Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 35
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 35 ■»
I Viili naglbítur Næsturtil
J að reyna sig á þessari hálu
braut sem felst i að stýra
leikjaþætti í sjónvarpi.
áhuginn endurnýjast í sífellu. Og
svona rétt áður en skilið er við
Ómar, þá stýrði hann þáttum sem
líklega eru þeir sem mælst hafa vin-
sælastir á íslandi. Menn geta því
gleymt því að kíta um hvort Spaug-
stofumenn eða Hemmi Gunn hafi
mælst vinsælastir. Þetta voru Stiklu-
þættirnir sem mældust með 75 pró-
senta áhorf. En þeir
voru annars eðlis
og önnur
Einn Landsins snjallasti drep-
ur ekki formið
Á sinni tiltölulega stuttu sögu,
sem telur fimm ár, hafa þeir á Skjá
einum verið ákaflega duglegur við að
kynna til sögunnar ýmsa leikjaþætti.
Einn þeirra er Landsins snjailasti,
þáttur sem var á dagskrá síðasta vetr-
ar. Umsjónarmaður var Hálfdán
Steinþórsson. Á vef sjónvarpsstöðv-
arinnar má finna þessi orð sem sann-
arlega eru við hæfi: „Skjár einn hefur
alla tíð verið óhræddur við að gera til-
raunir og hreint ekki lagt árar í bát í
leitinni að skemmtilegu af-
þreyingarefni þótt stund-
um hafi á móti blásið ..."
saga
Spurt og spurt og spurt
Guðni og Trausti takast í
hendur en spekingarnir Örn-
ólfur Thorlacius og Sigurður
Richter horfa ábúðarfullir
(og sveittir) í vélina.
Móti blásið, já. Landsins snjail-
asti hlaut misjafnar viðtökur. „Já,
hann gerði það nú blessaður. Fékk
reyndar fi'nt áhorf en ekki hefur nú
verið tekin um það ákvörðun að
endurvekja hann. Þátturinn er kom-
inn í saltpækil."
Hálfdán telur víst að það sé meira
en að segja það að stjórna leikja-
þætti í sjónvarpi. „Ég hef því miður
ekki þá reynslu að hafa stýrt slíkum
sem virkar. Þegar ég kom að þessu
verkefni var fyrirliggjandi mjög flott
handrit og ég ákvað að prófa þetta.
Og svoleiðis var það nú. Nei, ég held
ég muni ekki reyna þetta aftur," seg-
ir Hálfdán, sem nú starfar á mark-
aðsdeild Skjás eins.
Hann segir alveg ljóst að ekki
verði lagðar árar í bát enda sé þetta
format sem slíkt að svínvirka í Evr-
ópu og víðar. „Við erum einmitt að
fara af stað með nýjan þátt núna
sem heitir Bingó og Villi naglbítur
stýrir. Einn Landsins snjallasti færir
okkur ekkert af sporinu hvað þetta
varðar."
Aðrir leikjaþættir sem Skjár einn
hefur staðið fyrir er Popppunktur,
sem enn lifir, og svo Teiknileikni í
umsjá Viila Goða. „Þetta stendur allt
til bóta og við erum að prufa okkur
áfram sem hefur skilað árangri hing-
að til - upp að vissu marki."
Spurt og spurt og spurt
Ríkissjónvarpið hefur staðið fyrir
gerð ýmissa leikjaþátta í gegnum
tíðina og einn þeirra var í umsjá
þeirra Guðna Kolbeinssonar ís-
lenskufræðings og Trausta Jónsson-
ar veðurfræðings. Þetta voru spurn-
ingaþættir og dugðu ekki minna en
tveir dómarar og þá hinir virtu spek-
ingar örnólfur Thorlacius og Sig-
urður Richter. Þeir voru klæddir upp
í tilefni hlutverks síns, í skikkjum og
með miklar hárkollur á höfði.
„Já, það var ógurlega heitt í ljós-
unum," segir Trausti þegar hann
riflar upp þennan spurningaþátt.
„Ég man að ég mældi sérstaldega
hitastigið í hvert skipti."
Þættirnir urðu ekki fleiri en sjö og
árið var 1981. „Þettavarekkiósvipað
spurningakeppni framhaldsskól-
anna sem síðar kom en ekki eins
fjörugt eins og gefur að skilja. Við
fengum einhvern þann sem hafði
séð um ámótaþátt áður til að vera
liðsstjóri og sá valdi með sér mann-
skap.“
Hver þáttur bar sína yfirskrift.
