Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Síða 119
studioso Bergi Fílomathes, réðst þessi í að fram-
kvæma það, sem hann hafði iengi ásett sér og sigldi al-
farinn burtu af íslandi þann [eyða fyrir degi] árið 1838,‘)
glaður og ánægður yflr kjörum sínum, að leysast úr
þeim ógeðfellda harðangurshólma og skilja algerlega
við sum hrakmenni þar. Far á móti þóktust sumir
landsmenn, sem eftir voru, ekki hafa mikilli farsæld
að fagna um þær mundir, vegna þá nýafstaðins
þriggja ára harðæris. Auk þess hafði svo með ýmsu
móti atvikazt, á þeim seinustu árum, er Bergur var
á íslandi, að þeir, sem með orðum og atlotum höfðu
án orsaka hnjátað við honum og ætíð sþáð og ósk-
að honum ills, reyndu flestir einhverja ógæfu, slysni,
skömm eða skapraun, og sýnist sem það hafi verið
nokkurs konar sjálfkrafa hefnd. Liklegt sýnist, að
Bergur muni varla hafa fáglaðzt af slíku og að hann
við burtför sína hafi haft fulla orsök til að ávarpa
sum níðmenni íslands með spámannsins orðum,
þegar hann fyrir segir eyðilegging og ólukku þeirrar
óguðlegu Gyðinga-samkundu [hér eru tekin upp orö
Mika 7, 8—10].
Fútt er um Berg aö segja um fram það, er æfísaga þessi herm-
ir. Hann hafðist við í Hvammi í Þistilsfirði með foreldrum sinum.
Árið 1829 átti hann tvibura (Benidikt og Rósu) með vinnukonu
þar, Ingibjörgu Ormarsdóttur; fæddust börnin 29. mars, voru
skirð sama dag, en önduðust bæði nokkurum dögum siðar (Rósa
er greftruð 1. april, en ekki getið dánardags, en Benidikt andað-
ist 11. apríl og var greftraður degi síðar, allt samkvæmt prest-
þjónustubók Svalbarðs í Pistilsfirði). — Bergur andaðist 24. sept-
ember 1839 á Akureyri og var greftraður 29. s. m. að Hrafnagili,
samkvæmt prestþjónustubók þaðan. Er þess getið þar, að
hann hafi andazt úr »nervefeber« og að hann hafi verið »á ferð
frá Norðursýslu« (þ. e. Pingeyjarsýslu); er sennilegt, að Bergur
hafi þá ætlað utan, til Suðurlanda, sem hann liafði lengi þráð,
enda mun hann þá hafa komið öllu fé sínu i reiðupeninga, áður
en hann fór að norðan, að þvi er ráða er af minnisgreinum nokk-
urum (JS. 483, 8vo.). Pessi för virðist jafnan hafa verið mjög rík
1) Petta eru draumórar Bergs, og talar hann hér um fyrirætlun
sma, eins og hún væri þegar framkvæmd, sbr. það, er siðar segir.
(115)