Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 40
að hann væri mestur ræðumaður sinna daga, — en
annað tveggja las hann ræður sínar upp af blöðum,
muldrandi og óáheyrilega, eða hann fekk aðra til
þess að lesa pær upp.
Hér er pví miður ekki rúm tii þess að lýsa viðfangs-
efnum Wells til hlítar. Svo heflr verið um hann sagt,
að hann væri listamaður, sem taminn hafl verið að
vísindalegum hætti. í fyrstu bókum hans gætir þess
ekki mjög, að hann sé listamaður, skáld. Hugmynda-
flugið vantar ekki. Hann byltir sér um himingeim-
inn, sól, tungl og stjörnur. En hugmyndaflugið minnir
ekki á skáld og listamann, heldur verkfræðing. Hann
segir oss þar frá »Timavélinni«, »Ósýnilega mannin-
um«, Styrjöldinni milli hnattbúa«, »Ófriðnum í lopt-
inu«, sem er fyrirboði loptstríðsins í styrjöldinní
miklu, o. s. frv. Fyrir þessa sök var Wells í fyrstu
kallaður »Jules Verne hinn enskk. En sá er munur
þeirra, að Verne var hvorki sálarfræðingur né festi
hugann við þroska og framfarir mannkyns og mann-
lífs. Wells tengir aftur náttúruöflin og hugvitið við
framfarir þjóðfélaga og mannkjms í tímanlegum og
andlegum efnum og stjórnháttabótum.
Síðan færði Wells ^g af stjörnum og úr lopti nær
mannlífinu. Hinar fyrstu reglulegu skáldsögur hans
þykja þó heldur leiðinlegar; þykir- höfundurinn þar
linur í átökum og losaralegur í framsetningu; verða
sögur þessar við það lausar í gerð. í »Kipps« og þó
einkum »Tono-Bungay« heflr þó Wells þókt ná há-
marki frásagnarlistar, enda Iýst þar þjóðlífi Englend-
inga af mikilli snilld og þó með sannindum. Telja
þeir, er gott skyn bera á þessi efni, að það hafi ver-
ið skaði mikill bókmenntunum, er Wells hvarf frá
skáldsagnagerð að þessum hætti. En þjóðmálaáhugi
Wells. var meiri en svo, að honum nægði að semja
ritgerðir ;um þau efni; skáldsögur hans verða og
héðan af æ meir,;og'.meir’málgagn í þá átt, t. d. um
(36)