Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Side 104
býð af bjóða, flegta af flaut,
flýg af fliúga, skregla af skraut.
27. T, d, ð, p, l, r, n,
s og zetn tönn við kenn,
p, b, f, v, m vör tjá
og þá góm k, g, j, h.
28. Orðs er rótin endar á
l, n, r, s, og svo þá
samhljóðandi á undan er,
ending karlkyns ur burt fer.
29. Tengd við hljóðstaf r eða s
ur-ending ei gefa sess,
en svo ll eða nn
ur ei sleþpa, viti menn.
30. Dæmi fram svo flytjum hjer,
fugl og vagn, svo lár og hver,
hrafn og skafl, þá hafur, bás,
háls og kollur, munnur, lás.
Innlendnr fræðaMlknr.1)
Ævisaga Bergs stúdents Guðmundssonar, er sig nefndi
stundum Fílómathes Strandalín.’)
Eftir sjálfan hann.
[Eiginhandarrit Bergs er i JS. 486, 8vo., eftirrit m. h. Páls stúd-
ents Pálssonar i JS. 335, 8vo. Frumritinu er hér fylgt orðrétt, en
1) í þætti um sira Pál skálda i síðasta Almanaki er ætt Guðrúnar,
konu hans, rakin í beinan legg til Lopts rika; sú er cg venja í
ættartölubókum. En Steingrimur byskup (ættartölubækur hans i
Lbs 183—93, 4to.) telur Jón, föður Guðrúnar, sonarson Gunnars
lögréttumanns í Bolholti, Ormssonar. Á þeirri skoðun er og Hann-
es þjóðskjalavörður Porsteinsson.
2) Höf. gerir þessa grein á nöfnum þessum (JS. 486, 8vo., bls.
37): »Fílómathes er grískt og þýðir visindaelskari eða lærdóms-
vinur . . . Af nokkrum var Bergur Filómathes skrifaður með við-
urnefni Strandalin, þar eð Strandir (Langaness-strandir) i Múla-
sýslu voru fæðingarhreppur hans«.
(100)