Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER2004 Helgarblað DV Síöustu tvö árin hefur margt breyst í lífi Arnar Elíasar Guðmundssonar. Hann gaf út fyrstu plötu sína undir nafninu Mugison í nokkrum eintökum og saumaði sjálfur umslögin á plöt- urnar. Honum að óvörum seldist platan mjög vel, hann gerði samn- ing við erlenda út- gáfu og endaði með að þurfa að sauma vel yfir 10 þúsund eintök. Mugison semur tónlistina í kvikmyndinni Næsland og var sú plata að koma út, en eftir þrjár vikur kemur út önnur breiðskífa Mugi- son. Örn Elías ræð- ir um óvæntan frama sinn í tón- listinni, samstarfið við Friðrik Þór og fjölskyldu sína sem kemur mikið við sögu í tónlist hans. Mugison Fékk nafnið sitt á karókíbar í Maiasíu. Gafút fyrstu plötu sfna fyrir tveimur árum en hefur síðan getið sér gott orð fyrir tónlist sfna. Svo gott að fyrsta piatan var gef- in útum allan heim. Semur tónlistina í kvik- myndinni Næsland sem sýnd er í Háskólabiói og nýtur við það liðsinnis Mugimama - Rúnu, kærustu sinnar, sem kemur mikið viö sögu, rétt eins og öll fjölskylda hans. „Ég fékk að spila á Innipúkanum 2003 og þar komu svona 20 manns upp að mér og sögðu að ég væri frá- bær. Ég var gersamlega óþolandi í kjölfarið og var að gera Rúnu kærustuna mína og Bigga vin minn geðveik. Ég var eins og tollhundur sem hafði óvart rifið kókaínpakkn- ingu, hrokinn og sjálfsálitið fóru upp úr öllu valdi," segir Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður sem hefur verið að geta sér gott orð undir nafninu Mugison. „Ég kókaöi yfir mig náttúrulega því ég trúði því sem þetta fólk var að segja. Þetta er það sem er stór- hættulegt við að vera tónlistarmað- ur, maður verður að passa sig á þessu. Jónsi f svörtum fötum hlýtur að fá alveg sjö þúsund ímeil á dag, ég vona bara að hann sé hjá góðum sálfræðingi. Þetta getur ekki verið hollt, ég er alla vega ekki maður í þetta," segir örn en þessi dæmisaga gefur ágætis vísbendingu um það hvernig líf hans hefur breyst síð- ustu tvö ár. Fékk nafnið á karókíbar í Malasíu Örn Elías, eða Öddi eins og hann er kallaður, kom óvænt inn í ís- lenskt tónlistarlíf í lok árs 2002. Hann hafði verið að læra hljóðupp- tökufræði í London og dundað sér við að gera fyrstu plötu sína með- fram því. Platan fékk nafnið Lonely Mountain og hlaut fádæma viðtök- ur gagnrýnenda. í kjölfarið hefur hann selt talsvert af plötum hér- lendis og gert samning við erlent útgáfufyrirtæki og þar með selt enn fleiri plötur úti í heimi. Nú lifir hann af því að búa til plötur og spila á tónleikum. Byrjum aðeins á byrjuninni. Það eru eflaust margir sem vilja vita hvað nafnið Mugison stendur fyrir. „Já, það trúir mér reyndar eng- inn þegar ég segi frá þessu en hvað með það. Pabbi heitir Guðmundur og er kallaður Muggi. Hann var að vinna í Malasíu og ég heimsótti hann tvisvar þangað í rúman mán- uð. Við vorum duglegir að túra karókíbarina í Malasíu og þar var nafnið hans auðvitað borið fram „Mugi“. Það lá því beint við að ég væri kallaður Mugison." Þú ert annars nýfluttur í bæinn, er það ekki? „Jú, ég flutti í bæinn fyrir tveim- ur vikum síðan. Við Rúna keyptum okkur íbúð eftir að um 80% af frænkum og frændum sögðu að það væri skynsamlegra að kaupa en leigja. Ég er hlýðinn." Fórstu ínýju lánin hjá bönkun- um? „Nei, ég var akkúrat búinn með pakkann," segir örn og heldur langa ræðu um hversu erfitt sé að standa í stappi við kerfið í íbúða- kaupum. „Eg gæti breyst í Jakob Frímann og verið voðalega hnytt- inn um það en ég held að ég sleppi því." Örn segir segir það gott að vera fluttur aftur til Reykjavíkur. Hann hefur búið síðustu tvö árin rúm á ísafirði og var þar á undan í þrjú ár í námi