Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 16. OKTÚBER 2004 Helgarblað TJV Eins og allir sannir íslendingar er ég yfirleitt annaðhvort fullur, þunnur eða í vinnunni. Á sumrin sprettur íslendingurinn upp úr skammdegisþunglyndinu og þá ör- fáu daga sem sóiin skín og flestöll fyrirtæki veita starfsmönnum sín- um sólarleyfi leggst hann út á Aust- urvöll eða í Nauthólsvík eða situr á Kaffi París og drekkur dýrasta bjór í heimi. Undir lok sumars safnast svo landinn fyrir á sólarströndum suð- ursins og drekkur þar öllu ódýrari bjór til að undirbúa sig undir yfir- vinnutörn vetrarins, svo hann hafi nú efni á að komast aftur í ódýra bjórinn næsta sumar. Þannig er hringrás íslendingsins; Vinna, rign- ing, rok, Spánn, rok, rigning, vinna. Fordómar gagnvart hjól- reiðafólki En ég var staðráðinn í að brjót- ast út úr mynstrinu. f stað þess að koma heim sólbrunninn og þunnur ákvað ég að gera eitthvað annað í þetta skiptið. Eitthvað hollt. Eitt- hvað mannbætandi. Ég ákvað að hjóla. Um Bretland. Hvers vegna að hjóla, spyrðu, og hvers vegna um Bretland? Nú er það að hjóla í sjálfu sér ekki bara bæði sársaukafullt og erfitt, heldur er Bretland afar óaðlaðandi land yfir höfuð og þá sérstaklega til að hjóla um, mikið af hæðum, rign- ingu og roki og miklir fordómar al- mennt gagnvart hjólreiðafólki. Til hvers að fara erlendis þegar maður hefur allt hérna heima? En mínus og mínus gera plús, segja þeir í stærðfræðinni. Tilhugs- unin um að komast burt ætti að gera það að verkum að maður hjóli eins og óður maður, enda engin Valur Gunnarsson segir frá hjólreiða- ferðalagi sínu um Skotland. Bréf frá Bretlandi önnur leið til að hjóla um Bretland eða yfirhöfuð. Enginn vegur fær út úr Edin- borg Við vorum sem sagt staddir í Ed- inborg. Að komast út úr Edinborg er ekki einfalt mál, frekar en við var að búast. Við lögðum af stað eftir hádegi og hjóluðum eftir einhverju sem virtist vera vegur út úr borg- inni, en alltaf þegar við virtumst vera við það að yfirgefa hana lent- um við á vegg. Það var óljóst hvort þeir hefðu verið reistir þarna á öld- um áður til að meina Englending- um inngöngu að Edinborg eða öllu nýlegar til að gantast í hjólreiða- fólki, enda Skotar eins og aðrir Eng- lendingar víðfrægir fyrir húmor sinn. Mensi hafði keypt sér hjólaleiða- bók sem átti að hjálpa okkur í gegn- um undur breskrar hjólreiðamenn- ingar. Hann tók upp bókina og fletti. Bókin sagði okkur að leita að bílastæði, sem virtist undarleg leið til að byrja ferðalag, en hverjir vor- um við að efast um visku hennar eða bóka yfirhöfuð? Við fundum bílastæðið, en útúr þessari endalausu borg virtist eng- inn vegur fær. Einkaspæjarinn Dirk Gently hafði sagt í annari bók að flifií Enn i Edinborg Dæmi- gerður skoskur sekkja- plpuleikari I vinnunni. Rétt fyrir brottför Dæmigerður Skoti að gera mest lltið. b ■ jM ■ **•*»», I ! ■ i í Edinborg Dæmi- gerður skoskur nemi I aukavinnunni. best væri að finna einhvern sem virtist vita hvert hann væri að fara og elta hann. Þannig væri auðveld- ast að komast á áfangastað, þó það væri ekki endilega manns eigin. Okkar lausn var þó einfaldari. Við þurftum einungis að finna hjól- reiðamanneskju sem virtist vita hvert hún væri að fara, og elta hana. Við stóðum áttavilltir á bíla- stæðinu, enda vissum við ekki hvernig öðruvísi við ættum að standa. Ekki leið á löngu þangað til maður með hjálm, í spandexfötum og með sólgleraugu, þó næstum áþreifanlegur skortur á sólu væri, birtist á fáki sínum. Hann hjólaði fram hjá okkur og hvarf ofan í jörð- ina. Hæðir og rollur í skoskum sveitum Við fórum frá því að vera átta- villtir og yfir í að vera ráðviUtir og ákváðum að áður en að við yrðum kynvilltir eða þaðan