
Förum í göngutúr,
sund eða á næstu lík-
amsrætkarstöð i stað
þess að hanga yfir
sjónvarpinu.
í vflcunni var sýndur einn af
viðtalsþáttum Jays Leno á Skjá
einum. Hann fékk til sín leikkon-
una Gwyneth Paltrow og gat ekki
á sér setið að spyrja hana um
fjaörafokið í sumar, þegar hún
mætti f veislu klædd í kjól sem
sýndi vel eins konar sogbletti á
baki hennar. Gwyneth svaraði því
til að hún hefði verið í meðferð.
Eitur hafði verið sogið úr lfkama
hennar með heitum glösum, en
skilið eftir mar á bakinu. í viðtal-
inu kom einnig í ljós að leikkonan
unga þjáist af léttu hreinlætis-
brjálæði og mikilli sýklahræðslu,
en það er önnur saga. Unnur
Pálmarsdóttir lfkamsræktar- og
einkaþjálfari segist kannast við
þessa meðferð af eigin raun.
Ekki spurð um leyfi
„Já, ég fór til kínversks nudd-
ara hér á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu," svarar Unnur. „Þar átti ég
að fara í hefðbundið nudd en
fann allt í einu að eitthvað heitt
var sett á bakið á mér. Ég hélt að
þetta væri venjulegur bakstur,
því nuddarinn bað ekki um leyfi
til að gera þetta, varaði mig held-
ur ekki við, enda hvorki sleipur í
íslensku né ensku. Þegar ég kom
heim tók ég eftir sex blettum,
nánast eins og brunagötum eða
marblettum, á bakinu á mér. Ég
fór auðvitað og talaði við
nuddarann því hann hafði gert
þetta án þess að spyrja. Mér
skildist á honum að þetta hefði
átt að taka bólgur úr liðunum en
ég fann engan mun á eftir. Og
það tók marblettina tæpan mán-
uð að hverfa. Hér á landi þarf að
láta fólk vita hvað stendur til að
gera við líkama þess og úti í
heimi er náttúrulega hægt að
telja taugaveikluðum og flrrtum
stórstjörnum trú um hvað sem
er.“
Stöðugt áreiti
Unnur leggur þó áherslu á að
íþróttafólk jafnt og kyrrsetumenn
verði að hugsa um líkamann.
„Mér finnst til dæmis nauðsyn-
legt að fara í nudd tvisvar í mán-
uði vegna vinnu minnar, en ég
ferðast mjög mikið og kenni á
ráðstefhum erlendis. Lfkaminn er
mitt atvinnutæki. Steinanuddið
er alveg frábært, maður er nudd-
aður með heitum og köldum
steinum til skiptis og ég fann mun
á mér um leið. Ég hef líka góða
reynslu af vafningum, en þá er
maður þakinn leir úr Dauða-
hafinu og vafinn eins og múmfa,
látinn hggja þannig góða stund.
Þetta gerum við til að ná úr okkur
bólgum sem myndast við þreytu
og líka þessum efnum sem líkam-
inn verður að fá aðstoð við að losa
sig við, efnum sem stöðugt áreiti
nútímans og stress mynda - fyrir
utan þau aukaefni sem við fáum
úr fæðu og umhverfi. Og sé þetta
íþróttafólki nauðsyn er það ekki
síður svo með kyrrsetufólk, þá
sem sitja við tölvur alla daga eða á
skólabekk.
Þegar fólk situr daglangt við
vinnu sína reynir óskaplega á
bakið, álagið á líkamann er jafn-
ast þegar við stöndum. Þegar við
sitjum er því ótrúlegt álag á hrygg
og mjóbak og menn fá auðvitað
verki. Hreyfing er allra meina bót
en líka nuddið sem kemur blóð-
rásinni af stað, losar út neikvæðu
efnin, vinnur jafiivel á bólgum í
liðum. Fyrir utan hvað það er
nauðsynlegt að gera eitthvað fýrir
sjálfan sig, helst klukkutíma á
hverjum degi. Fara í göngutúr,
sund eða skjótast í líkamsrækt í
staðinn fyrir að hanga yfir sjón-
varpinu," segir Unnur Pálmars-
dóttir, líkamsræktar- og einka-
þjálfari. rgj@dv.is
I