Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 34
guði sína leika sér eftir vild, en pó geti enginn sagt,
að gríska menningin hafi pá verið á bernskuskeiði í
samánburði við menningartímabil annara pjóða,
enda hafi mörg stærstu skáld heimsins eins og
Goethe og Schiller álitið söguljóðaskáldskap æðsta
takmark hvers skálds.
Spitteler hefir ýmsar einkennilegar skoðanir á eðli
söguljóða og skáldskapar yfirleitt. Skáldið verður
ekki aðeins að eiga ríkt hugmyndaflug og kunna að
koma peim fyrir í búningi ljóða og hrynjandi máls,
heldur á málið sjálft, búningurinn, að verða til í
nokkurskonar leiðslu, óafvitandi og óviljandi, í fullu
samræmi við hugarsýnina sjálfa. Skáldið á pví að
bíða, pangað til hugsjónagáfan er tilbúin að steypa
hugmyndii;nar í samræmisbúning pann, er einn á
fullan rétt á sér.
Spitteler leitaði aftur í griskar goðsagnir í aðal-
ritum sínum »Prometheus und Epimetheus« og
»Olympischer Frúhling«. Par gat hann fullnægt prá
sinni og náttúrulýsingar hans í ritum pessum eru
margar óviðjafnanlegar. Hversdagslegum atburðum
eins og úðaregni, snjódrífu, lækjarnið eða sólargeisla
lýsir hann- á undraverðan hátt og vefur úr pessu
dásamleg æfintýri. Líkt og hjá Hómer verða allir
hlutir skynjanlegir, menn sjá og heyra, preifa á og
finna til hjá Spitteler og er hann vill lýsa huglægum
efnum, notar hann líkingar úr dýralífi og segir frá
ljóni, hundi og öðrum dýrum.
Söguljóð eiga að segja frá lifi manna og atburðum
á almennan og algildan hátt, en ekki einstöku at-
burðum, er hafa ekki alment gildi og pess vegna
hvílir hugsjónablær yfir öllum söguljóðum. Pess
vegna er nauðsynlegt, segir Spitteler, að fjarlægjast
hluti pá og atburði, er lýsa á. Uppi í skýjunum fá
menn útsýn yfir mannlífið, en hversdags viðburði
fá menn ei auga á í venjulegri fjarlægð; »fjarlægðin
gerir fjöllin blá« og hversdags viðburði undraverða.
(30)