Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 63
DV Síðast en ekki síst LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER2004 63 Landhelgisgæslan stóreykur eftirlitið með rússnesku herskipunum. Háttsettur rússneskur herforningi segir „no comment“ um hugsanlega bilun í Pétri Mikla. Rússneski hernaðarsérfæðingurinn Pavel Felgenhauer segir: „Guð hjálpi öllum ef eitthvað vesen er komið þarna upp.“ lifandi tímasprengja rétt undan Þistilfirði Landhelgisgæslan hefur stóraukið eftirlit sitt með rússnesku her- skipunum sem liggja á Þistilfjarðargrunni undan Austfjörðum. Fréttaritari DV í Moskvu sótti blaðamannafund hjá rússneska hem- um og spurði háttsettann herforingja hvort beitiskipið Pyotr Veliky eða Pét- ur Mikli væri hugsanlega bilað en fékk svarið „no comment". Rússneski hemaðarsérfæðingur- inn Pavel Felgenhauer segir hins veg- ar í samtali við DV: „Guð hjálpi ykkur ef eitthvað vesen er komið upp þama." Ögmundur Jónasson þingmaður VG segir rússnesku skipin raunvem- lega ógn við öryggi landsins. Kallar þau tifandi tímasprengju undan Austfjörð- um. Guð hjálpi öllum Pavel Fel- genhauer sem skrifar um her- mál í Pavel Felgenhauer sem upp úr stendur eraö slæmt eftirlit er með rússnesk- um herskipum I dag og óreiöa á hlutunum innan flotans.* Enþað Moskow Times segir að allt væri mögulegt sem útskýring á því af hverju foringjar rússnesku skipanna undan Austfjörðum segjast ætla að framlengja dvöl sína fram á sunnu- dag. „En það sem upp úr stendur er að slæmt eftirlit er með rússneskum her- skipum í dag og óreiða á hlutunum innan flotans," segir Pavel. „En ég bið guð að hjálpa öllum ef eitthvað vesen er komið upp þarna við ísland." DV hafði einnig samband við flotadeUd vamarmálaráðuneytisins í Moskvu vegna málsins en fékk engin svör. Tifandi tímasprengja Ögmundur Jónasson þingmaður VG segir að vera rússnesku skipanna undan Austfjörðum sé raunveruleg ógn við öryggi landsins. ,Á gjöfulum flskimiðum skammt undan strönd landsins er tifandi tímasprengja, skip sem gæti vald- ið ómældum mengunarskaða um langa framtíð," segir Ög- mundur. „Hugsanlega var- anlegum skaða á fiskimiðun- Pétur Mikli Ekki er vitað til að beitiskipið hafi hreyfst úr stað undanfarna daga. um. íslenskum stjómvöldum ber skylda til að mótmæla vem Rússanna á eins kröftugan hátt og kostur er." Ögmundur segir að DV eigi lof skil- ið fyrir að hafa farið í saumana á þessu máli. „Það geta verið eðlilegar skýringar á þessari framlengdu dvöl Rússanna uppi í kálgörðunum við Austfirði en ef um einhvers konar bilun í einhverju skipanna er að ræða er það auðvitað stórmál," segir Ögmundur, sem fjallar um málið á heimasíðu sinni. Stóraukið eftirlit Samkvæmt heimildum DV hefur Landhelgisgæslan stóraukið eftirlit sitt með rússnesku skipunum en eins og venjulega er ekkert gefið upp um ferðir skipa og flugvéla Gæslunnar í verkefnum sem þessum. Landhelgisgæslan hefur ekkert heyrt frá Rússunum síðan á miðviku- dag er skilaboð bámst um að skipin yrðu á þessum slóðum fram á sunnu- dag. Repúblikanar í Texas vona að Latibær laumi ekki áróðri í undirmeðvitund barna Fylgismenn forsetans áhyggjufullir „Við vonum svo sannarlega að í þættinum hafi ekki verið að reynt að koma skilaboðum inn í undirmeð- vitund barna eða fjölskyldna varð- andi nokkurn frambjóðendanna," segir Sarah McLallen, fjölmiðlafull- trúi Repúblikana í Texas. Sagt var frá því í DV í gær að á vef- svæði bandarísku barnasjónvarps- stöðvarinnar Nickelodeon hefðu birst kvartanir um „pólitísk undir- meðvitundarskilaboð" í Latabæjar- þáttunum. Töldu foreldrar sem sáu þáttinn að kaffikrús með mynd af Texasríki í höndum þrjótsins Robbie Rotten, sem leikinn er af Stefáni Karli Stefánssyni, eigi að koma þeim skilaboðum til bama að Texas, heimafylki George Bush forseta, sé rotið og þar með forsetinn sömu- leiðis. Kjartan Már Kjartansson, fram- kvæmdarstjóri Latabæjar, þvertók fyrir að um áróður væri að ræða. Hann sagði Latabæ ekki blanda sér í innanrfkismál í Bandaríkj- unum. Forsetaframbjóðendumir ■- Bush og John Kerry em nær l hnífjafnir og kosningarnar handan við hornið. Segir Jón Hákon Magnússon al- mannatengill svona kvart- anir séu til marks um þann gríðarlega titring sem nú ríki vestra. er - ■r:' k ir i Robbie Rotten og Magnús Scheving Tals- maður þáttanna vill meina að ekkert sé rotiö ÍLatabæ. Prrss iní4 Bct Kínverji í heimsókn Enn einn kínverski ráðamað- urinn er hér á landi í heimsókn um þessar mundir. Dr. Gao Qiangg er heilbrigðismálaráðherra kín- verska alþýðulýðveldisins og er hann hér til að kynna sér starf- semi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins ásamt emb- ættismönnum sínum. Gao hefur átt viðræður við Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og ræddu þeir meðal annars um sameiginleg hagsmunamál. Gao ferðast nú um landið til að skoða heilbrigð- isstofnanir. Víkingalotló í nýjum hæðum Vinningsupphæðin í Víkinga- lottóinu verður um 400 milljónir Or króna næsta miðvikudag samkvæmt tilkynningu frá íslenskri getspá. Er það stærsti potturinn frá upphafi. Fyrsti vinn- ingurinn hefur ekki gengið út tvo síðustu miðvikudaga og verð- ur því þrefaldur næst. Búast má við að hann verði 200 milljónir króna. Að viðbættum hinum nýja ofurpotti sem líka stefriir í 200 millj- ónir verður heildarvinningsupp- hæðin 400 milljónir. Bónusvinn- ingurinn steftiir í 12 milljónir. Endurbæturá 72,5 mllljónir Kostnaður vegna viðgerða og endurbóta Gljúfrasteins er kom- ^ inn í 60 milljónir króna sam- kvæmt forsætisráðuneytinu. Að stærstum hluta voru viðgerðirnar fjármagnaðar með heimildum í ijárlögum 2003 og 2004 en farið er ffarn á 20 milljóna króna við- bótarfjárheimild á þessu ári til að ná endum saman. Að sögn Hall- dórs Árnasonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, er gert ráð fyrir 12,5 milljónum króna til viðhalds og viðgerða til viðbótar á næsta ári. Þá fari 23 milljónir króna í rekstur Gljúfrasteins árið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.