Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Styrkja ekki karlmennsku Enginn styrkur fæst frá jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd Akureyrar til að rita bók um karlmennsku og jafnréttisuppeldi. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson hafði óskað eftir 150 til 250 þús- und króna styrk vegna bók- arinnar sem hann er með í smíðum. „Jafnréttis- og fjölskyldunefnd getur ekki orðið við erindinu. Ne&idin fagnar hins vegar ffamtak- inu og óskar höfundi góðs gengis," segir í fundargerð nefndarinnar frá í gær. Heilsuþorp í Hveragerði Áform eru nú uppi um að koma á fót 66 íbúða heilsuþorpi f heimalandi Garðyrkju- skólans að Reykjum í ölfusi. Auglýst hefur ver- ið deiliskipulag að fyrsta áfanga fyrir orlofsíbúða- byggð og hótelíbúðir. Alls verður 8,13 hektara skika skipt í ellefu reiti sem verða hluti af sam- eiginlegri lóð heilsu- þorpsins. Innan hvers reits verða keðjuhús með 3 til 10 íbúðum og sérnotasvæðum fyrir hverja íbúð. Auk þess er tekinn frá reitur undir sameiginlegt bflastæði. Aðkoma að svæðinu verður um nýjan veg frá vegi sem liggur að mörk- um ölfusborga. Breytingar hjá Lands- banka Bankastjórn Landsbank- ans hefur fylgt eftir stefnu bankaráðs um aukna áherslu á sölu- og markaðs- starf. Nú hafa verið gerðar breytingar á framkvæmda- stjórn og skipulagi á nokkrum sviðum bankans með þetta að markmiði. Hermann Jónasson hefur verði ráðinn framkvæmda- stjóri Sölu- og markaðs- sviðs, en hann hefur áður gegnt stöðu forstöðumanns verðbréfa- og lífeyrisþjón- ustu bankans. Sölu- og markaðssvið mun annast allt sölu- og markaðsstarf á einstaklingsmarkaði ásamt því að sinna þjónustumál- um. Ingólfur Guðmunds- son sem áður var ffam- kvæmdastjóri Einstaklings- og markaðssviðs verður framkvæmdastjóri yfir nýju sviði sem sér um sérbanka- þjónustu og skattaráðgjöf. Sannað þótti í Héraðsdómi Reykjaness í gær að Kjartan Ólafsson hefði misþyrmt eiginkonu sinni. Hún sakar Kjartan um að hafa reynt að nauðga sér, tekið sig háls- taki og lamið sig. Kjartan viðurkenndi fyrir dómi að hafa lagt hendur á eiginkonu sína, en fær enga refsingu fyrir. Ástæðan er sú að dómarinn segir barsmiðarnar að hluta til konunni sjálfri að kenna. Misþypmdi eiginkonunni en veröur ekki refsaö Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Kjartan Ólafsson, 47 ára verkamann, fyrir að misþyrma eiginkonu sinni. Dómurinn telur óumdeilanlegt að Kjartan hafi gengið í skrokk á konunni en tel- ur að ekki eigi að refsa honum fyrir það. Ástæðan er að Kjartan taldi eiginkonu sína hafa haldið framhjá sér. Því hafi konan að hluta til verið sjálf völd að barsmíðunum. Niðurstaða dómsins er sú að Kjartan hlýtur skilorð sem fellur niður ef hann brýtur ekki aftur af sér. Kjartan er ákærður fyrir að hafa ráðist að eiginkonu sinni, tekið hana hálstaki og hrint henni til og frá með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun í hálsvöðvum og yfirborðs- áverka á andliti og hársverði. Þetta átti að hafa gerst að morgni 1. októ- ber á síðasta ári. Þennan morgun sáu tvær konur í Haiharflrði fýrrverandi eiginkonu Kjartans hlaupandi á nærfötunum einum klæða, skjálfandi af hræðslu og grátandi. Þær hjálpuðu konunni og komu henni til Kvennaathvarfs- ins. Sjö dögum síðar lagði eiginkonan íyrrverandi fram kæru á Kjartan vegna lfkamsárásar og tilraunar til nauðgunar. Flúði á nærfötunum einum klæða Hjá lögreglunni sagði fyrrverandi eiginkona Kjartans að hann hefði ásakað hana um að halda framhjá honum. Kjartan hafi lamið hana í höfuðið og kallað ónöfnum. Þetta hafl ekki verið í fyrsta skipti sem hann sýndi slíka hegðun. Þennan morgun hafi hann hins vegar gengið lengra. Hann hafl orðið viti sínu fjær af bræði, tekið hana hálstaki og hert að þar til hún missú meðvitund. Þegar hún vaknaði hafl hann haldið áfram. Rifið hana úr bolnum og nærbuxunum og gert til- raun til að nauðga henni. Hún hafi náð að flýja úr íbúðinni, hálfnakin, og hitt tvær konur sem komu henni í samband við Kvennaathvarfið þar sem hún hafi dvalið síðan. Missti stjórn á skapi sínu Kjartan viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði lagt hendur á fyrrver- andi eiginkonu sína. Hann sagðist hafa misst stjóm á skapi sínu þegar hún hefði tjáð honum að hún væri að halda framhjá. í kjölfarið segir Kjartan að hann hafi tekið konuna hálstaki og „tuskað hana til.