Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV Fyrir nokkrum dögum kom stórvirki Brians Wilson, Smile, loks í verslanir, 37 árum eftir fyrirhugaðan útgáfudag. Trausti Júlíusson kynnti sér plötuna og gerð hennar og spáði í Beach Boysfyrr og nú í tilefni af tónleikum Beach Boys Band i Laugardalshöllinni 21. nóvember n.k. Tók við sem leiðtogi sveitarinnar eftir að Brian dró sig að mestu út úr tónleikahaldi á seinni hluta sjöunda áratugarins. Carl varþó alltafi skugga Brians. Hann lést úr heila- krabbameini árið 1998. Fram að þvi hélt hann úti tónleikasveitinni The Beach Boys Family & Friends ásamt Al Jardine og dætrum Brians, Wendy og Carnie. Mesti sukkari og partidýr þeirra Wilson-bræðra. Hann drukknaði þegar hann var að synda i land frá snekkju sinni 28. desember 1983. Forsöngvari sveitarinnar frá upphafi og sá eini sem var í sveitinni á öllum plötum og á öllum tónleikum sveitarinnar. Hann er leiðtogi sveitar- innar The Beach Boys Band sem spilar i Laugardalshöllinni 21. nóvember. Sjá texta. Heldur úti sinu eigin bandi sem spilar m.a. Beach Boys-lög. Það heitir Al Jardine's Endless Summer Beach Band. „Mesti snillingur bandariskrar poppsögu. “ Aðallagasmið- ur Beach Boys. Hann er nýbúinn að gefa út Smile-plötuna og ernúá tónleikaferð um Bandarikin. Einstakt verk í poppsögunni Margar ástæður urðu til þess að Brian Wilson gafst upp á að klára Smile-plötuna eftir margra mánaða vinnu í maí 1967. Hann hafði um nokkurt skeið notað mikið af eiturlyfj- um: sýru, kannabis og amfetamín, og andlegu ástandi hans fór stöðugt hrakandi. Hann var skömmu síðar greindur bæði með geðklofa og of- sóknaræði af einum þeirra fjölmörgu geðlækna sem hann leitaði til. Capitol-plötufyrirtækið var lfka alveg að gefast upp á verkinu, þar á bæ vildu menn nýja smelli og það strax. Auk þess voru meðlimir Beach Boys líka mishrifnir. Carl Wilson og A1 Jardine fannst verkefnið frábært, en Dennis Wilson og Mike Love þoldu það ekki. Sá síðamefndi á að hafa kallað það „heila plötu af geðveiki Brians". í dag nefnir Brian sjálfur eina ástæðu í viðbót: „Við vissum að platan var of langt á undan sinni samtíð." Smile var sett ókláruð inn í geymslu á miðju ári 1967 og aðdáendur Beach Boys og Brians Wilson hafa síðan þurft að láta sig dreyma, eða sætta sig við eina af þeim íjölmörgu ókláruðu út- gáfum verksins sem hægt er að nálgast á ólöglegum útgáfum eða á netinu. En nú er biðin loks á enda. Brian Wilson Presents Smile er komin í verslanir um allan heim, 37 árum eftir fyrirhugaðan útgáfudag. Brimbrettapopp Söngsveitin Beach Boys var stofn- uð í Los Angeles árið 1961 af bræðrun- um Brian og Carl Wilson, náfrænda þeirra Mike Love og nágrannanum A1 Jardine. Þeir sungu allir, en Brian spil- aði á bassa og hljómborð, Carl og A1 á sinn gítarinn hvor og Mike var aðal- söngvarinn. Þeir hétu ýmsum nöfnum í upphafi ferilsins, þ.