Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 113
vitra kona, Björg Sveinsdóttir,1 2 3) frændkona Bergs
scholastici Gnðmundssonar, heflr oft og þrátt látið
af sér heyra, að sér þækti allt vænt úr þeirri átt, o:
frá doct. M[agnúsi] Stephensen.
[Hér fer á eftir athugasemd um ritslörf Bergs og siðan »for-
máli íyrir kvæðasafni« hans, þá kemur »Historia genealogica«
(þ. e. ættartala hans); siðan kemur enn ævisaga, nokkuru itar-
legri i smámunum, en þó styttri; er hér tekið til, þar er Bergur
hvarf frá áður|.
Pegar Bergur var búinn að vera per biennium
scholasticus Gardensis (tvö ár skólapiltur í Garði),
komu honum fyrst fyrir sjónir nýprentuð ljóðmæli
Stefáns prófasts Olafssonar. Um Ijóðmæli þessi og
höfund þeirra yrkti') Bergur þann 4. Augusti 1823
snotran kveðling, sem heitir Fagnaðarfundur. Kveð-
lingur þessi barst til Kaupmannahafnar, og innfærði
prófessor Finnur Magnússon tveimur árum seinna
lítið sýnishorn af honum í þau íslenzku sagnablöð
og gaf þar með Bergi þann sannferðuga‘vitnisburð,
að hann væri »áD efa efni í gott skáld« (sjá sagna-
blaðanna 9. deild, bls. 108).
Sumarið 1825 hætti prófastur herra Björn Halldórs-
son algerlega skólakennslu vegna aukinna embættis-
anna og vaxandi kramar í augum, svo Bergur fór
burt frá honum .. .s)
Sumarið 1825 voru fjórir skólapiltar sira Björns
útskrifaðir af presti doct[orJ Gísla Brynjólfssyni4); til-
bauð þá prófastur Bergi að fara ásamt þeim til dimis-
sionar [þ. e. burtfararprófs] austur að Hólmum í
Reyðarfirði, hvað þessi ekki þáði, þar eð hann vildi
fullkomna betur sínar lærdómsæfingar, og fór því
strax um haustið 1825 suður á land, í þeirri von að
1) Var skáldmælt kona, móöursystir Kristjáns skálds Jónssonar.
2) Svo jafnan.
3) Næsta málsgrein er tekin úr hinu þriðja ævisögubroti Bergs,
bls. 157—60 i frumritinu.
4) Síra Gísli á Hólmum, d. 1827, gáfumaður mikill og lærdóms-
maður.
(109)