Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 36
meðal fjórar skáldsögum á áru'num 1880—1883. Þess-
ar sögur birtust í jafnaðarmanna-blöðum, og eru
taldar fremur veigalitlar, þótt tvær þeirra hafi síðan
komið út í bókarformi: »Cassel Byron’s Profession«
og »The Irrational Knot«. En árið 1885 tók heldur
að rakna úr fyrir Shaw. Pað var um þær mundir,
að W. Archer mælti með honum við W. T. Stead,
og varð það til þess, að hann fjekk nokkurt ritdóm-
arastarf við »The Pall Mall Gazette«, en síðar varð
hann list- og söngdómari við »The World« og á ár-
unum 1895—1898 ritaði liann um leiklist í »The
Saturday Review*.
Öldur jáfnaðarstefnunnar risu mjög hátt í Lund-
únum í kringum 1880; var þar fjelagsskapur mikill
og fundahöld mörg, og ræddu menn stjórnskipulag,
þjóðfjelagsmál, kvenfrelsi o. fl. o. fl., og höfðu, sem
vænta mátti, ærið margt að ástandinu að finna.
Shaw var ekki seinn að sjá, að í flokki jafnaðar-
manna ætti hann heima, því að þótt hann væri þá
enn all-ungur, hafði hann hugsað mikið um þessi
mál og var andvígur þáverandi skipulagi í velflest-
um greinum, og óspar á aðfinningar; varð liann því
slraks tíður gestur á jafnaðarmanna samkundum,
enda meðlimur i ýmissum fjelögum af því tæi, og
gerðist brátt frægur af mælsku sinni, fyndni og rök-
fimi. Hann kyntist þá og um þessar mundir mörgum
mikilsháttar jafnaðarmönnum, svo sem J. Lecky, S.
Webb, S. Olivier, Grh. Wallas o. fl. Enn var um þetta
leyti (1883) stofnað jafnaðarmannafjelagið »The Fa-
bian Society«, og var hann frá upphafi lífið og sálin
i því, og er stefnuskrá fjelagsins talin hans verk að
mjög miklu leyti; hefir hann og ritað nokkra bæk-
linga í smáritasafn fjelags þessa og sjeð um útgáfu
flestra, ef ekki allra, þeirra ritgerða, er það hefir
prenta látið, og eru þær nú orðnar yfir tvö hundruð
að tölu. Hann hefir þannig átt verulegan þátt í því
■að breiða út kenningar Fabian-fjelagsins; en auk
(32)