Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 71
Seint í p. m. eða snemma í mars rak vélskip
upp að Hvanney í Hornafirði, brotnaði par ogsökk,
en skipshöfnin bjargaðist. Hét Rán og var frá
Seyðisfirði.
Mars 3., aðfn. Strandaði við Öræfi frönsk skúta,
Auguste, og dó einn skipverja af meiðslum er hann
hlaut við strandið, en hinir allir komust klaklaust
til bygða.
— ö. Bátur, Björg, frá Vestmannaeyjum, sökkíaftaka
stórviðri í rúmsjó, Skipshöfnin komst af í enskan
botnvörpung.
— 7. Slitnuðu 2 bátar upp á legunni á Fáskrúðsfirði
og týndíst annar peirra.
— 11. Brann ibúðarhúsið á Pinge}Trum. Allmiklu af
innanstokksmunum varð bjargað. Kviknaði út frá
ofnpípu á efsta lofti.
— 13., aðfn. Sökk kútter Sigríður, frá Rvík, í drífu
við Stafness-tanga. Manntjón varð ekki.
— 14., aðfn. Strandaði við Skaftárós færeysk skúta,
Delfinen, frá Tnorshavn. Einn skipverja druknaði.
— S. d. strandaði á skeri einu undan Skálavík, ut-
anvert við Fáskrúðsfjörð, frönsk skúta, Manon, frá
Dunkerque. Skipshöfnin bjargaðist.
— 21. Strandaði á Meðallandsfjörum færeysk fiski-
skúta, Bonita, frá Thorshavn. Mannbjörg varð.
— 26. Hrundi stórt stykki úr háum bakka á Siglufirði,
sem verið var að grafa uppfyllingarefni úr og varð
maður undir skriðunni og meiddist svo mikið að
dró hann til dauða 3 dögum síðar.
— 27. Kom upp eldur í póstflutningaklefanum í e.s. Gull-
fossi. Eldurinn var slöktur á stundarfjórðungi, en
pá var verðpósturinn o. fl. brunninn. Eldurinn
hafði orsakast af sjálf-íkveikju.
Apríl 4., aðfn. Brotnaði í spón, undir Staðarbergi i
Grindavík, færeyskur fiskikútter, Anua, frá Tofte.
Skipverjar fórust. allir.
(67)