Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 Menning DV Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is VEFUR kvikmyndagerðarmanna, logs.is, hefur endurbirt grein Árna Þórarinssonar frá sextánda þessa mánaðar þar sem Árni, gamall og reyndur bíófíkill, veltir fyrir sér fjör- efnaskorti og sambandsleysi Is- lensku kvikmyndarinnar. Éðlilega. ís- lenska bíómyndin hefur á siðustu misserum máttþola nokkuð andóf. Nýlega lýsti blaðamaður á Frétta- blaðinu þvíyfir að sá tlmi væri liðinn að innlendar myndir fengju forgjöf. Aðsóknartölur íslenskra mynda eru til vitnis um að alluralmenningur hefur ekki haft áhuga á að drífa sig I bíó. KVIKMYNDIR á borð við Dís, Nicelandjafnvel Nói, ná ekki varla lágmarksaðsókn. Stærsta mynd síð- ustu missera sem var Stellu-ævintýri 2 dró til sín rúm 30 þúsund. Topp- arnir handan hennar eru Hafið og þar á undan Englarnir. Aðsókn að ís- lenskum myndum er áhyggjuefni. Bæði bransinn, Miðstööin og þjóðin ætti að hafa áhyggjur afþví. ÁRNI spurði hvers vegna Dönum gengi svona vel og kastaði upp stuttri lýsingu á kostum danskra mynda síðustu árin: þeim hversdags- legu vanda- málum sem þær iýsa, hugviti í frásögn- inni og örugg- um tök- umá frásagn- arhætti. Samkvæmt fréttum verða það þrjár myndirsem bera uppi aösókn að dönskum kvikmynd- um i heimaland- inu í ár. Þær hafa halað inn 60% af aðsókn síðustu vikna. Ivenjulegu ári ná þær fjórðungshlut. Þar eins og hér eru stóru topparnir háir. Fín mynd eins og Arven rétt nær 20 þús- und áhorfendum. VANDAMÁL islenskra mynda eru sem fyrr þunnar sögur, fáir djúsí karakterar og margslitið sambands- leysi við hversdagsleg vandamál venjulegs fólks. Hluti af skýringunni er gjáin milli höfunda og leikstjóra sem enn eru haldnir þeirri firru að þeir verði að gera þrennt: framleiða, leik- stýra og semja handrit. Margar af þeim sögum sem hafa ratað á skjá- inn hefðu betur gengið gegnum þann hreinsunareld að verða fyrst útvarpsleikrit, fáarþeirra hefðu náð máli í þeim miðli. Flugur KURTEISIR styrkjastjórar verða í Ijósi reynslunnar að endurstilla mælitækin, bransinn að átta sig að vilji hann ná sambandi við áhorf- endur þarfsögur affullorðnu fólki, gamalmennum, börnum og ung- tingum, en ekki bara graðnöglum á aldrinum 18 til 30. Á örmarkaði verða menn að gera eitt, fyrst og fremst, vilji þeir ná mörgum áhorf- endum: þeir verða að segja sögur sem eiga erindi viö sem flesta. Nýtt íslenskt leikrit um ungt fólk í tilvistarvanda, tryggð og tál, þolgæði og þrá. Böndin voru frumsýnd á sunnudagskvöldið á Litla sviðinu. Fyrsta verkið í hópi nýrra ís- lenskra leikverka sem Þjóðleik- húsið sýnir næstu misseri er skrifað fyrir fjóra leikara, höndl- ar um kóara og þá sem drottna, þá sterku og hina veikfyndu, óhreinindi í sálinni og sjálfsblekkingar í tilfinninga- lífinu. Það er skrifað eftir tiltölulega hefð- bundnum leiðum, tekur h'tið tillit til umhverfis í leikmynd og búnaði, er sagt gerast á okkar tímum og fjallar mn fólk í yngri kantinum, rétt undir þrítugu. Leynipar í Hamrahlíð Ungur leikari er vingull, hefur svo lítið sjálfsálit að hann hleypur mest eft- ir áliti annarra. Sambýliskona hans reynir að bægja frá honum áhyggjum sem stappa nærri ranghugmyndum. Þegar gömul hjásvæfa hans úr mennta- skóla kemur heim og vill fá hann í of- beldisfúlla kvikmynd lætur hann til leiðast, í bland af áhuga á henni líkam- lega og sem vinargreiða. Þegar sam- starfið við stúlkuna er farið að fokka upp ferli hans, verður hann að taka sig taki og slútta öllu sambandi við