Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 33
satnherjar hans ekki á stundum sökuðu haun um
óheilindi, hálfvelgju og geðleysi.
Pó var það auðvitað, að jafnaðarmennirnir frönsku
fögnuðu því að eiga í hóþi sínum stærsta anda
Frakklands. Við jarðarför hans bar mest á fylking-
um þeirra og fjöldi rauðra fána var borinn á eftir
vagninum, sem ílutti lík hans til hinstu hvíldar.
Kr. Alb.
Carl Spitteler.
Meðal skálda þeirra, er hlotið hafa Nóbelsverð-
laun á síðustu árum, er svissneska skáldið Carl
Spitteler. Hann er landi þeirra Conr. Ferd. Meyers, er
kunnur er íslenzkum lesöndum af þýðingum Bjarna
Jónssonar frá Vogi (»Jiirg Jenatsch« o. fl.) og Gottfried
Kellers, sem er einn af snjöllustu sagnahöfundum á
þýzka tungu. Carl Spitteler lézt nú um áramót-
in; var hann um nokkur ár heimiliskennari á
Rússlandi og síðan skólakennari í Sviss og bar
mjög lítið á honum framan af og enn má segja, að
hann sé lítt kunnur utan landamerkja þýzkrar tungu.
Veldur því meðal annars, að í fyrstu ritum sínum
fetaði hann hvergi í fótspor fyrirrennara sinna né
aðhylltist slcáldskaparkenningar þær, er voru éfst á
baugi á uppvaxtarárum hans, raunbyggjuna. Hann
er í eðli sínu hugsjónaskáld, en viðurkennir þó, að
frásagnaraðferð raunhyggjuskáldanna sé að ýmsu
leyti góð, en hefir íinugust á þeim skáldum, er þurfa
á stórfeldum verkföllum, rauðum fánum og gaura-
gangi að halda til þess að fjölga rauðu blóðkornun-
um í skáldskapnum, eins og hann kemst að orði.
Spitteler er framar öllu söguljóðaskáld. Hann
neitar þvi, að söguljóðaskáldskapur eigi einkum við
um þær þjóðir, er séu á bernskuskeiði; Hómer Iáti
(29)