Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 35
Og auk þess þarfnast söguljóðaskáldiö hreins lofts
likt og silungurinn hins tæra vatns.
í »01ympischer Friihling« lýsir Spitteler líiinu í
undirheimum, för til Olymps og lifinu þar og vefur
saman við grískar goðsagnir ótal atriði mannlegs
lifs i léttum og hægfara sex-skiftum mjúkliðum.
Hann er bölsýnismaður að eðlisfari; hann horfir
ekki einsog sorgarleikjaskáld á einstaka ógæfusama
viðburði til þess að eygja siðferðislögmálið að baki,
heldur lítur af sólbjörtum hæðum niður í hið dimma
djúp mannlifsins.
Eitt af frægustu ljóðskáldum f’jóðverja, Richard
Dehmel, sagði fyrir nokkrum árum, að ekkert leik-
rit hefði komið út á siðasta aldarfjórðungi á þýzka
tungu, er hefði komist jafnhátt i sánnri ljóðlist eins.
og sum atriði i »01ympischer Frúhling«.
A. J.
Greorge Bernard Shaw .
fæddist í Dyflinni á írlandi 26. dag júlimánaðar 1856;
var faðir hans embættismaður í lágri stöðu og lítt
fjáreigandi.
Shaw gekk í verslunarskóla þar í borginni og lauk
námi rösklega fjórtán vetra. Ekki naut hann háskóla-
mentunar, en rjeðst þegar til fasteignasala og vann
hjá honum skrifstofustörf, uns hann íluttist alfarinn
frá Dyílinni til Lundúna 1876. Fegar þangað kom,
lagði hann enn fyrir sig skrifstofustörf um næstu
þrjú ár, en 1879 hætti hann þeim með öllu, og tók
að gefa sig við bókmentastörfum.
All-erfitt mun Shaw hafa átt uppdráttar hin fyrstu
árin, er hann var enn ungur, og fáir vissu um hæfi-
leika hans. En hann las mikið um þessar mundir,
sótti söngleika og málfundi; ritaði og nokkuð, þar á
(31)