“ Kjartan segist einnig hafa hætt ofbeldinu eftir að hann náði stjórn á skapi sínu. Hann hafi séð konuna hlaupa út en talið að hún hefði verið fullklædd. Þá segir Kjart- an að þau hjónin hafi átt í forræðisdeilum og með því að kæra hann vilji hún ná peningum af honum. Eiginkonunni að kenna Guðmundur L. Jóhannesson, dómari við Héraðsdóm Reykja- ness, kemst að þeirri niðurstöðu að átökin að morgni 1. október hafi verið tilkomin vegna erfiðleika í sambandinu. Óumdeilt sé að til átaka hafi kom- ið milli Kjartans og eig- inkonu hans enda hafi Kjartan viðurkennt það fyrir dómnum. Dómarinn segir einnig að í þessari tilteknu árás hafi Kjartan lagt hendur á eiginkonu sína í mikilli bræði og „að kærandi [eiginkona Kjartans] kunni að hafa valdið því“. í niðurlagi dómsins er ákvörðun refsingar á hendur Kjartani frestað, svo fremi hann haldi skilorð í þrjú ár. Honum er gert að greiða allan sakarkostnað. simon&dv.is Dómarinn sem dæmdi Kjartan Guðmundur L. Jóhannesson taldieigin- konuna hafa átt hlut í því að maður hennar reiddist. Kröfu Steingríms J. um hluthafafund í Símanum hafnað Steingrímur J. Sigfússon hefur ít- rekað beiðni sína um hluthafafund í Símanum með bréfi til Rannveigar Rist, stjómarformanns fyrirtækisins. Hún synjaði honum fyrir viku um slflc- an fund. Steingrímur vísar til þess að nú hljóti Skjár einn að teljast dóttur- fyrirtæki Símans og Sfminn sé þannig orðinn fjölmiðlafyrirtæki. „Ekki er því lengur um að ræða aðeins minni- hlutaeign til að tryggja betri nýtingu á fjarskiptaneti félagsins eins og fært er fram til réttlæúngar og rökstuðnings kaupunum í svarbréfi þínu,“ skrifar Hvað liggur á? Steingrimur til Rannveigar. „Síminn er með þessum viðbótarkaupum orðinn að fjöliniðlafyrirtæki og hefur innan samstæðu sinnar hefðbundinn sam- keppnisrekstur á því sviði. Úúlokað er að halda því fram að slikt feli ekki í sér verulegar breyúngar á rekstri Símans, stöðu hans sem markaðsráðandi fjar- skiptafyrirtækis og aðstæðum í sam- skiptum við önnur fjölmiðlafyrirtæki," segir Steingrímur. Rannveig hafhaði beiðni Stein- gríms með því að þar sem minna en 1/10 hluti hluthafa væri ekki á bakvið hana, bæri stjóminni ekki að fylgja „Mest liggur á að jafna laun karla og kvenna. Einnig er nauðsynlegt að útrýma mansali þar sem konur og börn ganga kaupum og sölum með því ofbeldi sem þarfað útrýma. Loks vil ég berjast gegn þeirri óheillaþróun sem kemur fram íþví að félagsleg umhyggja er á undanhaldi. Við erum að komast á þrælastigið," segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags íslands. henni. Ríkið ræðuryfir 99% af hlutafé í Símanum en 1200 hluthafar fara með þau prósent sem efúr em. Ljóst er samkvæmt þessu að þessir hluthafar hafa engan rétt til að kalla saman hlut- hafafund. Hún sagði kaupin í Skjá ein- um ekki teljast úl vem- legra breyúnga á rekstri félagsins. Hún segir kaupin í Skjá einum fyllilega samræmast til- gangi Sfrnans að „veita hvers konar þjón- ustu á sviði ijar- skipta og upp- lýsingatækni". Steingrfmur J. Sig- fússon SegirSímann kominn í samkeppni i fjölmiðlum og itrekar kröfu um hluthafafund. Beðið svara spítalans Enn hafa ekki borist svör frá Landspítalanum varðandi ferð geð- lækna til Stokkhólms fyrr í þessum mánuði. Ferðin var að hluta greidd af lyfjafyrirtækjum og óskaði DV eftir upplýsingum um það að hve miklu leyti og hvort makar hefðu þegið boðsferðir. Þá var einnig spurt, með tilvísan til upplýsinga- laga, hvort tilfefiið hefði verið að álag á deildir geðsviðs hefði stór- aukist með- an á ferð- inni stóð og með hvaða hætti það hefði bitn- að á sjúk- lingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.