Þannig hét fyrsti þáttur þeirra
Hálfdán Steinþórsson Ferekki í graf-
götur með að Landsins snjallasti var
ekki að virka. En um að gera að prófa
sig áfram. Hálfdán á ekki von á að láta
til sln taka á þessum vettvangi aftur.
Trausta og Guðna Spurt. Svo kom
Spurt og spurt. Þá: Spurt og spurt og
spurt. Og fjórði: Enn er spurt og
þannig koll af kolli. „Já, spurt var
lykilorðið í þessu. Við Guðni höfð-
um mjög gaman af þessu. Hins veg-
ar höfðum við aldrei gert svona
nokkuð áður þó að á þeim tíma höf-
um við verið farnir að venjast fjöl-
miðlum."
Helst er á Trausta að heyra að
þeir félagar hafi reynst sjónvarpinu
heldur slæm fjárfesting því hvorki
var úthald þáttanna mikið né úthald
sjónvarpsins sem slíks. Og sú
reynsla sem þeir bjuggu orðið að fór
í súginn. „Já, það er alltaf verið að
kenna mönnum upp á nýtt. Það
hefði kannski mátt nota okkur
meira. En þetta var ágætisskemmt-
un fyrir okkur tvo. Ég veit hins vegar
ekki hvort áhorfendur höfðu gaman
af.“
Sama hversu hallærislegt...
Trausti er á því að Sjónvarpið
ætti að gera meira af sfikum þáttum,
það er leikja- og spurningaþáttum,
sem eru ódýrir og vinsælir og láta
ekki Gettu betur einoka sviðið.
„Spurningakeppnir eru náttúrlega
alþjóðleg fyrirbæri og vinsælar sem
slíkar. En með íslendinga, þá er
merkilegast að það er sama hversu
hallærislegt þetta hefur verið - alltaf
hafa vinsældimar verið miklar."
Að sögn Trausta, sem er vel fróð-
ur um sögu spurningakeppna á veg-
um RÚV, var aðalsprautan í að koma
hinum lífsseiga Gettu betur á kopp-
inn Jón Gústafsson.
„Jahhh, ég átti nú ekki hugmynd-
ina að þættinum. Það komu tveir
menntskælingar með þessa hug-
mynd í sjónvarpið. Ég var svo í kjöl-
farið kallaður inn á skrifstofu og
beðinn um að útfæra þessa hug-
mynd og hanna formatið. Við höfð-
um þá verið á námskeiði hjá BBC, ég
og Stefán Jökulsson útvarpsmaður,
ég fékk hann til að útfæra þetta með
mér. Við litum til ýmissa spurninga-
þátta annarra og löguðum að
formatinu. Hraðaspurningarnar
vom til dæmis ættaðar frá Magnúsi
Magnússyni og Mastermind-þáttum
hans. En ein frægasta setning á Bret-
landseyjum var einmitt: „I’ve
started, so I finish."
Keppnin hóf feril sinn í útvarp-
inu, þar var undankeppnin líkt og
nú þekkist. Jón fékk Steinar J. Lúð-
víksson til að semja spurningar og
Jóna Finnsdóttir var svo útsending-
arstjóri. Upphaflega hafði Jón hugs-
að sér Pál Magnússon sem spyril en
hann hins vegar taldi einsýnt að rétt
væri að Jón héldi áfram úr útvarpinu
í sjónvarp til að spyrja. „Meðspyrill
minn var svo ÞorgeirÁstvaldsson."
Engin leið var fyrir Jón að sjá fyr-
ir langlífi þáttarins. „Ég var nú bara
rétt rúmlega tvítugur og þá hugsar
maður ekki tuttugu ár ffarn í tím-
ann. Ég hef ekki oft séð þáttinn en
hef þó tekið eftir því að hann hefur
sáralítið breyst að formi til. Sem er
rökrétt. Þetta er að
virka."
jakob@dv.is
Jón Gústafsson Forkólfur langlifasta
leikja- og spurningaþáttar i íslensku
sjónvarpi. Hann gat ómögulega séð
það fyrir sér rúmlega tvítugur þegar
hann sparkaði Gettu betur af stað.
Jónas R. Jónsson Síðar
stýrði hann Viltu vinna millj-
ón? en þarna er hann árið
1974 og stýrir leikja- og
skemmtiþætti sem hét Ugla
satákvisti.
Ingvi Hrafn Jónsson glað-
beittur að vanda Margirmuna
Bingó lottóið sem tngvi Hrafn
stýrði en sá þáttur var eitt þeirra
trompa sem Stöð 2 hefur spilað
út í þessum efnum.
%