Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 43
Árbók íslands 1924.
á. Ýms tíðindi.
Árferði. Vetur allgóður á Suðurlandi og sumstaðar
vestanlands, en víða á Vestfjörðum og Norður- og
Austurlandi fremur harður. ís var úti fyrir Vestfjörð-
um í jan. og febr. og norðanlands snemma í febr.,
landfastur við Hornstrendur í febrúarlok, svo að Að-
alvík og Rekavík fyltust. Vorið kalt alstaðar, einkum
þó á Norður- og Austurlandi; þá urðu skemdir víða
af sandfoki á Rangárvöllum. Sumarið hita- og þurka-
samt mjög sunnanlands- og vestan, en yfrið kalt og
urkomumikið á Norður- og Austurlandi, og heyhirð-
ing mjög erfið þar hjá mörgum. Um haustið og síðan
árið út oftast allgóð tíð um land alt.
Gengi íslenzku krónunnar hækkaði mjög síðustu
mánuöina.
Kaupgjald og verzlun í svipuðu horfl og árið áður.
Uppskera úr görðum allgóð.
Fiskveiðar: Laxveiði i meðallagi. Síldveiði fremur
rýr, en aðrar fiskveiðar með langbezta móti.
Farsóttir: í janúar var lungnabólga í Héraði og
létust úr henni nokkrir menn. — í febr.—mars var
taugaveiki í S.-Pingeyjarsýslu, en afarvæg. — Mænu-
sótt allskæð gekk yfir víða um sumarið; mest í Eyja-
fjarðars. og Þingeyjarsýslum. — lnílúenza og misling-
ar stungu sér víða niður, en lögðust aistaðar létt á.
* * *
Jan. 2. 25 ára afmæli Iv. F. U. M. i Rvík.
— 5. Ræjarstjórnarkosning á ísafirði.
— 10. 40 ára afmæli Good-templarareglunnar á ís-
landi.
— 12. Ræjarstjórnarkosning í Hafnarfirði.
— 24., aðfn. Olli ofviðri talsverðum skemdum í Rvík
(39)