Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 86
siglingum kemur pessi sjúk. líka upp og heflr veriö
nefndur seglskipa- eða sjómanna beri-berí. Hefir nú
komið í ljós, að fólk i Austurálfu, sem lítið heflr til
matar annað en hrísgrjón, fær beri-beri, ef grjónin
eru hýdd (»poleruð«), með nýtísku áhöldum; hreins-
ast þá grjónahýðið og plöntufóstrið frá, en í pessu
dýrmæta hrati eru efni, sem ómissandi eru líkaman-
um. Eins verður ástatt, ef brauð eru gerð úr mjög
hreinsuðu hveiti. Norðmenn eru farmenn miklir og
seglskip peirra stundum mánuðum saman í hafi.
Sönn saga er um pað, að norskur skipstjóri læknaði
beri-beri-sjúka háseta með grófu rúgbrauði; peir
höfðu að eins haft fínt hveitibrauð til matar og fá-
breytt íæöi að öðru leyti. Beri-beri er sjúkd. í tauga-
kerfinu með magnleysi, taugveiklun og bjúg. Dýr
taka líka penna sjúkd.; pannig verða hæns og dúfur
veikar af beri-beri, ef fóðrið er eingöngu hýdd grjón;
en lækningin er auðveld, pví ekki er annað en gefa
fuglunum grjónahrat á ný.
Bjúgbólgu, sem ekki er óalgeng á stríðstímum,
kenna læknar vöntun bætiefna í fæðið, og hafa sumir
jafnvel talið fleiri sjúkdóma til pessa flokks; skal pað
ekki rakið nánara hjer. Bœtiefnaskortar hefir undan-
tekningarlaust i för með sjer proskaleysi og kgrking
í vexti ungviðisins, hvort sem eru börn, kálfar eða
rottuungar.
Bætiefnasjúkdóma má lækna með pvi að gefa
sjúklingnum, hvort sem það er maður eða skeþna,
lítið eitt af pví bætiefni, sém vantar í fæðið; þannig
hverfa skyrbjúgseinkenni, ef sjúkl. fær 1—2 teskeiðar
af ávaxtasafa á dag, en ungbörnum langt leiddum af
uppdráttarsýki og augnsjúkdómi má oft bjarga meö
nokkrum dropum af lýsi á dag, eða nýmjólk.
Menn pekkja prjár tegundir bætiefna og skiftast
þau í flokka, er nefnast A, B og C; sumir hafa og
talið fram 4. flokkinn og nefnt hann D, en ekki mun
enn fylliiega ljóst um D-efnið.
(82)