Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 92
þarmanna og kemur oft í veg fyrir hægðaleysi.
Kostnaðarhlið málsins er á þá leið, að hjá brauðsöl-
um (í Rvik) kostar eitt þund af hveitibrauði sama
sem 3 þund af rúgbrauði; hita- eða næringargildi
hveitibrauðs er að eins 12°/o meira en rúgbrauðs, svo
hveitiátið er dýrt. íslendingar eyða mörgum þúsund-
um króna árlega að óþörfu til hveitikaupa. Árið 1922
var flutt inn til landsins hveiti fyrir tæpar 2 milj.
kr., en rúgmjöl fyrir 2 milj. og 80 þús. kr.
B-efni er og í kjöti, lifur, eggjarauðu og nýmjólk.
A-efnið er oft nefnt fitu-bætiefnið, vegna þess að
lýsi og nýmjólk hafa það í sjer i ríkum mæli; í ný-
mjólkinni er það bundið við mjólkurfituna og vantar
því í undanrenning. Lýsi er ríkast af A-efni allra *
fæðutegunda og staðfestist nú visindalega hin gamla
tröllatrú almennings á lýsi. A-efnið er ekki í jurta-
feiti, sem notuð er til manneldis. Pegar feitin er
unnin úr plöntunum verður bætiefnið einhverra
orsaka vegna eftir, en næst ekki með olíunum; sjé
t. d. þrýst olíunni úr baðmullarfræi rennur feitin að
vísu úr fræinu en bætiefnið verðúr eftir. Er þetta
orsökin til þess, að jurtafeiti og smjörlíki, sem unnið
er úr henni, er bætiefnalaust, þótt naqringar- eða
hitagildi hafi það að öðru leyti á við smjör.
Það er segin saga, að þroskaleysi og kvrkingur í
vexti er afleiðing af ófullnægjandi bætiefnum, og svo
er það einnig, ef A-efnið vantar. Ungar, sem tilraunir
eru gerðar á, hætta að vaxa og þyngjast, og sama
gildir um ungbörn, sem fá svo óheppilegt fæði, að A-
efni vantar. Mikil reynsla fjekst í þessu efni í Dan-
mörku á ófriðarárunum. Danir eru landbúnaðarþjóð
mikil og framleiða miklar mjólkurafurðir, til út-
flutnings; nýmjólk og smjör komst í afarhátt verð
fyrstu ófriðarárin, þannig að sumt fátækt fólk freist-
aðist til að ala ungbörnin á grjónasúpum og, ef vel
ljet, vatnsblandaðri undanrenningu. Á þessum árum
voru allmörg ungbörn lögð inn á barnaspítala vegna
(88)