Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Page 121
sjálfum nóg um, að því er ráða er af bréfi hans til Bergs, sem
viða er til (sjá t. d. ÍB. 107, 8vo.).
Bergur fekkst við að yrkja, eins og liann segir i asvisögunni.
En ekki svara þau fáu kvæði, sem nú eru kunn eftir hann, til
drýginda sjálfs hans þar yfir þeim. Upphaf Fagnaðarfundar, sem
hann nefnir þar, er sett liér til sýnis og hljóðar svo:
Velkominn vert, Vallanessklerkur mæti,
einhver sem ert efstur i skáldasaíti;
hver hefir skötnum svo skemmtað og sér
skilið átt lands vors um reita
háleita nafnbót, sem íieppnaðist þér,
Hórazíus íslands að heita.
En þó að Bergur væri sérlundaður, var hann samt vel að sér
um margt, fróður og unnandi mjög menntum öllum. Myndi hann
vafalaust hafa orðið allur annar maður, ef hann hefði notið um-
gengni menntamanna; fámennið norður i Pistilsfirði hefir gert
hann bæði einrænan, afkáralegan og hrokafullan. í kvæðasafni
Bergs er mikið alþýðukveðskapar, sem hvergi er að finna annar-
staðar, og í ættartölugreinum hans er ýmis fróðleikur um menn
hið næsta honum, sem ekki er auðgrafinn upp. Skal hér að lykt-
um sett ein minnisgrein Bergs, sem liann virðist hafa ætlað til
formála að ættartölum sinum (JS. 486, 8vo., bls. 223—4):
»Pað er meðal annars víst maik á öllum heimskustu þursum
og glópum meðal skrílsins á íslandi, að þeir hafa andstypgð á
þeirri merkilegu visindagrein genealogia eður ættartölufræðinni;
ekki heldur skeyta þeir neitt um chronologiam eða ártal nokk-
urra tilburða, heldur sveia þeir og bölva báðum Iþessum] vis-
indagreinum^og for[akta] þá fræðimenn, er hafa |þær] annaðhvort
munnlega eða skriflega um hönd, en þar með gefa þeir sjálfir til
kynna glópsku sína, þvi hverjum lieilvita manni má vera auð-
skilið, að genealogia og chronologia eru þær tvær höfuðgrund-
vallarástæður i öllum sannferðugum sagnabókum og historíum,
einnig i sjálfu Gamla-testamentinu; við þær báðar opnast og upp-
lýsist sérhver historia. En í lygasögum er þær sjaldan að finna.
Til eru lika drussar þeir, sem forsmá genealogiam þeirrar orsak-
ar vegna, að þeir eru sjálfir afkomendur einhverra líðilegustu
ódráttar-skrípa, hvað þeir láta þar með sjálfir í ljósi, ásamt
glópskunnia.
(117)