hana. Því miður Það verður að segjast eins og er að mér þótti harla lítið til leikrits Kristjáns Þórðar koma: hugmynd um meginpóla er ekki fáránleg, konur geta líkt og karl- ar verið ráðandi, þótt persóna á borð við Emu (hjónaspillir, metnaðarfull, hrifin af ofbeldi og full vantrúar á hreina ást) geti ekki kallast annað en klisja sniðin sem skotspónn fyrir Fem- inistafélagið. En grunnurinn að átökunum er svo fjarska lítilfjörlegur, hvemig leikarinn ungi vill þóknast öllum er svo smátt vandamál að það getur verið hluti af stærri mynd en í heilt leikrit með næsta fyrirsjáanlegum fyktum er fullmikið af því góða. Snotur samtöl Kristjáni er ekki alls vamað. Samtöl- in em þokkalega byggð en afar teygð og hverfast hring eftir hring um opinskátt tilfinningamas, útmálun og ofljósar kenndir sem em málaðar í miklum vaðli. Hér er ekki verið að spara, ekkert að fela og engu þarf að tæpa á, ekkert að gefa í skyn. Textinn og leikstíllin minnti á köflum mest á ameríska sápu af lengri gerðinni. Samúð með persónunum sem lifa þá hættu mesta að einhver viti að þær hafi hugsanlega gert það í þrígang í menntó - framhjá - guð sú samúð breytist í kvalastillandi góðsemi gagn- vart leikumnum sem fóm með þessi ósköp. Hugrakkt fólk og gengur að starfi sínu af jafnaðargeði, en hvílík sóun á kröftum. Litla sviðið - til hver er það? Sýningunni hefur Hilmir komið fyr- ir í enda salarins: leikmyndin opnast stöku sinnum inn í botn í þeim köflum sem gerast á æfingum og í sýningu leik- arans unga. Annars er hún flatmyndir, dýptarlausar - pínlegt komment frá leikmyndateiknara um dýptarleysi verksins? Sýningin er skreytt dægurflugum sem passa vel inn í það yfirborðs- kennda persónugallerí sem her er upp dregið: en dægurflugan segir sína sögu á þrem mínútum, hér eru þær níutíu. Leikstjórinn stillir leikumnum hugsunarlaust út í kant þar sem þeir sjást illa, lætur þá krjúpa þar sem þeir Kom aldrei til greina að gera þennan strák meira nojaðan, raunverulega sækó? DV-mynd Valli Þjóðleikhúsiö sýnir: Böndm á milli okkar eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd: Jón Axel Björnsson. Búningar: Margrét Sigurðardóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikendur: Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig Arnarsdóttir, Nanna Kristin Magnúsdóttir og Friðrik Frið- riksson. Frumsýning 17. októ- ber 2004 á Litla sviði. Leikhst sjást ekki - tvö af stærstu augnablikum síðari hlutans sjást miðpuntar atriðis ekki nema áhorfandi standi á fætur. Hvað er þetta? Áhugaleysi fyrir því að áhorfendur sjá tiltekna parta verksins, vangá eða þekkingarleysi? Sem tilraunasalur er Litla sviðið ónýtt, sem opið leikrými er það ónýtt. Að þar skuli enn reldð ekki 100 sæta leikhús, sem er fáránleg rekstrarstærð, er bara út í hött. Ljósir punktar Það á að henda Kristjáni Þórði í loft- köstum út í stór þemu: svona útsaum- ur er blindgata fyrir mann með mennt- un og þjálfun. Blessaðir leikaramir vinna sína vinnu, frekar vildi ég sjá þær stöllur gera annað en þessar gömlu kvenmyndir. Rúnar Freyr vann sína rullu af mik- illi tæknilegri fæmi og í fi'nu samræmi en persónan var einsleit og tók lítilli þróun. Kom aldrei til greina að gera þennan strák meira nojaðan, raun- verulega sækó? Friðrik var títið og fyndið element í sínu smágerða skopi: raunar vom bút- amir úr leikritinu í leikritinu það sem var mest spennandi í þessari daufú leiksýningu. Páll Baldvin Baldvinsson Eldfim en óspennandi Fyrir skömmu kom út hjá JPV- útgáfu bókin Ellefu mínútur eftir hinn