af verra væri best að elta hann. Þegar við nálguð- umst staðinn sem hann hafði horf- ið sáum við hvar göng birtust okk- ur. Við héldum eftirförinni áfram. Göngin teygðu sig svo langt sem augað eygði. Mensi fór á undan mér og hvarf inn í myrkrið. Ég elti bæði hann og manninn með sólgleraug- un. Fyrr en varði birtist, eins og mér hafði svo oft verið sagt en var næst- um hættur að trúa á, ljósið við enda myrkursins. Ég hjólaði í áttina að því. AUt varð bjart. Við vorum komnir út í sveit. Skoskar sveitir eru ekki svo ólík- ar þeim íslensku. Hæðir og rollur á víð og dreif. í fjarska voru menn að spfla fótbolta, og í forgrunni var lækur. Af einhverjum óútskýranleg- um ástæðum voru innkaupakerrur í læknum, líklega enn eitt dæmið um hinn óviðjafnanlega breska húmor. Það versta var þó rokið, sem blés í andlitið á manni sama hvert maður snéri. Helgasta vígi stéttaskipting- arinnar Ferðin hélt áfram undir raf- magnsnúrur og yfir hæðir, þangað til við komumst á hjólaþjóðveg númer eitt. Á hjólaþjóðveginum, sem var rétt fyrir ofan rennisléttan Skoskar sveitir eru ekki svo ólíkar þeim íslensku. Hæðir og rollur á víð og dreif. í fjarska voru menn að spila fótbolta, og í forgrunni var lækur. bílaþjóðveg, tóku við fleiri holt og hólar. Þannig gekk dagurinn fýrir sig áður en við komumst til næsta bæjar, Dalkeith. Ég var viss um að aldrei hafi jafn þungur maður hjólað jafn langt ódrukkinn. Ég dró andann djúpt og leit um öxl. Fyrir aftan mig glitti enn í Edinborgar- kastala í fjarska. Við vorum þá enn í úthverfunum. Örmagna settist ég á barinn og fékk mér bjór. Fyrst mér leið svona eftir fyrsta daginn, sem var þó ekki nema hálfur, gerði ég mér ekki miklar vonir um að lifa þann næsta af. Bærinn Dalkeith er helst þekktur fyrir að vera heimabær Rugbyliðs- ins Dalkeith RFC. Boltaleikir voru það sem alþýðunni var gefið þegar trúarbrögðin hættu að vera nógu öflugt ópíum. Fótbolti og rugby voru enda fundin upp í Bretlandi, helgasta vígi stéttaskiptingarinnar, þar sem Marx dvaldi mestan hluta ævinnar og fékk meir en nógan inn- blástur til að skrifa Das Kapital. Hver ætti svo sem að efast um það sem stendur í bókum, en það skipti ekki lengur máli, nú höfðum við fótboltann. Breska heimsveldið breiddi fótboltann síðan út um all- an heim. Jafnvel til Bandaríkjanna, þar sem hann var, líkt og lýðræðið, misskilinn, og menn héldu að það væri í lagi að taka hann upp og hlaupa með hann í burtu. Erfiðasta þolraunin: Skoskur morgunverður Fótboltinn var þó, eins og allt sem undirstéttin ágirnist, fundinn upp af yfirstéttinni í einkaskólunum Eton og Rugby. Skólastjórar sættu sig með semingi við athæfið þar sem það var talið minna siðspillandi en Á hjólaþjóðvegi nr. 1 Fegurðin er einstök. Lagt í'ann Leitandi að leiðinni úr Ed- inborg. önnur áhugamál skóladrengja, svo sem fyllerí, fjárhættuspil og enda- þarmsmök. í Rugby voru fyrstu sam- hæfðu reglurnar skrásettar árið 1846, en ekki leið á löngu þar til Eton strákarnir neituðu að spila eftir Rug- by reglum, og árið 1863 bönnuðu þeir snertingu knattarins með hönd- um. Eton strákarnir voru af betra kyni en nemar í Rugby, og þeirra reglur urðu víðast hvar ofan á, þó minnihlutahópar haldi enn í sérí- þróttina rugby. Tilhugsuninn um fótbolta bland- aðist þreytunni eftir erfiði dagsins, og ég lognaðist útaf í rúminu á lítilli sveitarkrá, og svaf betur en ég hafði gert lengi. En um leið og ég vaknaði þurfti ég að takast á við aðra íþrótt, mína erfiðustu þolraun hingað til. Ég þurfti að kljást við skoskan morg- unverð. Fótboltaiið í sveitinni Bolta- leikir voru það sem alþýðunni var gefið þegar trúarbrögðin hættu að vera nógu öflugt ópíum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.