á.m. The Pend- letones, Carl & The Passions og Kenny & The Kasuals. Fljótlega bættist þiðji Wilson bróðirinn, trommuleikarinn Dennis, í hópinn og þegar þeir voru komnir með plötusamning var ákveð- ið að sveitin ætti að heita Beach Boys. í upphafi spilaði Beach Boys brim- brettatónlist, einfalt og glaðlegt popp með textum um sólina og stelpumar á Brian Wilson Farinn að brosa aftur. ströndinni og strax í byrjun var rödd- unin aðalsmerki sveitarinnar. Brian var aðallagasmiður sveitarinnar og var hann undir miklum áhrifum frá söngkvartettinum The Four Fresh- men. Beach Boys náðu fljótt vinsæld- um og á næstu árum röðuðu þeir nið- ur smellunum, Surfin’ USA, Little Sur- fer Girl, Surfin’, Surfin’ Safari, Fun Fun Fun, I Get Around og Califomia Girls. Þeir vom líka á góðri leið með að verða ein af vinsælustu tónleikasveitum Bandaríkjanna. Rígur Bítlanna og Beach Boys Þegar leið á sjöunda áratuginn fóm áherslumar hjá Brian Wilson að breyt- ast. Hann komst í kynni við upptöku- snillinginn Phil Spector og fékk mun meiri áhuga á því að búa til tónlist í hljóðverinu heldur en að þeytast á milli borga og syngja endalaust sömu smellina á tónleikum. Hann kynntist líka tónlist Bítlanna og um miðjan ára- tuginn var kapphlaupið á milli Bíd- anna, Brians og Phils um það hver gæti búið til mögnuðustu popptón- verkin orðið hálfopinbert. Sagan segir að á tfrna hafi bæði Bri- an og Phil ráðið til sín einkaspæjara til þess að fylgjast með verkum hins. Þetta tímabil, sem er eitthvað mesta framfaraskeið poppsögunnar, gaf af sér nokkrar plötur sem enn í dag em taldar meðal bestu platna allra tíma. Revolver Bítlanna þótti snilld og Brian Wilson svaraði með meistaraverki Beach Boys, Pet Sounds. Bítlamir spýttu þá í lófana og bjuggu til Sgt. Peppers Lonley Hearts Club Band. Unglingasinfónía til dýrðar Guði Það var í þessu andrúmslofti sem Brian Wilson hóf vinnuna við Smile - plötuna í janúar 1966. Eftir gerð Pet Sounds hafði hann gert hið marg- slungna poppsnilldarverk Good Vibrations. Það var hljóðritað í fimm mismunandi hljóðvemm með sumum af fæmstu hljóðfæraleikumm Los Angeles. Á þessum tí'ma var Brian hættur að nota hljómsveitina til þess að spila inn á plötur, hún var bara fengin á staðinn til að syngja. Good Vibrations (Brian kallaði lag- ið „vasasinfóníu") fór á topp banda- ríska listans í desember 1965 og í árs- byrjun 1966 hófst vinna við Smile, sem upphaflega átti að heita Dumb Angel. Brian réði Van Dyke Parks til að semja texta fyrir verkið, sem átti að verða meistaraverk hans og slá út öll fyrri popptónverk bæði hvað varðaði inni- hald, útsetningar og hljóm. Brian lýsti verkinu sem „unglingasinfómu til dýrðar Guði“. Síðan missti Brian heils- una og verkinu var aflýst. Aftur í Sunset Sound-hljóðverið Eftir Smile-tímabilið hætti Brian nánanst alveg að koma fram með Beach Boys. Hann lokaði sig af stóran hluta áttunda og m'unda áratugarins og þótt hann hafi komið fram í sviðs- ljósið af og til þá tók hann aldrei í mál að klára Smile og varð flóttalegur bara við það að heyra minnst á verkið. Með hjálp góðra manna tókst honum samt smám saman að vinna bug á and- legum meinum sínum og á tíunda ára- tugnum var hann farinn að búa til tón- list á nýjan leik. Hann fór að spila á tónleikum og réði hljómsveitina The Wondermints til að spila með sér. Þeir fluttu Pet Sounds í heild sinni árið 2000 og skömmu seinna tókst eiginkonu hans, Melindu, og Darian Sahanaja, leiðtoga Wondermints, að sannfæra Brian um að nú væri lag að klára Smile. Brian fékk Van Dyke Parks til þess að semja nýja texta til að bæta við verkið og samdi sjálfur eitthvað af nýrri tónlist, aðallega stutta kafla til þess að tengja lögin sem voru til fyrir og búa til heild- armynd. 