Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 41
kvenfrelsi (»Ann Veronica«), hjónaband (»The 'new
Machiavelli« og »Marriage«) o. s. frv.
Paö er vafalaust ekki enn kominn tími til þess^að
skipa Wells til fullnaðar til sætis i'bókmenntahðll
enskra skálda, og ekki þykir fróðum mönnum líklegt,
að honum verði nokkurn tíma skipaö á bekk með
stórskáldum Breta. Skáldsögur lians, þær er varða
vísindi, náttúruöfl, iðnaðargreinir og hugvit, munu
falla í gleymsku. Hinar stærri sögur hans eru allar
lausar, óreglulegar og órólegar, af því að hann hefir
of margt að segja, of margt að leggja dóm á. Pað er
af sú tíð, er skáld höfðu óbeit á náttúruvísindum,
þegar skáldið Keats bannsöng Newton fyrir það að
hafa deyft ljóma sólarinnar og litaskrúð regnbogans.
Wells hefir leitt fram á sjónarsvið í enskum bók-
menntum menn, senj þar eru ókunnir áður, verkfræð-
ingar og náttúrufræðingar; hjá þsim hverfa allir
aðrir. Meðal kvenna í ritum hans gætir að eins kven-
frelsiskvenna og þeirra, sem fara sinna ferða og
höggva á forna blekki og höft; allar aðrar konur
eru í ritum hans lítilsigldir garmar. Mannlýsingar
hans bera í hvívetna vott mikilla gáfna, skarprar
dómgreindar og ádeilu-tilhneigingar, en miður um
þá heitu og einlægu föðurgleði, sem einkennir hina
æðstu skáldlist. Á sjálfri gerð skáldsagnanna þykja
og að öðru ýmsir brestir, langar samræður, auka-
atriði iþætt sögunum, svo að raskast samræmi í sögu-
gangi. En þetta er og í samræmi við skoðun Wells
á því, hvert vera skuli efni skáldsagna, eins og hann
hefir sjálfur lýst bezt (í grein i Fortnightly Review,
nóvbr. 1911). Yiðfangsefni skáldsagna skulu vera allar
myndir mannlegs lífs, enda hefir Wells gert sér far
um það að keppa að þessu markmiði: Stjórnhættir,
þjóðfélagsbætur, húsakynni, kvennatryggingar, kyn-
bætur, baðhús og uppeldismál, allt er þetta og marg-
falt meira í umbótaáttina efst á baugi í skáldsögum
hans og til umræðu þar. »Uppeldismál varða þjóð-
(37)