Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 38
sje komið, muni upp koma önnur stefna og útrýma
henni.
Shaw heldur pvi fram, að fáfræði sje mesta böl mann-
fjelagsins, og fyrir pví vill hann auka láta mentun
almennings í þeim fræðum og vísindum, sem að gagni
mega koma í liflnu, en láta alla draumóra og skýja-
borgir fara veg allrar veraldar. Pessi skoðun kemur
einna ljósast fram í áðurnefndu riti hans um Ibseu.
Shaw trúir á rjett lifsins. Takmark lífsins er lífið
sjálft, og allur þroski á því að vera lífinu til bless-
unar. Pessu takmarki má ná meðal annars með þeim
hætti að tryggja hverjum einstaklingi sem best
þroskaskilyrði. Eina sanna gleðin í lífinu er að hjálpa
lífinu í baráttu þess á braut framfara og þroska, og
þessi hugsjón kemur fram að einhverju leyti í öllum
leikritum hans, hversu ólík sem þau kunna að vera
að efni og búningi.
Shaw er talinn rita manna fegurst mál, þeirra er
nú rita á enska tungu í óbundnu máli, hvort er reyna
skal samtöl, alþýðumál eða bókmentastýl. Alt verður
hjá honum eðlilegt, skýrt og ljóst.
B. Ó.
H. G. Wells.
Hann fæddist í Lundúnum 21. sept 1861, og var
faðir hans smákaupraaður, en móðir hans dóttir
veitingamanns. Honum var ætlað að verða verzlun-
armaður; var skólagöngu hans lokið, er hann var 13
ára gamall, og varð hann þá búðarmaður um þrjú
ár; telur Wells sjálfur jafnan þau ár ævi sinnar hin
örgustu. Með iðni og atorku komst þó Wells 16 ára
gamall i góðan menntaskóla og siðan í náttúruvís-
indaskóla, tók hin glæsilegustu próf jafnan og varð
að lyktum kennari í náttúrufræðum, einkum í líf-
(34)