Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Qupperneq 108
hafa forþént af Bergi Guðmundssyni, undir hvað
máske fleiri en færri yrðu ólatir að skrifa.
Pegar Guðmundur sýslumaður Pétursson fór utan
í siðasta sinn og deyði og allt fór á ringulreið í
Krossavík, fluttu þau mons. Guðmundur og mad.
Kristjana sig burt frá Syðrivík, eftir að þau höfðu
búið þar í fimm ár, og fluttu sig búferlum norður á
fasteign sína, Hvamm í Pistilfirði, ár 1808. Par hafa
þau á þessu ári búið farsælum búskap i 17 ár og
veitt mörgum hjálp og liðsinni.
Bergur Guðmundsson var skírður af Skafta Skafta-
syni, presti á Skeggjastöðum á Langanesströndum,
og nefndist eftir ömmubróður sínum, Bergi Snorra-
syni, skipasmið, sem var bróðir mad. Solveigar
Snorradóttur, móður Guðmundar, föður Bergs. Ágrip
af ævisögu þessa merkismanns, Bergs Snorrasonar,
fær hér nú að sinni ekki rúm, en síðar meir væru
nokkurir sanngjarnir menn, honum kunnugir, visir
til að gefa stutta, en áreiðanlega ávisun um ævihlaup
hans, en um handverk og smíðar hans er eg því
fáorðari, sem fleiri á norður- og vesturlandi hafa
þess enn nú óræka votta, og hafa þar hjá minnzt
þess; meðal þeirra var Jón bóndi Porvaldsson, sem
kvað þessa stöku:
Karlinn Bergur, kjarni, mergur
kléns- og timbursmiða.
Svoddan ljóðin sannar þjóðin,
ef sezt í óð á miða.
Einhvern tima, þó víst fyrri en seinna á dögum
Bergs bónda Snorrasonar, kvað viss maður þessa
stöku við hann:
Pú hefir unnið þarflegt gagn
þinn með hagleik taman.
Eða hversu margan hlunnavagn
hafið þér bangað saman?
Til hvers Bergur bóndi Snorrason svaraði á
þessa leið:
(104)