í London í upptökufræðum. Hélt ég væri á leiðinni á sjó- inn „Ég fór upphaflega vestur til að klára Lonely Mountain. Ég var úti í London og átti eftir að klára ritgerð- ina í skólanum en átti nákvæmlega engan pening til að lifa þar úti þannig að ég hringdi í pabba og spurði hvað ég ætti að gera. Hann bauðst til að borga flugmiðann fyr- ir mig heim og ég skellti mér til hans á ísafjörð. Ég náði að klára rit- gerðina og FedEx-aði hana út. Síð- an fékk ég prófskírteinið FedEx-að til baka." Nú, þú hefur ekki verið við- staddur útskriftina með útskriftar- hatt ogþannig? „Nei, það voru um 15.000 manns að útskrifast úr þessum háskóla og athöfnin átti að taka sex tíma. Ég heiti örn og ætlaði alls ekki að fara að bíða þarna allan þennan tíma." Það var í lok nóvember 2002 sem Örn hafði klárað fýrstu plötu sína, Lonely Mountain. Eins og sönnum einyrkja sæmir gaf hann hana út sjálfur, mætti til að mynda með tíu eintök í Hljómalind og bað þá um að selja þau og fimm eintök fóru í 12 Tóna. Svo atvikuðust málin svo að alltaf var verið að panta fleiri og fleiri eintök af plötunni, ágæti hennar spurðist út og setti það Örn í nokkurn bobba þar sem hann handsaumaði öll eintökin sjálfur. „Þetta gekk náttúrlega mjög vel, ég bjóst aldrei við þessum viðtök- um. Ég hélt að það myndu í mesta lagi nokkrir nördar í MH fíla þetta og ég væri bara á leiðinni aftur á sjóinn," segir Örn hógvær. Saumaði umslög á 10.000 plötur Lonely Mountain var ekki bara vel tekið hér heima því snemma árs 2003 gerði Örn útgáfusamning við Accidental-útgáfuna í Bretlandi. Hún er í eigu Matthew Herbert, sem meðal annars hefur unnið með Björk, og kallar Örn þetta „mjög lít- ið artí fartí plötufyrirtæki". „Ég ffla Matthew Herbert mjög vel, sérstaklega tónlistina hans. Ég sendi honum þakkarbréf þegar ég var búinn með Lonely Mountain. Sagði bara takk og var dálítið væm- inn. Hann hringdi strax til baka og bauð mér í mat og eftir það vorum við í sambandi. Ég var svo alltaf að væla í honum um að það væri svo erfitt að fá dreifingu í Bretlandi og einn daginn sagðist hann ekki nenna að hlusta á þetta lengur, sagðist bara ætla að gefa mig út.“ Er þetta góður samningur? „Þetta er svokallaður 50/50 samningur. Ef eitthvað gerist þá verð ég drulluríkur en þangað til er ég á mínum eigin vegum." Og ertu farinn að sjá einhverja peninga? „Nei, ekki mikið. Ég framfleyti mér með því að spila á tónleikum úti í löndum. Svo eru 12 Tónar dug- legir við að styðja við bakið á mér, þeir hafa reynst mér ótrúlega vel síðasta hálfa árið." Hversu víða nær þessi samning- ur, hvar getur fólk eiginlega nálgast plöturnar þínar? „Þetta á að heita að dreifingin nái um allan heim. Plöturnar eru alla vega til í nördabúðum, til dæm- is fæst hún kannski í svona fimm búðum í New York og einni í Ástral- íu. En hún fæst mjög víða í flestum Evrópulöndunum." Ogsalan? „Upphaflega upplagið var 10 þúsund eintök og það er búið." 10 þúsund eintök, þú hefur þá þurft að sauma talsvert... „Já, ég saumaði allt upplagið. Það byrjaði mjög vel og ég náði að sauma 500 eintök fyrsta daginn en svo fór þetta að ganga illa. Ég fékk fjölskylduna til liðs við mig og ætl- aði að klára þetta á einni helgi. Svo var amma að farast í bakinu og afi varð slappur, ég níddist svolítið á fjölskyldunni." Hvernig datt þér þetta í hug, að sauma 10 þúsund eintök? „Ég var sjálfur svona Lonely Mountain. Ég samdi alla tónlistina og spilaði inn á alla plötuna. Mig langaði bara að klára þetta með því að handgera hvert einasta stykki." Fékk að taka upp í kirkjunni á Súðavík Mugison er höfundur tónlistar- innar í kvikmyndinni Næsland sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.