Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Side 55
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER2004 55 Skjár einn: Alltaf ókeypis? Um daginn fletti ég tímaritinu Mannlífi og sá að þar var gríðarleg umfjöllun um þá góðu daga þegar Skjár einn var ungur og hress. Þarna voru flennistórar myndir af starfs- fólki sjónvarpsstöðvarinnar í árdaga - þarmeðtalið allnokkrar af sjálfum mér - og lýsingar á samkvæmislífi starfsmanna. Gott ef ekki var minnst á orgíur. Ég sótti nokkur partí hjá Skjá einum á þessum tima en man samt ekki eftir að hafa lent í stóðlífi. Kannski var blásið til leiks eftir að við Vala Matt vorum farin heim. Allir voru stjörnur En þetta voru að sönnu glaðir tímar. Þegar bjartsýnin var hvað mest voru þrettán íslenskir þættir í loftinu á Skjá einum. Þar voru allir stjörnur. Reglulega voru haldnir peppfundir þar sem við starfsmenn- imir klöppuðum fýrir sjálfum okkur. Ég var að sönnu nokkru eldri en flestir þarna (þó ég þykist enn greina 19 ára mann þegar ég horfi í spegil). En það var gaman að vera með svona ungu, fallegu og klám fólki. Vesinið ætlar engan endi að taka Tilkoma Skjásins vakti heitar til- finningar. Ég kom að einum keppi- nautnum þar sem hann var ólund- arlega að raka laufi í garðinum sín- um. Hann æsti sig, kom hlaupandi út að grindverkinu og sagði að það væri verið að „ræna banka“. Kannski var það smámisskiliningur þegar ég var metinn á 100 mfiljónir í við- skiptaplani Skjás eins. Annars veit ég ekkert um það og trúi helst engu illu upp á neina sem þarna vom. Þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá. En þeim mun Ráðherrar koma líka affjöHum, þykjast ekki vita neitt.Samt eru sérstakir trúnað- armenn flokksins úti um allt í fyrirtækinu. Maður sér þá skjótast inn og út úr hásölum valdsins í miðbænum. merkilegra er að sjá Skjá einn allt í einu verða að ríkisfyrirtæki. Makalaust er þetta með Lands- símann. Það ætti ekki að þurfa að vera svo flókið mál að reka símafyr- irtæki í rfkiseigu, bara að passa að allir séu í góðu sambandi, en vesen- ið þarna innandyra virðist ekki taka neinn enda. Eftír að gæðingar höfðu leikið þar lausum hala um árabil - skammtað sér laun og annað - var fyrirtækið fært undan samgöngu- ráðherra sem þurfti hérumbil að segja af sér vegna endalausra hneykshsmála í Símanum. Hefði l£k- lega verið látinn íjúka í flestum öðr- um löndum. Lappað upp á ímyndina Svo er reynt að straumh'nulaga batteríið. Ein af fáum konum sem hafa meikað það í viðskiptah'finu er gerð að stjórnarformanni - reyndar á tvöfalt hærra kaupi en áður þekkt- ist. Það eru fengnir útlendir ráðgjaf- ar til að lappa upp á ímyndina. Merki fyrirtækisins er breytt. Fram- kvæmdastjórinn kemur fram eins og kvikmyndastjarna á blaðamanna- fundi, íklæddur flauelsfötum og búinn að kasta bindinu. En þetta er samt ríkisfyrirtæki, ekkert annað. Ekkert bólar á einka- væðingunni sem þó er eitt helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar - og hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins síðan elstu menn muna. Hún klúðraðist svo eftirminnilega fyrir fáum árum þegar „litli lands- símamaðurinn" var helsta hetjan í fjölmiðlunum stutta hríð - lak öllu um sukkið í fyrirtækinu og var um- svifalaust rekinn fyrir vikið. Einhver myndi halda að nú væri lag að einkavæða, þegar hlutabréfamark- aðurinn er eins og útblásin blaðra og menn bíða í röðum eftir að fá að kaupa - bara eitthvað... Ríkið sýnir Survivor og Sirrý f staðinn er hangið í hinu vafa- sama rekstrarformi „Hlutafélag í eigu rfkisins", enginn virðist ábyrgur fyrir neinu, stjórnendur fýrirtækis- ins svara helst ekki í síma, hvorki gsm né fastlínu - og fýrirtæídð fær að rása út eftir geðþótta. Nú er búið að kaupa heila sjónvarpsstöð. Skjár einn