Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 72
Apríl 19. Fórst fram undan Stöövarfirði vélbátur, Seyð-
firðingur, frá Seyðisfiröi, með 8 manns.
Snemma í p. m. druknaði maður á Seyðisfirði,
eystra. Var að vinna að uppskipun.
Maí 5. Kom færeyskt fiskiskip til Rvíkur með franska
skútu í eftirdragi, með brotnum siglum og reiða-
lausa. Hafði færeyska skipið siglt á skútuna í hafi.
— 20. Sigurður Magnússon fyrrum bóndi á Stóra-Fjalli
á Mýrum var á leið úr Borgarnesi, ásamt mörgum
öðrum, og hleypti hesti sínum á sprett á sléttum
velli en þegar minst varði skall hesturinn og varð
Sigurður undir honum og beið pegar bana.
— 23., aðfn. Féll háseti út af botnvörpung, Skúla fó-
geta, og druknaði. Hét Olafur ísleifsson og var
skipstjóri fyrrum.
— 24. Hvarf 7 ára gamall drengur í Hafnarfirði og
fanst ekki síðar.
— 26. Brann íbúðarhúsið á Hauksstöðum á Jökuldal.
Fólk bjargaðist út með naumindum, en innan-
stokksmunir brunnu allir og voru Óvátrygðir.
— 31. Hrapaði sigmaður í Drangey. Festin hafði höggvist
sundur af eggoddi. Maðurinn hét Friðrik Jónsson og
var talinn bezti bjargmaður Skagfirðinga.
Snemma í þ. m. strandaði vélbátur, Faxi, út af
Hornafirði.
Júní 12. Hvolfdi báti með 2 mönnum á Akureyrar-
polli, örskamt frá landi, og druknaði annar mað-
urinn en hinum varð bjargað.
Júlí 3. Rak í mikilli þoku þýzkan botnvörpung, Skage-
rak, frá Geestemúnde, upp á sker undan Austur-
horni. Menn allir björguðust.
— 14. Sigldi í mikilli þoku færeyskur botnvörpungur,
Nýpan, á blindsker við Skagarif, skamt frá Kálfs-
hamarsvík, og brotnaði og sökk. Mannbjörg varð.
— 15. Drekti sér maður við Pórsnes í Eyjafirði.
Var veiklaður á geðsmunum.
(68)