Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER2004 Helgarblað DV Irma Matchauariani kom fyrst til íslands í desember 1992. f Georgíu er töluð georgíska og Irma lagði stund á rússnesku og rússneskar bókmenntir í Háskólanum í Tblisi. Hún kom hing- að til lands ásamt eiginmanni sínum, Grígol Matchauriani, sem var lög- ffæðingur að mennt og hafði brenn- andi áhuga á öllu sem íslenskt var, sögu menningu og ekki síst málfræði. Grígol skrifaði bréf til Morgunblaðs- ins á lýtalausri íslensku þar sem hann lýsti því að sig langaði til að koma og sjá draumalandið sitt. í kjölfar grein- arinnar var svo tekið viðtal við Grígol í RMsútvarpinu. Saga hans var svo stórkostleg og málið svo fallegt sem hann talaði að þetta leiddi til þess að ríkisstjóm íslands bauð þeim hjónum hingað til námsdvalar. Komu fyrst í sex mánuði „Þegar við komum hingað var Grígol yflr sig hrifinn af öllu. Hann var búinn að læra íslensku upp úr orða- bókum og öllum þeim bókum sem hann hafði komist yfir árum saman. Þetta hófst allt með því að þegar hann var lítill var hann einu sinni í heim- sókn hjá afa sínum og þessi afi hans átti íslandsklukku Halldórs Laxness sem þýdd hafði verið á rússnesku. Þegar við komum hingað var dimmur desembermánuður og við kynntumst fljótt góðu fólki. Við vor- um hér í tæpa sex mánuði og heima í Tblisi var dóttir okkar, Tamar, sem þá var tveggja ára. Hún var í pössun hjá foreldrum mínum. Þegar við komum hingað var Grígol búinn að þýða sex íslendingasögur og var að vinna að þýðingu á bók um Jón Arason. Eftir að þessi tími okkar hér var lið- inn fórum við heim til Georgíu og það var ætlun okkar að koma svo hingað aftur við fyrsta tækifæri. Grígol ætlaði að koma þeim bókum í prentun sem hann var með í smíðum, en það tókst ekki þá. Ég kom því aftur á móti í verk seinna.” Uppfyllti draum eiginmannsins „Ekki fór eins og okkur hafði dreymt um því Grígol lenti í umferð- arsfysi og lést af sárum sínum. Á þess- um tímapunkti var ég heima með dóttur okkar, hafði lokið háskólanámi í málfræði og bókmenntum 1990 og var alveg tilbúin að fara aftur til fs- lands með manninum mínum. Þetta var auðvitað mikið reiðar- slag og sorgin ólýsanleg. En að nokkrum tíma liðnum fann ég að ég vildi klára það sem Grígol hafði byrjað á, fyrir utan að ég vildi láta draum hans rætast um að Tamar fengi að læra íslensku. Hann sagði svo oft að / \ ODKAkl lii \ \ IAUSTURBÆ "Steinn Ármann Maanússon sannar hér enn einu sinni að hann er frábær gamanleikari. Hann mætir á svið með skemmtilegt persónugallerí og dregur upp hvern karakter með skyrum og skörpum dráttum." V.S. Fréttabl. "Helga Braga er síðan Eyja og er full ástæða til að sjá sýninguna bara hennar vegna" P.B. DV " að þeim tækist að fá salinn tii að liggja úr hlátri lungann úr sýningunni, enda textin yfirleitt bráöfyndinn sem og gervi hinna mismunandi persóna" S.A Morgunblaðið " Ég gæti trúað að þessi sýning Gunnars og samstarfsfólks hans eiai alla möguleika á að slá í gegn" og ganga lengi því hér er komiö verk sem ætti að höfða til hinna traustustu í hópi leikhúsáhorfenda.sem eins og allir vita eru konur á miöjum aldri." S.A.. Morgunblaðið "Kristlaug María hefur ótvíræöa hæfileika til skrifta á skopefni...." S.A. Morgunblaöiö Sun. 24/10 kl.20.00 Örfá sæti laus expert maKiAciaAhoí | Miðasala : www.midi.is Sími: 551 4700 www.vodkakurinn.is | hann langaði mikið til þess að geta talað íslensku við dóttur sína. Draumar hans rættust ekki en við fylgdum þeim eftir. Ég kom svo hingað aftur með dóttur mína sem byrjaði hér í bamaskóla 1997 og þá lagði ég stund á íslensku í Háskólan- um og bjó með Tamar litlu á stúd- entagarðinum. Það voru mjög góðir tímar. Of litlar kröfur í íslenskum skólum Núna er Tamar á fjórtánda ári og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að hún verði einhvers staðar annars staðar en á íslandi. Við tölum saman ge- orgísku en auðvitað blandast íslensk orð og hugtök inn í, sérstaklega þegar verið er að tala um daglega hluti úr Landnámsmenn skóla eða um félagana. Tamar er nú á fjórtánda ári, er hundleið á verk- fallinu og á erfitt með að láta tímann líða, bara eins og allir hinir krakkamir. Þegar ég var á hennar aldri fór enginn tími til spillis. Við vorum alltaf í skóla frá átta á morgnana til þrjú á daginn og unnum svo heilmikla heimavinnu. Það var viridlega ætlast til einhvers af okkur. Það em alltof litlar kröfur gerðar til krakka héma. Það er ekki hollt fyrir þau í framtíð- inni. Búin að skjóta rótum á íslandi Það sem ég sakna mest frá Georg- íu, fyrir utan vini og fjölskyldu, er náttúran, trén og svo heitt hafið sem ég get kastað mér í. Hér er allt auðvit- að umlukið hafi en ég get ekki hugsað mér að kasta mér í hafið hér - Elísabet Brekkan alls ekki. Ég er mikið fyrir hita, þó ekki of mikinn. Ég fór síðast til Georgíu í nóvember í fyrra og þótt mér þyki alltaf gott að koma heim er ég búin að skjóta rótum á íslandi, ef það þá er hægt fyrir fullorðna manneskju. Ástandið í Georgíu hefur verið mjög slæmt, en nú, með nýjum for- seta, er eins og fólkið sé miklu bjart- sýnna. Hér á íslandi hef ég komið mér ágætlega fyrir, ég er í föstu starfi á daginn og kenni rússnesku á kvöld- in. í næsta mánuði fer ég svo til Ge- orgíu til þess að verja doktorsritgerð mína en hún fjallar um þýðingar á ís- lendingasögum yfir á rússnesku og georgísku. Alveg sama hvað á dynur eru ís- lendingasögumar alltaf öðruvísi og vinsælar. Ég get ekki séð fyrir mér hvort ég verð hér eða þar þegar ég verð gömul, helst vildi ég geta verið á mörgum stöðum í einu.“ 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.