feykivinsæla brasilíska rithöf- und Paulo Coelho í þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Forsaga bókar- innar er sú að þegar Coelho sneri aftur á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á Ítalíu beið hans hand- rit sem innihélt ævisögu brasilísku vændiskonunnar Soniu. Handritið greip höfundinn það sterkum tök- um að eftir heilmiklar rannsóknir og heimildavinnu varð Ellefu mín- útur til. Rík og fræg í fréttatilkynningum segir að bókin hafi farið sigurför um heim- inn og tróni nú efst á metsölulistum um víða veröld. Því var það með töluverðri eftirvæntingu sem sest var niður við lesturinn enda um eft- irtektarvert efrii að ræða. í upphafi bókar er sagt frá upp- vexti stúlkunnar Maríu í Brasilíu. Eftir sára reynslu af fyrstu ástinni bítur hún það í sig að hún muni aldrei finna sanna ást eða að henni muni að minnsta kosti fylgja tóm kvöl og pína. Með þessar hug- myndir í farteskinu fer hún til Genfar í von um að verða bæði rík og ffæg. Sú frægð sem María lætur sig dreyma um lætur hins vegar á sér standa en þess í stað verður hún eftirsótt vændiskona á „fínum" stað sem þjón- ustar mestmegnis ríka og fræga karlmenn. Forríkur listamaður María sinnir starfi sínu af alúð og gætir sín vel á að verða ekki hrif- in af viðskiptavinunum enda minnug fyrstu reynslunnar sem færði henni einungis kvalræði. Að því er virðist áreynslulaust safiiar hún aurum inn á bankabók enda harðákveðin í að flytja sem fyrst aft- ur til Brasilíu og stofha búgarð fjarri slæmum minningum um alla þá fjölmörgu karlmenn sem hún hefur selt líkama sinn. Lengi vel virðist Maríu takast þokkalega upp við að aðskilja L£k- ama og sál en síðan gerist það, henni að óvörum, að inn í líf hennar þrengir sér ofurmyndarlegur, forrík- ur listamaður sem fellur kylliflatur fyrir henni... og hún fyrir honum. Hefðbundin ástar- saga Þannig er söguþráður Ellefu mínútna í grófum dráttum og skyldi engan undra þótt margir máti þessa stuttu endursögn við hefðbundnar ástar- sögur sem flestar ganga út á hið sama: íðilfagrar stúlkukindur sem komast í hann krappan en bjargast þó á endanum. Og þó höfundur nálgist efni sitt á svolítið öðruvísi máta en tíðkast í venjulegum ástarsögum minna Ellefu mínútur óumdeilan- lega á aðrar Öskubuskusögur, t.a.m. bíómyndina frægu Pretty Woman. Heimspekilegar vangaveltur Paulo Coelho kann svo sannar- lega að skrifa flottan texta, upp- fullan af heimspekilegum vanga- veltum og hugleiðingum um mannlegt eðli og þeim texta skilar hinn frábæri þýðandi Guðbergur Bergsson listavel til íslenskra les- enda. En þó textinn sé flottur er bókin í fyrsta lagi langdregin, í öðru lagi tilgerðarleg og í þriðja Ellefu mínútur Paulo Coelho Þýðandi: Guðbergur Bergsson JPV-útgáfa 2004 Verð: 4280 kr. Bókmenntir lagi flöt og óspennandi. Þótt les- anda sé sagt, bæði í gegnum sögu- mann sem og dagbókarskrif Maríu, að líf vændiskvenna sé öm- urlegt er nær ógjörningur að skynja sársaukann sem hlýtur að skekja tilveru þeirra. Ellefu mínútur er fagurlega rituð bók um eldfimt efni sem nær þó lítt að kveikja í lesandanum kannski vegna þess að höfundi virðist fyrst og síðast umhugað mn að afhjúpa fygina sem oftlega umlykur kyn- ferði og kynlíf en minna um að sýna okkur inn í kviku þeirra sem þjást. Kannski er til of mikils mælst því hvernig í ósköpunum ætti mið- aldra, hvítur karlmaður með feitt peningaveski að ná að setja sig fylli- lega í spor fátækrar stúlku sem auk- inheldur er vændiskona?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.