Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 79
leggja sína krafta fram í þessu augnamiði, þá erþað
eigi að síður nauðsynlegt, að gefnar sjeu nokkrar
alþýðlegar leiðbeiningar um, hversu auðveldast sje
að losna við lúsina og lækna þann kvilla. Lækna-
fjelag íslands hafði því áformað, að gefa slíkar leið-
beiningar út sem sjerstakt blað og senda það inn á
hvert ncimili. Pað þótti þó tæplega svara kostnaði,
þegar til kom, vegna þess að nægilega útbreiðslu
mætti fá, með því að birta leiðbeiningarnar bæði í
Almanaki Pjóðvinafjelagsins og blöðunum. Yar svo
horflð að því ráði og eru leiðbeiningarnar birtar hjer.
Leiðbeiulngar ura útrýmiug lösa.
Samdar að tilhlutun Læknafjelags íslands.
Lús er sjúkdómnr. Sá timi er nú kominn, að öll
heimili, sein lús finst á, eru talin óþrifleg- og lúsugur
maður, hvort sem hann er ungur eða gamall, þykir
ekki í húsum hæfur, fyr en hann er laus við þennan
óþrifakvilla.
Fjöldi heimila er nú kominn á það menningarstig,
að vita þetta og úlrýma allri lús.
Petta er ekki nóg.
011 íslensk lieimili og öll íslenzk skip þnrfa að
losna við þessa vanvirðn.
Kvikna lys af sjálfu sjer við óþrifnað einanf Nei,
ekki framar en kýr eða kindur spretta af sjálfu sjer
upp úr graslendi. Af lúsum eru margar tegundir og
af hverri karldýr og kvendýr; þau auka kyn sitt sem
aðrar skepnur; kvendýrin verpa eggjum (nit) og þau
ungast út á skömmum tíma.
Hverjar eru tegundir lúsa! Prjár: höfuðlús, fatalús
og flatlús. Pær eru hver annari ólíkar, eins og mynd-
irnar sýna. Flatlúsin er minst og heldur sjer mjög
fastri við hár og hörund.
Hver er lifnaðarháttur lúsanna! Allar lifa þær af
blóði manna. Pær stinga sogpípu sinni inn í hör-
(75)