Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 94
beinkramar. Lýsi og ljósböð reynast venjulega örugg
ráð við þessari veiki. Þorskalýsi tekur svo langsam-
lega fram annari fitu, að í því er talið vera 300 sfnn-
um meira A-efni en í smjöri. Er því ekki ástæða til
að leggja áherzlu á mikla lýsisskamta; sum börn geta
tekið teskeið af lýsi, en ekki matskeið í senn, og ætti
að una við það; en auðvitað hefir lýsið auk bæti-
efnanna mjög mikið næringargildi og að því leyti
bezt að taka það í matskeiðatali.
Efnasamsetning bœtiefna. Pótt menn viti talsvert
um, hvar þeirra er að leita og um eðli þeirra og á-
hrif í líkamanum, hefir efnafræðingum ekki tekist að
íinna efnasamsetning þeirra. Purfi að ákveða bæti-
efni í mat, er það gert með dýratilraunum; á efna-
rannsóknarstofum er það ekki gert. Margvíslegar get-
gátur eru um áhrif þeirra á menn og skepnur. Hefir
vísindamönnum komið til hugar, að bætiefnin sjeu
einskonar móteitur, er líffærin þurfa á að halda eða
þau sjeu með svipuðu eðli sem efnin úr »lokuðu*,
innvortis kirtlunum, er eingöngu veita efnum inn í
blóðið. Víst er um það, að þau flytja ekki likaman-
um hitaorku eða næringargildi í venjulegum skiln-
ingi. Efnum þessum hefir því verið líkt við stein-
límið, sem heldur saman húsi, er hlaðið er úr grjóti,
eða naglana er tengja saman timburhúsið.
Bœtiefni myndast að eins í jartaríkinu. Skráin hjer
að framan ber með sjer, að gras og grænmeti hefir alla
efnaflokkana í sjer, enda hafa rannsóknir leitt í Ijós,
að menn eða dýr geta ekki myndað bætiefni í lík-
ama sínum. Pess vegna þurfa konur, er hafa börn á
brjósti að hafa hentugt fæði. Amerískir læknar veittu
því eftirtekt á Filippieyjum, að barnadauði var meiri
meðal brjóstbarna en pelabarna; er þetta þveröfugt
við það, sem annars á sjer stað. Orsökin var sú, að
pelabörnin fengu mjólk úr kúm, sem lifðu á grænu
grasi, en brjóstmylkingarnir sugu mæður sínar, er
aðallega nærðust á hýddum hrísgrjónum; en með
(90)