hefur verið ríkisvæddur - með Sirrý, Survivor, Sunnudagsþættin- um og öllu klabbinu. Á íslandi eru nú tvö sjónvarpsfélög í eigu rfkisins, eitt í einkaeign. Ráðherrar koma líka af íjöllum, þykjast ekki vita neitt. Samt eru sér- stakir trúnaðarmenn flokksins úti um allt í fyrirtækinu. Maður sér þá skjótast inn og út úr hásölum valds- ins í miðbænum. Eina hlutabréfið í fyrirtækinu er geymt í skúffu uppi í fjármálaráðuneyti eftir að það var tekið af Sturlu. Ég sótti nokkur partí hjá Skjá einum á þessum tíma en man samt ekki eftir að hafa lent ístóðlífi. Kannski var blásið til leiks eftir að við Vala Matt vorum farin heim. El NSÁRS Föstudaginn 20. október verður SKJÁREINN eins árs. Af þvi tilefni langar okkur að bjóða þér i afmæHsveislu þar sem starfsfólki og vinum stöðvarinnar verður boðið upp á góðar veitingar. 20.00 til 23.00 í sal Kariakórs Sprenghlægilegur sand- kassaleikur En þetta er auðvitað vandræða- mál. Líklega er ekki hægt að selja Símann fýrr en er alveg öruggt að réttir kaupendur finnist. Það er ekki sama í kjafti hvaða ránfisks hann lendir. Samsærissinnaðir menn hafa þóst greina ýmis plott. Að það sé verið að bíða eftir því að hræinu af Kolkrabbanum takist að öngla sam- an nógu fé til að kaupa Símann. Kaupverðið er jú ansi hátt-40 mfilj- arðar eru nefhdir. Og svo segir bæj- arrómur líka að hugmyndir séu um að Síminn verði undirstaðan í nýj- um fjölmiðlarisa; fyrsta skerfið sé að bjarga Skjá einum ffá faUi með því að kaupa hann þangað inn og svo eigi að reyna að ná í Moggann - eða það sem verður eftir af honum. Þá loks geti andstæðingar Jóns Ásgeirs náð vopnum sínum í fjöl- miðlunum - fyrst ekki tókst að setja á hann lög. Það er svo sprenghlægi- legt dæmi um sandkassaleikinn sem fer fram hér í viðskiptalífinu að þeg- ar Síminn kaupir sjónvarpsstöð, þá kaupir hin sjónvarpsstöðin símafyr- irtæki. „Dásamleg stefna" frjáls- hyggjan Lykilmaðurinn í þessum plott- um er nefndur Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, einn helsti Laugardagskj allari kommisar fiokksins í viðskiptalíf- inu og formaður útvarpsráðs svo fátt eitt sé nefnt. Össur Skarphéð- insson jós yfir hann skömmum í viðtali í fyrradag og heimtaði að hann yrði látinn segja af sér. Ég veit ekki um það. En fyrir nokkrum árum las ég viðtal við Gunnlaug Sævar sem mér er ákaflega minnis- stætt. Það birtist einmitt hér í DV. Þar átti Gunnlaugur ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað hann væri mikill frjálshyggjumaður. Hann ítrekaði það margsinnis að hann væri einn af stofnendum Félags frjálshyggjumanna og sagðist þeirrar skoðunar að frjálshyggjan væri „dásamleg stefna". Gunnlaugur Sævar baksar Gunnlaugur lætur samt fijáls- hyggjuna ekki þvælast meira fyrir sér en svo að hann er formaður útvarpsráðs til margra ára - sem jafngildir því að vera stjórnarfor- maður Ríkisútvarpsins - og er nú að baksa við að koma öðrum fjölmiðli undir verndarvæng ríkisvaldsins. Það er eins óg vitur maður sagði eitt sinn - menn berjast af meiri ákafa fyrir hagsmunum sínum en -é? hugsjónum... í ¥ * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ GITARINN EHF. www.gitarinn.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125 gitarinn@gitarinn.is Trommusett með öllu, ásamt kennslu- myndbandi og æfingaplöttum á allt settið. Rétt verð 73.900.- Tilboðsverð '54.900.- ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 14.900.- M/ POKA. ÓL. STILLIFLAUTU OG NÖCL ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 17.900,- M/ PICK-UP (HÆGT AÐ TENCJA I MACNARA) M/ÖLLU AÐ OFAN. KLASSÍSKUR GÍTAR FRÁ KR. 9.900.- RAFMAGNSSETT: KR. 27.900.- (RAFMAGNSGiTAR - MAGNARI - POKI - KENNSLUBÓK - STILUFLAUTA - GÍTARNEGLUR 00 J SNÚRUR!!!!) I ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.