20. febrúar síðast liðinn var Smile ffumflutt á tónleikum í Royal Festival Hall í London og upp úr því var hafist handa við að endurhljóðrita verkið í Sunset Sound-hljóðverinu í LA, en það var eitt af þeim stúdíóum sem voru notuð við upphaflegu Smile- upptökumar. Áhrif frá Bach, Debussy og Ravel Þessi nýja útgáfa af Smile þykir hafa heppnast ótrúlega vel. Platan fær alls staðar frábæra dóma og þessa dagana er Brian að flytja verkið á tón- leikaferð um Bandaríkin. tónlistar- blaðamaðurinn Nick Kent, sem í dag skrifar fýrir franska dagblaðið Libér- ation, tók viðtal við Brian í tilefrú af út- komu Smile. Þar segir Brian að hann efist ekki um að verkið eigi eftir að ná vinsældum. „Þessi plata mun skera sig út af því að í dag er allt svo neikvætt, en Smile er hundrað prósent jákvæð.” Hann lýsir verkinu sem „rokkóperu í þremm þáttum sem fjallar um kjama Ameríku í gegnum aldimar." Þegar hann er spurður um áhrifavalda verksins þá svarar hann „Bach, Debussy og Ra- vel,” og bætir við að hann sé þeirrar skoðunar að hann sé á svipuðu plani og þeir. Aðspmður segir hann að það sé bara einn núlifandi tónlistarmaðm sem slái honum við. „Phil Spector. Hann hafði mest áhrif á mig og er besti lagasmiður sem ég hef heyrt til." Það brá mörgum i brún þegar þeir áttuðu sig á þvi að Brian Wilson, aðallaga- smiður og langþekktasti meðlimur Beach Boys, verður ekki með á tónleikunum i Laugardalshöllinni 21. nóvember n.k. Hvað er að gerast? Er þetta eitthvað svindl? Svarið er nei. Hljómsveitin sem spilar i höllinni heitir The Beach Boys Band og er leidd af Mike Lovesem ereinn af stofnendum Beach Boys og náfrændi Wilson- bræðra Iþeir eru systkynabörn). Mike var aðalsöngvari Beach Boys allan timann sem sveitin starfaði, söng á öllum plötumog öllum tónleikum sveitarinnar. Hann samdi lika texta við nokkur frægustu lögum sveitarinnar og vann málaferli árið 1994 sem staðfesta það. The Beach Boys Band er átta manna sveit. Auk Mike Love er annar fyrrum Beach Boys-meðlimur i sveitinni. Hann heitir Bruce Johnston og gekk til liðs við Beach Boys i apríl 1965. Hann var upphaflega ráðinn til að spila á tónleikum, en tók þátt einnig i að hljóðrita efni, þ.á.m. lagið California Girls og Pet Sounds-plötuna. The Beach Boys Band spilar alla helstu smelli Beach Boys. Mike Love fór i mál við Al Jardine árið 2001 þegar Al ætlaði að nota Beach Boys-nafnið sem hluta afnafnin sinnar hljómsveitar. Og Mike vann málið. Aðalrök Mike fyrir þvi að hann megi einn nota nafnið eru þau að allir hinir meðlimirnir hættu - einn aföðrum, en hann hélt alltafáfram. Samskipti á milli fyrrum stofnmeðlima Beach Boys (Brians, Als og Mikes) hafa reyndar verið mjög stirð frá þvi að Carl dó árið 1998, en hann var alltaf góður sáttasemjari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.