Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 47
Júní 26.—27. Prestastefna í Rvík.
27. Aðalfundur Prestafélagsins haldinn í Rvík. —
28. Aðalfundur Eimskipafélags íslands haldinn í
Rvík. — íþróttamót við Pjórsárbrú.
í þ. m. eða í júlí var Hannes Thorarensen ráð-
inn til að hafa á heudi smásölu á vínum í Rvík.
Júlí 1. Hófst á Akureyri Stórsiúkuþing Good-templara.
Stóð yfir í nokkra daga.
— 4. Kom til Rvíkur skemtiskip stórt frá Vesturheimi,
Franconia. Fór daginn eftir. — Sambandsfundur ísl.
samvinnufélagahófst íRvík.Stóðyfirí6daga. — Hófst
nýlt blað í Rvík, Póstur. Ritstjóri Engilbert Hafberg.
— 5. í þróttamót í Lambey í Fljótshlíð.
— 7., aðfn. Landsskjálfta vart í Rvík; 1 kippur vægur.
— 14. Kom til Rvíkur karlakór Handelstandens Sang-
forening frá Osló, 40 manns. Stóð við í 2 daga og
söng i Rvík. Gaf til líknarstarfsemi í Rvík 2 þús. kr.
— 18. Rrezkur botnvörpungur, Lord Curson, frá Grims-
by, skipstjóri J. Kenyon, er var á veiðum í land-
helgi á Aðalvík, sinti ekki kröfu þriggja skipverja af
varðbáti, Enok, er fóru í skipið, um að halda til
hafnar; kom þó nokkru síðar til Hesteyrar og vildi
skjóta mönnunum þaráland, en stýrimaðurinn lét
sig ekki, og fór skipið svo með hann til Englands.
— 21. Kom til Rvíkur lítill vélbátur, Shanghai, frá Dan-
mörku, á leið til Vesturheims. (Bátur þessi fórst
seint í ágúst við Nova Scotia, en mannbjörg varð).
— 25., aðfn. Landsskjálfta vart í Rvík.
— 26. Kom til Rvíkur lítill vélbátur, Leiv Erikson, á
leið frá Noregi til Vesturheims.
— 31. Fimta læknaþing íslands sett á Akureyri. Stóð
yfir í nokkra daga.
Haukur Eyjólfsson á Hofsstöðum í Hálsasveit
fann í þ. m. norðan við hamrabelti, sem liggur
þvert yfir lægð i vesturenda Langjökuls, dal nokk-
uð grösugan, og 28/» s. á. fór hann við 6. mann
að rannsaka nánar dal þenna: Rennur á eftir hon-
(43)