Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 75
Des. 25., aðfn. Hvarf maður í Rvík. Var varðmaður á
skipi er lá við bryggju. — S. d Pýzkur botnvörp-
ungur, Ulrich Schulmeyer, strandaði á skeri vest-
ur af Hjörsey á Mýrum. Skipverjar komust allir
af. Dimmviðrishríð var pá er skipið Strandaði.
— 29. Sigldi botnvörpungur, Skallagrímur, á stórt
kolaskip, Inger Benedicte, er lá á Engeyjarsundi,
og sökk kolaskipið á svipstundu en Skallagrim
sakaði lítt. Skipsmenn á Skallagrími gátu ekki
greint ijósin á kolaskipinu frá ljósunum á landi.
Skömmu fyrir nýjárið varð Jón Skúlason Thorodd-
sen cand. juris (f. ”/2 1898) fyrir vagni í Khöfn og
lézt hann af meiðslunum á nýjársdag (1925).
Benedikt Gabríel Benediktsson.
Landhreinsnn.
Eftir Guðm. Hannesson.
Mjer var sögð sú saga fyrir einu eða tveimur ár-
um, að íslendingur hefði verið ráðinn á þýzkt íiski-
skip, sem var hjer að veiðum. Hann hafði verið fáa
daga á skipinu, þegar skipverjar urðu þess varir, að
hann var lúsugur. Pótti þeim mikill vogestur kominn
á skipið og ófært, að maðurinn smitaði aðra skip-
verja, svo þeir hjeldu rakleiðis til hafnar og settu
lúsuga manninn á land — til lækninga.
Ekki veit eg, hvort saga þessi er sönn, en ekki er
hún alls kostar ósennileg. Sá hugsunarháttur er nú
kominn inn hjá flestum siðuðum þjóðum, að lúsugur
maður sje sjúkur, hafi viðbjóðslegan kvilla, og sje
ekki í húsum hæfur, fyr en hann er laus við hann.
Lús sjest ekki á góðum heimiium, og jeg hefi talað
■við þó nokkra útlendinga, sem aldrei hafa sjeð lús
nema á myndum. Flestir hafa þeir verið aldir upp
í borgum.
(71)