Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 39
fræöi. Huxley hafði mest áhrif á Wells og Darwin
og kenningar peirra, en náttúruvísindi hafa mestu
ráöið um lífstefnu hans og skoðacir. Meöan Wells
var kennari, gaf hann út tvær kennslubækur (i dýra-
fræði og líffræði); hafa þær, hvor um sig, komið oft-
sinnis út síöan.
En kennsla var honum ekki nægilegt verkefni;
hugur hans tók að hneigjast að bókmenntum. Hann
tók að skrifa blaðagreinir, ritdóma og smásögur, og
hvarf síðan allur að ritstörfum. Heflr hann ritað alJra
manna mest síðasta aldarfjórðung. Og þó hefir hann
haft tíma til margvíslegrar starfsemi. Hann hefir
verið jafnaðarmaður og tekið öflugan þátt í þeim fé-
lagsskap þeirrar stefnu, sem nefnist Fabían-félag,
eins og Bernard Shaw; hann flytur ræður víðs vegar,
ritar fjölda greina í blöð og timarit; þó er hann allra
manna gestrisnastur og er oftast húsfyllir hjá hon-
um í bústað hans í Easton, nálægt Dummow í Essex,
og sækja hann heim menn af öllum stéttum, en mað-
urinn allra manna alúðlegastur, skemmtinn og við-
fróður, auk þess orðinn vellauðugur af ritum sínum,
enda talinn manna örlátastur á fé. Samt heflr Wells
verið hinn mesti ferðalangur og kynnzt fleiri mönn-
um en flestir rithöfundar, sem nú eru uppi.
Wells er, sem sagt var, áhugasamur jafnaðarmaður
og gefur sig mjög við þjóðmálum og stjórnmálum
yfirleitt. En ekki hefir hann fengizt til þess að taka
að sér þingmennsku, ekki getað sætt sig við þá sam-
bræðslu og hrossakaup, sem tíð eru á þingum, enda
er hann og sagður lélegur ræðumaður, rómlaus og
óásjálegur, enda lítill vexti, og ber með sér lúa og
slit sinnar geysimiklu starfsemi, þó að óþrotlegur sé
áhugi hans um alla þattu og greinir mannlífs og
náttúrufræða. Sagður er hann og verða í O'ðasenn-
um æstur og óstilltur og þá allrojög staður i máli.
Svipar honum að þessu til Anatole France, sem einnig
var ákafur jafnaðarmaður. Svo var sagt um France,
(35)